Holtavegur 23

Skjalnúmer : 6012

10. fundur 2000
30 km svæði, 2000
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. febrúar s.l. um afmörkun 30 km hverfa árið 2000.


8. fundur 2000
30 km svæði, 2000
Lagt fram að nýju bréf umferðardeildar borgarverkfræðings dags. 28.02.2000 varðandi 30 km öldu á Eyrarland við Áland.
Synjað.

5. fundur 2000
30 km svæði, 2000
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings dags. 28.02.2000 varðandi 30 km öldu á Eyrarland við Áland.
Frestað. Umferðardeild kanni hvort mögulegt sé að setja hita í ölduna.

4. fundur 2000
30 km svæði, 2000
Lagðar fram að nýju tillögur umferðardeildar borgarverkfræðings, að afmörkun 30 km hverfa árið 2000, dags. 18.02.00, ásamt minnisblaði, dags. 26.01.00. Einnig lögð fram samantekt umferðardeildar á hlutfalli umferðaróhappa í 14 fyrstu 30 km hverfunum, af öllum óhöppum í borginni, árin 1992-1996, dags. 18.11.98 og 30 km hverfi 1996, árangur aðgerða, dags. 06.02.98.
Tillögur umferðardeildar samþykktar nema varðandi botnlanga í Eyrarlandi. Tillögum varðandi þá er vísað til frekari skoðunar umferðardeildar.

3. fundur 2000
30 km svæði, 2000
Lagðar fram tillögur umferðardeildar borgarverkfræðings, að afmörkun 30 km hverfa árið 2000, dags. 01.02.00 ásamt minnisblaði, dags. 26.01.00. Einnig lögð fram samantekt umferðardeildar á hlutfalli umferðaróhappa í 14 fyrstu 30 km hverfunum, af öllum óhöppum í borginni, árin 1992-1996, dags. 18.11.98 og 30 km hverfi 1996, árangur aðgerða, dags. 06.02.98.


25. fundur 1998
30 km svæði, 2000
Lögð fram tillaga umferðardeildar borgarverkfræðings ásamt greinargerð, dags. 16.10.98, að afmörkun 30 km svæða árið 1999.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu umferðardeildar.

7. fundur 1998
30 km svæði, 1998
Lögð fram greinargerð um afmörkun og frekari meðhöndlun 30 km hverfa 1998 dags. 20.03.98 ásamt tillögu umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 11.03.98. um 30 km. svæði.
Samþykkt

6. fundur 1998
30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Lagt fram bréf umferðardeildar ásamt tillögum, dags. 04.03.98, um framhaldsaðgerðir á 30 km svæðum.
Baldur Grétarsson kynnti. Guðrún Jónsdóttir óskaði eftir yfirliti um mismun á 30 og 40 km öldum sérstaklega hvað varðar S.V.R.
Samþykkt.
Guðrún Jónsdóttir samþ. tillöguna en sat hjá hvað varðar 40 km öldu á Eskihlíð.


4. fundur 1998
30 km svæði, mat á árangri
Lögð fram greinargerð umferðardeildar dags. 06.02.98 um mat á árangri úrbóta á 30 km svæðum.

Nefndin felur umferðardeild að gera frekari tillögur um úrbætur í Eskihlíð og á Laugarnesvegi og varðandi gegnumakstur á Laugalæk.

1. fundur 1998
30 km svæði, mat á árangri
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svofellda bókun: "Óskað er eftir að tillögur varðandi úrbætur á 30 km svæðum verði lagðar fyrir næsta fund skipulags- og umferðarnefndar sbr. bókun nefndarinnar frá 24. nóv. 1997.

23. fundur 1997
30 km svæði, í Hlíðum og Lækjum
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela umferðardeild að leggja fyrir nefndina tillögur að endurbótum á umferðarskipulagi þessara tveggja hverfa, þar sem gengið er út frá því að 85% hraðinn í hverfunum fari hvergi yfir 40 km/klst. Vinnunni verði hraðað og tillögur lagðar fyrir nefndina eigi síðar en um miðjan janúar 1998.

