Áland/Eyrarland

Skjalnúmer : 5506

3. fundur 2000
Áland/Eyrarland, umferð
Lögð fram greinargerð umferðardeildar borgarverkfræðings. Einnig lagt fram bréf Más Kristjánssonar, formanns starfsmannaráðs Landspítala Háskólasjúkrahúss Fossvogi, dags. 10.07.00 og bréf íbúa í Fossvogi dags. 04.10.00.
Kynnt.

5. fundur 2000
Áland/Eyrarland, umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 17. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24. f.m. um lokun Álands fyrir umferð og breytt deiliskipulag í því sambandi.


2. fundur 2000
Áland/Eyrarland, umferð
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf íbúa við Áland og Eyrarland, dags. 29.10.98, varðandi umferð um göturnar. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 18.09.98 og bréf Hrafnhildar Sigurðardóttur og Brynjúlfs Sæmundssonar, Álandi 13, dags. 10.09.98 og 12.10.98. Einnig lagt fram bréf Hrafnhildar Sigurðardóttur, dags. 26.06.99, varðandi ítrekun um svar við bréfi dags. 29.10.98. Lagt fram bréf íbúa við Aðalland og Áland, dags. 7. sept. 1999. Einnig lögð fram tillaga umferðardeildar að lokun Álands að hluta, dags. í október 1999. Málið var í auglýsingu frá 29. okt. til 26. nóv. ´99, athugasemdafrestur var til 10. des. 1999. Lögð fram athugasemdabréf íbúa við Markarveg 5, dags. 30.11.99, íbúa Hellulandi 4, mótt. 03.12.99, Sjúkrahúss Reykjavíkur, dags. 08.12.99, 98 íbúa við Markarveg, Kjarrveg, Klifveg og Fossvogsveg, dags. 06.12.99 og íbúa Brúnalandi 36, dags. 07.12.99. Einnig lagt fram bréf íbúa í Álandi 1, dags. 08.12.99, undirskriftalisti 30 íbúa við Áland, Akraland og Brúnaland, dags. 06.12.99, sem meðmæltir eru erindinu. Jafnframt lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 06.01.00, br. 20.01.00. Lagt fram bréf íbúa við Áland og Akraland, dags. 07.01.00 og undirskriftalisti tæplega 300 íbúa dags. 23.01.00.
Auglýst breyting samþykkt með þremur atkvæðum. Breytingin verði endurskoðuð að ári liðnu með tilliti til fenginnar reynslu. Jafnframt samþykkt að fela umferðardeild borgarverkfræðings að vinna tillögu að bættu umferðarfyrirkomulagi við Sjúkrahús Reykjavíkur á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar.
Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson greiddu atkvæði á móti og óskuðu bókað: Umferðardeild borgarverkfræðings hefur sýnt fram á aðrar leiðir til að auka umferðaröryggi á Álandi en að loka götunni. Þær leiðir hefði verið rétt að reyna fyrst enda valda þær minni óþægindum, fyrir þá íbúa sem búa neðar í hverfinu, en lokun Álands. Ekki eru gerðar breytingar á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar samfara lokun götunnar og því fyrirsjáanlegt aukið álag þar. Mikill ágreiningur er meðal íbúa hverfisins varðandi þetta mál. Lokun Álands er breyting á deiliskipulagi og því hefði verið eðlilegra að vinna að lausn málsins í samráði við íbúa hverfisins. Betur hefði þurft að undirbúa málið, t.d. liggja ekki fyrir talningar umferðardeildar á umferð um Áland.
Fulltrúar R-listans óskuðu bókað: Þegar málið var fyrst kynnt í Skipulagsnefnd, 11. okt. 1999, voru sýndar 3 tillögur að umferðarskipulagi vð Áland/Eyrarland. Skipulagsnefnd samþykkti, með 3 samhljóða atkvæðum, að senda tillögu um lokun Álands í kynningu. Ekki er eðlilegt að beina umferð að Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gegnum íbúagötu eins og nú er og því er lagt til að loka Álandi en jafnframt að óska eftir tillögu frá umferðardeild borgarverkfræðings um bætt umferðarfyrirkomulag við Sjúkrahús Reykjavíkur á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegur. Einnig liggja fyrir eindregnar óskir íbúa í næsta nágrenni að götunni verði lokað, m.a. vegna umferðaröryggis. Þá er ennfremur ákveðið að endurskoða fyrirkomulagið 1 ár.


22. fundur 1999
Áland/Eyrarland, umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna umferðar um Áland og Eyrarland.


21. fundur 1999
Áland/Eyrarland, umferð
Lagt fram bréf íbúa við Áland og Eyrarland, dags. 29.10.98, varðandi umferð um göturnar. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 18.09.98 og bréf Hrafnhildar Sigurðardóttur og Brynjúlfs Sæmundssonar, Álandi 13, dags. 10.09.98 og 12.10.98. Einnig lagt fram bréf Hrafnhildar Sigurðardóttur, dags. 26.06.99, varðandi ítrekun um svar við bréfi dags. 29.10.98. Lagt fram bréf íbúa við Aðalland og Áland, dags. 7. sept. 1999. Einnig lögð fram tillaga umferðardeildar að lokun Álands að hluta, dags. í október 1999.
Samþykkt með 3 atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í þá veru að götunni verði lokað fyrir gegnumumferð. Fulltrúar minnihluta sátu hjá.