Grundargerði 29

Skjalnúmer : 6183

5. fundur 2000
Grundargerði 27-35/Sogavegur 26-54/, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Hús og skipulag, dags. í október 1999, að deiliskipulagi lóðanna Grundargerði 27-35/Sogavegi 26-54. Einnig lagt fram bréf Benedikts H. Halldórssonar, dags. 21.07.99, Odds Kristjánssonar og Hafdísar Sigurðardóttur, dags. 29.07.99. Málið var í auglýsingu frá 12. jan. til 9. febr., athugasemdafrestur var til 23. febr. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst deiliskipulagstillaga samþykkt.

1. fundur 2000
Grundargerði 27-35/Sogavegur 26-54/, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22 f.m. um tillögu að deiliskipulagi vegna Grundargerðis 27-35/Sogavegar 26-54 og auglýsingu þar um.


24. fundur 1999
Grundargerði 27-35/Sogavegur 26-54/, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Hús og skipulag, dags. í október 1999, að deiliskipulagi lóðanna Grundargerði 27-35/Sogavegi 26-54. Einnig lagt fram bréf Benedikts H. Halldórssonar, dags. 21.07.99, Odds Kristjánssonar og Hafdísar Sigurðardóttur, dags. 29.07.99.
Samþykkt að senda tillöguna til umsagnar byggingarnefndar. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir reitinn.