Breiðavík 8-10

Skjalnúmer : 5833

17. fundur 1998
Breiðavík 8-10, fjölbýlishús
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 17. s.m. um byggingu fjölbýlishúss að Breiðuvík 8-10.


24. fundur 1998
Breiðavík 8-10, fjölbýlishús
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Árna Friðrikssonar arkitekts, dags. 30.07.98, varðandi byggingu þriggja hæða fjölbýlishúss á lóðinni nr. 8-10 við Breiðuvík, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð sf, dags. 28.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.08.98. Málið var í auglýsingu frá 23. sept. til 23. okt., athugasemdafrestur var til 6. nóv. 1998. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt

16. fundur 1998
Breiðavík 8-10, fjölbýlishús
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar arkitekts, dags. 30.07.98, varðandi byggingu þriggja hæða fjölbýlishúss á lóðinni nr. 8-10 við Breiðuvík, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð sf, dags. 28.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.08.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.
Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: "Ég tel að rétt væri að kynna tillöguna bréflega til næstu nágranna samhliða auglýsingu".