Laugardalur - austurhluti

Skjalnúmer : 5451

22. fundur 1999
Laugardalur, Landssíminn, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju deiliskipulagsuppdráttur ASK arkitekta, dags. 15.07.99. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 07.09.99 ásamt athugasemdabréfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 30.08.99, Gylfa Garðarssonar, dags. 03.09.99, Ólafs Haukssonar, dags. 17.09.99, borgarlögmanns, dags. 28.09.99, ásamt bréfi samtakanna Verndum Laugardalinn frá 27.09.99 með undirskriftum á fjórða tugs þúsunda manns.
Athugasemdir lagðar fram og málinu frestað.

17. fundur 1999
Laugardalur, Landssíminn, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.7. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um lóð fyrir Landssímann hf. í Laugardal og breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi.


16. fundur 1999
Laugardalur, Landssíminn, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram að nýju samþykkt borgarráðs frá 30.3. s.l., varðandi lóð fyrir Landssímann í Laugardal og drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Landssímans hf. Einnig lögð fram bókun borgarráðs frá 25.05.99, bréf íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 10.05.99 og bréf forstöðumanns fjölskyldu- og húsdýragarðs dags. 29.03.99. Ennfremur lagt fram deiliskipulag á s-a hluta reitsins skv. uppdr., greinargerð og líkani ASK arkitekta dags. 15.07.99, tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að umsögn þróunar- og fjölskyldusviðs um tillögu Júlíusar V. Ingvarssonar um víkingaraldargarð á svæðinu.
Nefndin samþykkir með 3 atkvæðum gegn 2 að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Laugardals (fulltrúar Sjálfstæðisflokks á móti). Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni óskuðu bókað: " Við höfnum algjörlega hinu nýja deiliskipulagi Laugardalsins og hörmum að framlagt deiliskipulag er hvorki í takt við tímann né endurspeglar neina jákvæða framsýn. Skipulag tveggja stórra lóða undir risavaxnar byggingar í dalnum er umhverfis- og skipulagsslys sem ekki verður hægt að leiðrétta síðar. Við teljum að Laugardalurinn eigi að byggjast upp með útivist og íþróttir að leiðarljósi auk þeirrar fjölbreytilegu fjölskylduskemmtunar sem felst í Grasagarðinum, Húsdýragarðinum og Fjölskyldugarðinum. Talsvert er farið að þrengja að möguleikumá áframhaldandi uppbyggingu í dalnumog því enn brýnna að vanda alla skipulagsvinnu og fara varlega með það land sem enn er óráðstafað. Vinsældir Laugardalsins hafa aukist með ári hverju og ætti það að vera skipulagsyfirvöldum hvatning til þess að fylgja eftir farsælli mannlífsþróun og auðga þannig dalinn með hagsmuni allra Reykvíkinga að leiðarljósi."

15. fundur 1999
Laugardalur, Landssíminn, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram samþykkt borgarráðs frá 30.3. s.l., varðandi lóð fyrir Landssímann í Laugardal og drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Landssímans hf. Einnig lögð fram bókun borgarráðs frá 25.05.99, bréf íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 10.05.99 og bréf forstöðumanns fjölskyldu- og húsdýragarðs dags. 29.03.99. Ennfremur lögð fram breyting á deiliskipulagi s-a hluta reitsins skv. uppdr. og líkani ASK arkitekta dags. 10.06.99. og tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi.
Frestað.
Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: "Það eru alvarleg tíðindi að SKUM skuli samþykkja að vinna deiliskipulag sem miðar að því að Landssíminn fái 25.700 m² lóð fyrir 14.000 m² stórhýsi innan marka Laugardalsins auk annarrar lóðar við hlið hennar sem er 11.500 m². Samtals er því verið að samþykkja að taka 37.000 m² af Laugardalnum undir atvinnustarfsemi. Slíkt deiliskipulag getur ekki verið annað en í hreinni andstöðu við þá stefnu sem tekin hefur verið og fylgt eftir í áratugi varðandi uppbyggingu dalsins. Íþróttabandalag Reykjvíkur hefur af þessu tilefni skorað á Borgarstjórn að landi í Laugardalnum verði ekki ráðstafað undir aðra starfsemi en þá sem snýr að íþróttum og útivist. Ég lagði fram tillögu í Borgarstjórn 6. maí s.l. þess efnis að kannaður verði fýsileiki þess að reisa víkingaraldargarð í Reykjavík. Tillagan er nú til skoðunar. Ákjósanlegasta staðsetning víkingaraldargarðs er í Laugardalnum, einmitt á því svæði sem fyrirhugað er nú að notað verði undir atvinnustarfsemi m.a. fyrir höfuðstöðvar Landssímans hf. Þar myndi víkingaraldargarður starfa með og auðga hina fræðandi fjölskylduskemmtun sem Grasa- Húsdýra- og Fjölskyldugarðurinn veita borgarbúum í dag.
Guðrún Ágústsdóttir óskaði bókað: "Borgaráð hefur gert samning við Landssímann um úthlutun á hluta af lóð sem áður var áætluð fyrir Tónlistarhús. Samningurinn var samþykktur samhljóða af meirihluta og minnihluta. Nú er verið að kynna í SKUM hugmynd að deiliskipulagi á þeirri lóð sem áður var svokölluð tónlistarhúslóð. Deiliskipulagshugmyndin er ekki í hreinni andstöðu við stefnu borgarinnar í áratugi eins og J.V.I. heldur fram, öðru nær. Lóð þessi hefur um langt skeið verið ætluð undir byggingu/ar sem ekki getur talist til íþrótta- eða útivistarstarfsemi. Beðið er umsagnar þróunar- og fjölskyldusviðs um tillögu J. V. I. um víkingaraldargarð á lóðinni.
Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað:"Ég tók ekki þátt í að samþykkja samning við Landssímann um lóð í Laugardal. Laugardalur er skýrt afmarkaður og innan þeirra marka hefur öll uppbygging miðast við íþróttir, útivist og aðra starfsemi tengdri fjölskyldunni og hefur sú stefna mótast á umliðnum árum. Lóðir innan marka dalsins samræmast ekki þeim viðhorfum sem ríkja um nýtingu dalsins.


9. fundur 1999
Laugardalur, Landssíminn, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram samþykkt borgarráðs frá 30.3. s.l., varðandi fyrirheit um úthlutun byggingarreitar á lóð Landssímans í Laugardal ásamt drögum að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Landssímans hf.


12. fundur 1998
Laugardalur, ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 16.03.98, varðandi fyrirhugað ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands, ásamt erindi Arnars Sigurðssonar form. klúbbsins, dags. 12.03.98 og minnispunktum Borgarskipulags, dags. 08.05.98. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 20.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar í bókun frá fundi nefndarinnar, 11.5. s.l. og tekur undir bókun umhverfismálaráðs.

10. fundur 1998
Laugardalur, ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 16.03.98, varðandi fyrirhugað ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands, ásamt erindi Arnars Sigurðssonar form. klúbbsins, dags. 12.03.98 og minnispunktum Borgarskipulags, dags. 08.05.98
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, kom á fundinn og kynnti málið. Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð gagnvart erindi Fornbílaklúbbs Íslands um ökutækjasafn í Laugardal og vísar málinu til umsagnar umhverfismálaráðs.
Bókun Óskars D. Ólafssonar:
#Vegna erindis Fornbílaklúbbs Íslands um fyrirhugað ökutækjasafn í Laugardalnum.
Bent er á að í Húsdýragarðinum er íslenski hesturinn til staðar, merkisberi fyrstu tegundar landsamgangna hér á landi. Hér er kjörið tækifæri til þess að víkka nálgunina við fyrirhugað ökutækjasafn. Setja má upp safn um sögu landsamgangna á Íslandi í tengslum við fyrirhugað ökutækjasafn. Þá gæti verið fjallað um: Hesta, vagna, reiðhjól, sjálfrennireiðar, lestar, strætis- og rútuvagna svo og framtíðarhugmyndir um samgöngur frá framsýnum borgaryfirvöldum, þ.e. raf- og/eða vetnisdrifnar almenningssamgöngur í bland við óvarða umferð gangandi og hjólandi, ásamt hóflegri einkabílaumferð.#


17. fundur 1996
Laugardalur, áhorfendastúka
Lögð fram bréf Gísla Halldórssonar, f.h. Knattspyrnusambands Íslands, dags. 30.07.96 og 01.08 96 varðandi byggingu áhorfendastúku á Laugardalsvelli, samkv. uppdr. Teiknist. Ármúla 6, dags. 19.07.96.

Forstöðumaður Borgarskipulags kynnti erindið. Skipulagsnefnd samþykkti erindið fyrir sitt leyti. Vísað til umhverfismálaráðs til kynningar.

6. fundur 1995
Laugardalur, umsókn um lóð fyrir bíó
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 22.2.95 varðandi erindi Bíós hf. um lóð fyrir kvikmyndahús.

Vísað til athugunar Borgarskipulags.

3. fundur 1995
Laugardalur, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 9.1.95 um stíg í Laugardal neðan lóðar við Laugarásveg.



1. fundur 1995
Laugardalur, afmörkun lóða
Lagt fram að nýju bréf Ágústs Friðrikssonar, f.h. húseigenda við Laugarásveg 2-30, dags. 27.4.94, varðandi stíg neðan lóðanna. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags um breytt aðalstígakerfi dalsins, dags. 5.1.95 og bókun umhverfismálaráðs frá 9.11.94.

Samþykkt.

10. fundur 1994
Laugardalur, göngustígur
Lagt fram bréf Ágústs Friðrikssonar, f.h. húseigenda við Laugarásveg 2-30, dags. 27.4.94, varðandi stíg neðan lóðanna.

Frestað.
Vísað til Borgarskipulags og garðyrkjustjóra til gerðar nýrrar tillögu að frágangi svæðisins neðan Laugarásvegar 2-30.