Miðborgarstjórn

Skjalnúmer : 5728

21. fundur 1999
Miðborgarstjórn, bílastæði
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um gjaldtöku á bílastæðum við Hafnarstræti, Týsgötu, Óðinsgötu og Skólavörðustíg.


20. fundur 1999
Miðborgarstjórn, bílastæði
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 22.09.99, varðandi gjaldskyldu á nýlega samþykktum bílastæðum við Hafnarstræti, Týsgötu, Óðinsgötu og Skólavörðustíg.

Samþykkt að leggja til við borgarráð að ný stæði við norðurkant Hafnarstrætis milli Nausta og Pósthússtrætis, skástæði við Týsgötu og Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Óðinstorgs, og ný stæði við norðurkant Skólavörðustígs milli Bergstaðastrætis og Laugavegar verði gjaldskyld.
Leyfilegur hámarkstími og tímagjald verði í samræmi við það sem almennt gildir um gjaldskyld stæði á umræddum svæðum.


17. fundur 1999
Miðborgarstjórn,
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.7. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um breytingar á umferðarkerfi miðborgar.


16. fundur 1999
Miðborgarstjórn,
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 16. júlí 1999, vegna bréfs borgarverkfræðings til miðborgarstjórnar vegna breytinga á umferðarkerfi miðborgar.
Nefndin samþykkir eftirfarandi:
1. Hafnarstræti (liður a). Leyfð verði samsíða bílastæði við norðurkant Hafnarstrætis milli Naustanna og Pósthússtrætis.
2. Týsgata/Óðinsgata (liður b). Týsgata milli Skólavörðustígs og Þórsgötu verði einstefna frá Skólavörðustíg (til suðurs), og Óðinsgata frá Þórsgötu að Skólavörðustíg verði einstefna frá Þórsgötu (til norðurs). Þessar tillögur eru í samræmi við hverfaskipulag frá 1990. Jafnframt er lagt til, að leyfð verði skábílastæði við ofangreinda götukafla.
3. Skólavörðustígur (liður d). Leyfð verði samsíða bílastæði við norðukant Skólavörðustígs (hægra megin m.v. akstursstefnu) milli Bergstaðastrætis og Laugavegs.