23">23. fundur 1997
30 km svæði, hraðamælingar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.11.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. þ.m. um 30 km svæði í Hlíðahverfi að hluta og í Teigum sunnan Sundlaugavegar. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til afgreiðslu.


22. fundur 1997
30 km svæði, hraðamælingar
Lögð fram greinargerð umferðardeildar, dags. 10.11.97, um 30 km hverfi í Hlíðunum og Lækjunum fyrir og eftir breytingu á hverfunum í 30 km hverfi.


19. fundur 1997
30 km svæði, hraðamælingar
Lagt fram kynningarrit Umferðarráðs um ökuhraðamælingar.


17. fundur 1997
30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Lagt fram svohljóðandi svar umferðardeildar, dags. 27.08.97, við fyrirspurn Guðrúnar Jónsdóttur vegna hraðamælinga á "30 km svæðum" í Lækjum og Hlíðum:
"Á síðasta fundi skipulags- og umferðarnefndar, 25. ágúst 1997, lagði Guðrún Jónsdóttir fram fyrirspurn um "hvað liði hraðamælingum í 30 km svæðum í Lækjum og Hlíðum". Óskað var eftir skriflegu svari á næsta fundi nefndarinnar. Stefnt er að gera ofangreindar hraðamælingar nú í haust.".

16. fundur 1997
30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Guðrún Jónsdóttir spurðist fyrir hvað liði hraðamælingum á 30 km svæðum í Lækjum og Hlíðum og óskar eftir skriflegu svari á næsta fundi.


10. fundur 1997
30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Lagðar fram til kynningar hugmyndir umferðardeildar borgarverkfræðings að breyttum útfærslum við Hamrahlíð. Ennfremur lögð fram greinargerð umferðardeildar um umferð um Hamrahlíð, dags. 25.11.95. og yfirlit yfir umferðaróhöpp í fyrirhuguðu 30 km. hverfi í Hlíðum sunnan Miklubrautar og austan Lönguhlíðar, dags. 9.5. 97.



8. fundur 1997
30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Lagður fram yfirlitsuppdráttur að fyrirkomulagi 30 km hverfis í Hlíðunum austan Lönguhlíðar, sunnan Miklubrautar, sbr. bréf gatnamálastjóra, dags. 17.04.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir 30 km. svæði í þeim hluta Hlíðahverfis sem afmarkast af Lönguhlíð, Miklubraut og Kringlumýrarbraut.

5. fundur 1997
30 km svæði, framhaldsaðgerðir
Lögð fram tillaga borgarverkfræðings að 30 km svæðum 1997 ásamt minnisblaði, dags. 04.03.97. Einnig lagðar fram greinargerðir um "Umferðaröryggi innan hverfa Reykjavíkur", dags. í ágúst 1994 og um "Umferðarslys í Reykjavík 1989-1993", dags í mars 1996.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"30 km svæði. Til framkvæmda á þessu ári.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að næstu 30 km svæði verði Teigar/Tún og Hlíðarhverfi austan Lönguhliðar og sunnan Miklubrautar. Að auki skal setja upp 30 km hlið á gatnamót Barónsstígs og Laufásvegar og Barónsstígs og Bergstaðastrætis. Hefja skal undirbúning að fjórum 30 km svæðum sem kæmu til framkvæmda á árinu 1998.
Þegar hefur verið ákveðið að Hlíðar/Holt norðan Miklubrautar og austan Lönguhlíðar komi til framkvæmda á árinu 1998. Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að elstu hverfi borgarinnar (innan Hringbrautar) verði þá einnig fyrir valinu.
Umferðardeild og Borgarskipulagi er falið að undirbúa tillögur um framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árið 1998 og tillögu um forgangsröðun til næstu þriggja ára, þar sem gert yrði ráð fyrir 4 svæðum árlega."