Eskihlíð 24-26

Skjalnúmer : 5738

20. fundur 1995
Eskihlíð 24-28, Þóroddsstaðir
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar arkitekts FAÍ f.h. Baldurs Ágústssonar, dags. 27.08.95, ásamt yfirliti, dags. 18.8.1995, varðandi umsókn um lóð fyrir bílastæði við enda Skógarhlíðar næst Litluhlíð. Einnig lagðir fram uppdr. Landslagsarkitekta, dagsettir 25.08.95 og 17.11.92, br. 24.08.95.
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt kynnti skipulagstillögur af suðurhluta Skógarhlíðar. Skipulagsnefnd vísar skipulagstillögu Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts af suðurhluta Skógarhlíðar, dags. 24.08.95, til borgarverkfræðings vegna bílastæða og lóðamarka. Erindi Gunnars Óskarssonar arkitekts f.h. Þóroddsstaða, dags. 27.08.95 ásamt yfirliti, dags. 18.08.1995, um afmörkun á sérlóðarhluta fyrir Þóroddsstaði er vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings.