Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4

Skjalnúmer : 6173

15. fundur 1998
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 07.07.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29.06.98, varðandi deiliskipulag Aðalstrætis 12-18 og Túngötu 2-4.


11. fundur 1998
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 05.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, um auglýsingu deiliskipulags Aðalstrætis 12-18 og Túngötu 2-4. Jafnframt var borgarritara og fjárreiðustjóra falið að skoða málið, sem fylgir í ljósriti, með tilliti til kosta varðandi fjármögnun bygginga á reitnum.


14. fundur 1998
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf. að breytingu á deiliskipulagi reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. 24.04.98 ásamt greinargerð og skilmálum og eldri gögnum. Einnig lögð fram athugasemdabréf Eddu R. Níels, dags. 05.03.98, Grétars Guðmundssonar og Ingunnar Gísladóttur, dags. 03.06.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 26.6.98, um athugasemdir sem bárust í kjölfar auglýsingar á deiliskipulagstillögunni. Ennfremur samþykkir nefndin ofangreinda tillögu að breyttu deiliskipulagi.

5. fundur 1998
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9.2.98 um deiliskipulag og grenndarkynningu fyrir Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4.


9. fundur 1998
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf. að breytingu á deiliskipulagi reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. 24.04.98 ásamt greinargerð og skilmálum og eldri gögnum. Einnig lagt fram bréf Eddu R. Níels, dags. 05.03.98.
Stefán Örn Stefánsson, arkitekt kom á fundinn og kynnti málið.
Samþykkt var að eftirfarandi texti verður felldur inn í tillögu að deiliskipulagsskilmálum:
Kvaðir um bílastæði verða óbreyttar frá staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1988, þ.e. að bílastæði verði leyst á heildrænan hátt í jaðri byggðar, að undanskildu því að á lóðinni verða staðsett 4 bílastæði í stað 6 sem áður var ráð fyrir gert.#

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 73/1997 sem breyting á deiliskipulagi.
Guðrún Jónsdóttir vísar til bókunar sinnar vegna málsins á fundinum 9. febrúar 1998.


4. fundur 1998
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf. um skipulag reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. sept. 1997 ásamt greinargerð dags. 09.02.98, ásamt bréfi Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 19.08.97 og bréfi Árbæjarsafns, dags. 23.09.97. Ennfremur lögð fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 16.10.97, 14.11.97 og 15.01.98 ásamt umsögn borgarminjavarðar dags. 9.10.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða að kynna tillögu merkta B fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu næst Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4.
Margrét Sæmundsdóttir óskaði bókað: "Ég samþykki kynninguna, en lýsi yfir efasemdum um ágæti þess að flytja Ísafoldarhúsið, Austurstræti 8, í Aðalstræti.
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Ég samþykki opna kynningu á framlögðum uppdráttum en ítreka jafnframt ósk mína um að önnur götumynd sem sýnir eldra hús sem stóð á lóðinni nr. 12 við Aðalstræti hér áður fyrr verði einnig höfð til sýnis á þeirri kynningu. Í þessu felst efasemd mín um ágæti þess að flytja Ísafoldarhúsið á fyrrnefnda lóð."
Formaður óskaði bókað: "Flutningur Ísafoldarhússins á lóðina nr. 12 við Aðalstræti hefur verið til umfjöllunar lengi í skipulags- og umferðarnefnd. Fyrir liggur samþykki Húsfriðunarnefndar ríkisins, umhverfismálaráðs og borgarminjavarðar, sem segir raunar að húsið muni njóta sín betur í þeirri götumynd. Tilgangur þessarar kynningar er m.a. að sýna hvernig Ísafoldarhúsið fer í götumynd Aðalstrætis sunnanverðs".


14. fundur 1997
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lögð fram að nýju til kynningar tillaga Borgarskipulags og Minjaverndar um skipulag reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. í júní 1997. Einnig lagður fram samstarfssamningur Borgarskipulags og Minjaverndar um deiliskipulag og uppbyggingu á svæðinu dags. 22.05.97. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 16.10.97.
Samþykkt skipulags- og umferðarnefndar frá 9.6. 97 varðandi Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4 er dregin til baka. Hugsanlegum flutningi Austurstrætis 8 er vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.

21. fundur 1997
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Borgarskipulags og Minjaverndar um skipulag reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. í júní 1997, breytt dags. sept. 1997. Einnig lagt fram bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 19.08.97 og bréf Árbæjarsafns, dags. 23.09.97 ásamt greinargerð Minjaverndar og Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 22.09.97 og 26.10.97. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 16.10.97 ásamt umsögn borgarminjavarðar dags. 9.10.97. Stefán Örn Stefánsson og Þorsteinn Bergsson komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni.
Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.

12. fundur 1997
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, deiliskipulag
Lagt fram til kynningar tillaga Borgarskipulags og Minjaverndar um skipulag reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. í júní 1997.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
"SKUM fellst á framlagða tillögu að fyrirkomulagi á lóðum og uppbyggingu í megin atriðum og þar með að gert sé ráð fyrir að flytja húsið Austurstræti 8-10 (Ísafoldarhús) á lóðina nr. 12 við Aðalstræti. Framhald vinnu verði unnið í samráði við Borgarskipulag í samræmi við verksamning, dags. 22. maí 1997.