Skólavörðustígur 22

Skjalnúmer : 6160

8. fundur 1998
Skólavörðustígur 22, ofanábygging, breyting
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.02.98, varðandi ofanábyggingu og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 22 við Skólavörðustíg, samkv. uppdr. Baldvins Einarssonar bygg.fr., dags. 14.09.89, br. í jan. 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 17.02.98 og umsögn borgarminjavarðar, dags. 20.02.98, en engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags. Ennfremur er framlagt erindi samþykkt samhljóða (Guðrún Jónsdóttir sat hjá).

5. fundur 1998
Skólavörðustígur 22, ofanábygging, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.02.98, varðandi ofanábyggingu og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 22 við Skólavörðustíg, samkv. uppdr. Baldvins Einarssonar bygg.fr., dags. 14.09.89, br. í jan. 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 17.02.98 og umsögn borgarminjavarðar, dags. 20.02.98.
Samþykkt að kynna tillöguna samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 21, 22a og 22b, Týsgötu 1 og Lokastíg 3 og 5.