Eirhöfði 11

Skjalnúmer : 5341

1. fundur 1999
Eirhöfði 11, mastur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um bann við auglýsingum á fjarskiptamastri.


6. fundur 1999
Eirhöfði 11, mastur
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, þar sem m.a. er sótt um að reisa 30 m hátt mastur fyrir fjarskiptaloftnet á lóðinni nr. 11 við Eirhöfða. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.12.98. Ennfremur lagt fram bréf Landssímans hf., dags. 11.12.98 og bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23.12.98. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt

28. fundur 1998
Eirhöfði 11, stoðveggur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um að reisa stoðvegg að Eirhöfða 11.


26. fundur 1998
Eirhöfði 11, stoðveggur
Lagt fram bréf skrifst.stjóra byggingarfulltrúa f.h.byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu stoðveggs við innkeyrslu í bílageymslu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Laugavegi 42, dags. 05.04.94, síðast br. 04.10.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 3.12.98. Einnig liggur fyrir samþykki eigenda Sævarhöfða 6-10 og Sævarhöfða 12.
Samþykkt

27. fundur 1998
Eirhöfði 11, mastur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, þar sem m.a. er sótt um að reisa 30 m hátt mastur fyrir fjarskiptaloftnet á lóðinni nr. 11 við Eirhöfða. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.12.98. Ennfremur lagt fram bréf Landssímans hf., dags. 11.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi, en leggur áherslu á að ekki verði settar auglýsingar á fjarskiptamastur.

24. fundur 1998
Eirhöfði 11, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.10. á bókun skipulags- og umferðarnefndar 26.10. um viðbyggingu að Eirhöfða 11.


23. fundur 1998
Eirhöfði 11, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.07.98, varðandi viðbyggingu við vesturenda skrifstofuhúss Vatnsveitu Reykjavíkur, samkv. uppdr. Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts, dags. í júní og ágúst 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.09.98. Málið var í kynningu frá 16. sept. til 15. okt. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á mikilvægi góðrar hönnunar byggingarinnar sem verður áberandi í borgarmyndinni.

17. fundur 1998
Eirhöfði 11, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18.08.1998 á bréfi skipulagsstjóra frá 13.07. um grenndarkynningu vegna framkvæmda við Eirhöfða 11.


17. fundur 1998
Eirhöfði 11, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.07.98, varðandi viðbyggingu við vesturenda skrifstofuhúss Vatnsveitu Reykjavíkur, samkv. uppdr. Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts, dags. í júní og ágúst 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.09.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir lóðarhöfum að Eirhöfða 2-4 og 13, 15 og 17 og Sævarhöfða 12..