Suðurhlíð 35

Skjalnúmer : 5485

18. fundur 1996
Suðurhlíð 35, breytt lóðamörk, parhús
Lagt fram að nýju bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Húsfélagsins Suðurhlíð 35, dags. 18.3.96, og bréf Torfa H. Ágústssonar f.h. Gesthúss Dúnu, dags. 16.3.96, varðandi breytingu lóðamarka og byggingu parhúss og bílskúra að Suðurhlíðum 35. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu skipulagi lóðarinnar, dags. 29.5.96 og athugasemdir vegna kynningar.
Erindinu synjað með vísan í umsögn Borgarskipulags dags. 15.08.96.

21. fundur 1999
Suðurhlíð 35, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um Suðurhlíð 35, breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi.


100. fundur 1999
Suðurhlíð 35, bílastæði
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skipulagi lóðar og fækka um 12 bílastæði á lóðinni nr. 35 við Suðurhlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


19. fundur 1999
Suðurhlíð 35, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Lóðarfélags Suðurhlíða 35, dags. 22.3.99, varðandi stækkun lóðar og bókun skipulags- og umferðarnefndar um málið dags. 12.4.99.Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags dags. 30.3.99 og 21.4.99. Ennfremur lagður fram uppdr. Teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar, dags. 08.06.99, vegna breytingar á deiliskipulagi. Málið var í auglýsingu til 25. ágúst, athugasemdafrestur var til 8. sept. 1999. Lagt fram athugasemdabréf eigenda Reynihlíðar 8, dags. 04.09.99, Reynihlíðar 6, dags. 06.09.99 og Albínu Thordarson, dags. 08.09.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags með þeirri breytingu að áréttað skal, á deiliskipulagsuppdrættinum og í skilmálum hans, að auða svæðið á norðvesturhluta lóðarinnar skuli vera opið grænt svæði þar sem óheimilt sé að byggja.

15. fundur 1999
Suðurhlíð 35, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um breytt aðal- og deiliskipulag að Suðurhlíð 35.


14. fundur 1999
Suðurhlíð 35, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Lóðarfélags Suðurhlíða 35, dags. 22.3.99, varðandi stækkun lóðar og bókun skipulags- og umferðarnefndar um málið dags. 12.4.99.Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags dags. 30.3.99 og 21.4.99. Ennfremur lagður fram uppdr. Teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar, dags. 08.06.99, vegna breytingar á deiliskipulagi
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi. Einnig samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki, að auglýst verði breyting á landnotkun greindrar lóðar í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 á þann veg, að lóðinni verði breytt úr útivistarsvæði til sérstakra nota í blandað svæði fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð og íbúðasvæði. Sú takmörkun gildi þó, skv. sérskilmálum er settir verða inn í aðalskipulag, að óheimilt sé að opna þar matvörumarkað, veitingastað, bensínafgreiðslu, óþrifalegan iðnað og "akið takið" þjónustu.

9. fundur 1999
Suðurhlíð 35, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Lóðarfélags Suðurhlíðar hf, dags. 22.03.99, varðandi stækkun lóðarinnar til norðurs, samkv. uppdr. Landslags ehf, dags. 22.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 30.03.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Reynihlíð 8, 10 og 12 sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.

17. fundur 1996
Suðurhlíð 35, breytt lóðamörk, parhús
Lagt fram að nýju bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Húsfélagsins Suðurhlíð 35, dags. 18.3.96, og bréf Torfa H. Ágústssonar f.h. Gesthúss Dúnu, dags. 16.3.96, varðandi breytingu lóðamarka og byggingu parhúss og bílskúra að Suðurhlíðum 35. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu skipulagi lóðarinnar, dags. 29.5.96 og athugasemdir vegna kynningar.


14. fundur 1996
Suðurhlíð 35, breytt lóðamörk, parhús
Lagt fram bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Húsfélagsins Suðurhlíð 35, dags. 18.3.96, og bréf Torfa H. Ágústssonar f.h. Gesthúss Dúnu, dags. 16.3.96, varðandi breytingu lóðamarka og byggingu parhúss og bílskúra að Suðurhlíðum 35. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu skipulagi lóðarinnar, dags. 29.5.96.
Borgarskipulagi falið að kynna málið fyrir nágrönnum. Frestað.

12. fundur 1994
Suðurhlíð 35, uppbygging lóðar
Lagðar fram tillögur Teiknistofu Finns og Hilmars, Aðalstræti 8, um uppbyggingu lóðarinnar Suðurhlíð 35, dags. 10.5.94.

Frestað.
Vísað til umsagnar Borgarskipulags.


1. fundur 1994
Suðurhlíð 35, uppbygging á lóð
Lagt fram bréf Finns Björgvinssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 15.12.93 varðandi breytingu iðnaðarhúss í íbúðarhús, niðurrif íbúðarhúss og byggingu 5 raðhúsa og 15 íbúða fjölbýlishúss að Suðurhlíðum 35, samkv. uppdr. dags. 12.12.93. Einnig lagt fr Frestað.
Frestað.