Bústaðavegur 9

Skjalnúmer : 5287

13. fundur 1999
Bústaðavegur 9, Veðurstofan, bráðabirgðahúsnæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um bráðabirgðahúsnæði Veðurstofunnar að Bústaðavegi 9.


12. fundur 1999
Bústaðavegur 9, Veðurstofan, bráðabirgðahúsnæði
Lagt fram að nýju eftir kynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 08.01.99, varðandi leyfi til að koma fyrir timburhúsi á einni hæð til bráðabirgða á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg, samkv. uppdr. Arkform, dags. í nóv. 1998. Einnig lagt fram bréf Arkform, dags. í des.´98. Ennfremur lagðir fram breyttir uppdr. Arkforms, mótt. 21. janúar 1999 ásamt erindi, dags. 25. jan.´99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 25.1.99. Eftir grenndarkynningu frá 27.01.99 til 26.02.99 eru lögð fram athugasemdarbréf íbúa við Stigahlíð, dags. 20.02.99 og 25.02.99 og bréf íbúa við Stigahlíð 86-97, dags. 07.04.99 ásamt nýjum teikningum, dags. 06.05.99, bréfi umhverfisráðuneytis, dags. 27.04.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags, dags. 6.5.99, samþykkir nefndin erindið.

2. fundur 1999
Bústaðavegur 9, Veðurstofan, bráðabirgðahúsnæði
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 08.01.99, varðandi leyfi til að koma fyrir timburhúsi á einni hæð til bráðabirgða á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg, samkv. uppdr. Arkform, dags. í nóv. 1998. Einnig lagt fram bréf Arkform, dags. í des.´98. Ennfremur lagðir fram breyttir uppdr. Arkforms, mótt. 21. janúar 1999. ásamt erindi, dags. 25. jan.´99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 25.1.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Stigahlíð 86-94 (jafnar tölur) og 87-97 (oddatölur).
Nefndin miðar við að leyfið, ef veitt verður, verði til 5 ára.