Hafnarstræti 4

Skjalnúmer : 5840

14. fundur 1997
Hafnarstræti 4, byggingaframkvæmdir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 2.06.97 vegna Hafnarstrætis 4 ásamt uppdr. Pálma Guðmundssonar arkitekts dags. mars 1997. Einnig lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags 13.05.97, ásamt bréfi Guðmundar Jónssonar f.h. eigenda Austurstrætis 3, dags. 05.05.97. varðandi svalir á húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svohljóðandi bókun:
"Skipulags- og umferðarnefnd getur ekki fallist á erindi varðandi byggingu svala á húsið á lóð nr. 4 við Hafnarstræti og bendir á að um óleyfisframkvæmd er að ræða. Um er að ræða sameiginlega hagsmuni þeirra sem eiga aðild að inngarðinum en m.a. hefur verið veitt leyfi fyrir íbúð á efri hæð (sjá mótmæli í bréfi dags. 5.5.97)".


11. fundur 1997
Hafnarstræti 4, byggingaframkvæmdir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.05.97, ásamt bréfi Guðmundar Jónssonar f.h. eigenda Austurstrætis 3, dags. 05.05.97. varðandi svalir á húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.

Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir því við byggingarnefnd að fá málið formlega til umfjöllunar.