Öskjuhlíð

Skjalnúmer : 5599

16. fundur 1997
Öskjuhlíð, Keiluhöll, útlitsbreyting/stækkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 08.07.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.07.97 um útlitsbreytingar og stækkun Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.


15. fundur 1997
Öskjuhlíð, Keiluhöll, útlitsbreyting/stækkun
Lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 10.06.97 ásamt uppdráttum, dags. 10.06.97. Einnig lagt fram erindi sama, dags. 01.07.97, ásamt uppdráttum 30.06.97, varðandii stækkun og útlitsbreytingu hússins. Ennfremur lögð fram umsögn umhverfismálaráðs, dags. 25.06.97.

SKUM tekur undir bókun umhverfismálaráðs dags. 25.6. 1997 en fellst á breytta uppdrætti dags. 30.6. 1997. Lögð er áhersla á að framkvæmd stækkunar og frágangur að utan haldist í hendur. Einnig er áréttað að skiltun skal borin undir umhverfismálaráð þar sem um borgarverndað svæði er að ræða.

14. fundur 1997
Öskjuhlíð, Keiluhöll, útlitsbreyting/stækkun
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts f.h. eigenda Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð dags. 10.06.97 varðandi stækkun og útlitsbreytingu hússins skv. uppdr. sama aðila dags.10.06.97.

Frestað. Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.