Hverfisgata 14

Skjalnúmer : 5988

22. fundur 1998
Hverfisgata 14, ofanábygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 20.06.98, varðandi byggingu ofan á bakhús, samkv. uppdr. Teiknist. Bankastræti 11, dags. 19.06.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.6.98..
Málið var í kynningu frá 5.08.98 til 31.08.98. Tvö athugasemdabréf bárust frá Ingó ehf, dags. 27.08.98 og íbúa að Bankastræti 9-11, Hverfisgötu 12 og 16A, dags. 31.08.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 12.10.98.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags fellst nefndin ekki á erindið.

14. fundur 1998
Hverfisgata 14, ofanábygging
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 20.06.98, varðandi byggingu ofan á bakhús, samkv. uppdr. Teiknist. Bankastræti 11, dags. 19.06.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 26.6.1998.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu til hagsmunaaðila að Hverfisgötu 12 og 16a, Ingólfsstræti 1a, Bankastræti 9 og 11 og Laugavegi 1.