Marargata 2

Skjalnúmer : 5948

17. fundur 1999
Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr og geymslu við Marargötu 2.


16. fundur 1999
Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.5.99, um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr og geymslu á lóðinni nr. 2 við Marargötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, ark., dags. ágúst ´98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 28.05.99. Málið var í kynningu frá 4. júní til 3. júlí 1999. Lagt fram bréf húseigenda að Marargötu 4, dags. 30.06.99, varðandi skilyrði um verklok.
Samþykkt. Bréfi húseiganda að Marargötu 4 vísað til Byggingarfulltrúa.

13. fundur 1999
Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.5.99, um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr og geymslu á lóðinni nr. 2 við Marargötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, ark., dags. ágúst ´98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 28.05.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir, með vísan til umsagnar Borgarskipulags, að greint erindi verði grenndarkynnt á grundvelli 2 mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997 sbr. 7. mgr. 43. gr. sömu laga, fyrir eigendum að Marargötu 4.

12. fundur 1999
Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um bílageymslu að Marargötu .


11. fundur 1999
Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Lagt fram að nýju að lokinni kynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 1.03.99 ásamt uppdr. Sverris Norðfjörð ark. dags. í mars ´99. Sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfalda bílgeymslu úr steinsteypu í norðvesturhorni á lóðinni nr. 2 við Marargötu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.03.99. Málið var í kynningu frá 17.03.-15.04.99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt

3471. fundur 1999
Marargata 2, Bílageymsla á lóðinni
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfalda bílgeymslu úr steinsteypu í norðvesturhorni á lóðinni nr. 2 við Marargötu.
Stærð: Bílgeymsla 37,8 ferm., 113,4 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.835
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 26. apríl s.l., fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sameina skal erindið og erindi nr. 18747 í eitt erindi.


7. fundur 1999
Marargata 2, Bílageymsla á lóðinni
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 1.03.99 ásamt uppdr. Sverris Norðfjörð ark. dags. br. 15.02.99. Sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfalda bílgeymslu úr steinsteypu í norðvesturhorni á lóðinni nr. 2 við Marargötu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.03.99.
Samþykkt að grenndarkynna málið fyrir hagsmunaaðilum að Marargötu 4.

3467. fundur 1999
Marargata 2, Bílageymsla á lóðinni
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfalda bílgeymslu úr steinsteypu í norðvesturhorni á lóðinni nr. 2 við Marargötu.
Stærð: Bílgeymsla 37,8 ferm., 105,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.645
Frestað.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


3. fundur 1999
Marargata 2, landnotkunarbreyting, íbúðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um Marargötu 2, landnotkunarbreytingu vegna 5 íbúða.


2. fundur 1999
Marargata 2, landnotkunarbreyting, íbúðir
Að lokinni auglýsingu á breytingu á landnotkun á lóðinni nr. 2 við Marargötu er lögð fram að nýju tillaga Sverris Norðfjörð, dags. 26.09.98. Athugasemdafrestur var til 13. jan.´99. Einnig lagt fram bréf Ágústu H. Lárusdóttur, dags. 04.12.98 og bréf Centaur ehf, dags. 11.01.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 15.01.99. Ennfremur lagt fram bréf borgarminjavarðar, dags. 19.10.98, bréf Marðar Ingólfssonar, dags. 18.1.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 25.1.99.

Nefndin samþykkir breytta landnotkun. Ennfremur samþykkir nefndin að í húsinu verði 5 íbúðir en fellst ekki á kvist á austurhlið hússins.

24. fundur 1998
Marargata 2, landnotkunarbreyting, íbúðir
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.10. á bókun skipulags- og umferðarnefndar 26.10. um breytta landnotkun að Marargötu 2.


23. fundur 1998
Marargata 2, landnotkunarbreyting, íbúðir
Lagt fram bréf Sverris Norðfjörð ark. f.h. Cetus ehf. dags. 26.09.98 varðandi breytta landnotkun á Marargötu 2 auk þess sem sótt er um að byggja bílageymslu og nýjan kvist skv. uppdr. Sverris Norðfjörð ark. dags. 26.09.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags 21.10.98, ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 19.10.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og Árbæjarsafns og leggur til við borgarráð að auglýst verði breyting á aðalskipulagi á lóðinni nr. 2 við Marargötu, þannig að þar verði landnotkun íbúðasvæði. Ennfremur er Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum ef í endanlegri tillögu verður gert ráð fyrir byggingu kvists á húsið.