Sundaborg 8

Skjalnúmer : 5543

20. fundur 1999
Sundaborg 8, lóðarstækkun, vörugeymsla
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf garðyrkjustjóra, dags. 29.01.99. Einnig lagt fram bréf Arkþings, dags. 28.04.99, varðandi stækkun lóðarinnar og byggingu vörugeymslu á lóðinni nr. 8 við Sundaborg, samkv. uppdr. sama, dags. í júní ´93, síðast br. 11. júní ´99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.06.99 ásamt bréfi garðyrkjustjóra, dags. 08.06.99 og bókun Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 10.06.99. Málið var í auglýsingu vegna breyttrar landnotkunar frá 6. ágúst til 3. sept. ´99, athugasemdafrestur var til 17. sept. 1999. Engar athugasemdir bárust.

Breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 samþykktar.

15. fundur 1999
Sundaborg 8, lóðarstækkun, vörugeymsla
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. þ.m. um vörugeymslu og lóðarstækkun að Sundaborg 8.


14. fundur 1999
Sundaborg 8, lóðarstækkun, vörugeymsla
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra, dags. 29.01.99. Einnig lagt fram bréf Arkþings, dags. 28.04.99, varðandi stækkun lóðarinnar og byggingu vörugeymslu á lóðinni nr. 8 við Sundaborg, samkv. uppdr. sama, dags. í júní ´93, síðast br. 11. júní ´99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.06.99 ásamt bréfi garðyrkjustjóra, dags. 08.06.99 og bókun Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 10.06.99.

Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi. Jafnframt verði auglýst breyting á aðalskipulagi í samræmi við tllöguna þannig að útivistarsvæði verði athafnasvæði.