Gufunes, lóð áburðarverksmiðjunar

Skjalnúmer : 5146

9. fundur 1999
Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um skipulag nýrrar lóðar við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.


1. fundur 1999
Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, skipulag
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um skipulag nýrrar lóðar við Áburðarverksmiðjuna og auglýsingu í því sambandi. Jafnframt var kynnt samþykkt Áburðarverksmiðjunnar hf frá 17. f.m. varðandi málið.


6. fundur 1999
Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, skipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf hafnarstjóra ásamt greinargerð, dags. 12.11.98, varðandi skipulagstillögu að lóð fyrir sementssíló og þjónustuhús í Gufunesi, samkv. uppdr. dags. 12.11.98. Einnig lagt fram afrit af samningi milli Reykjavíkurhafnar og Áburðarverksmiðjunnar, dags. 12.05.1952, br. 30.01.79 og bréf framkv.stj. Sorpu, dags. 13.11.98 og samantekt Borgarskipulags, dags. 03.12.98. Ennfremur lagt fram samþykki Áburðarverksmiðjunnar, dags. 21.12.98, ásamt bréfi framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar dags. 15.02.99.
Samþykkt

26. fundur 1998
Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, skipulag
Lagt fram bréf hafnarstjóra ásamt greinargerð, dags. 12.11.98, varðandi skipulagstillögu að lóð fyrir sementssíló og þjónustuhús í Gufunesi, samkv. uppdr. dags. 12.11.98. Einnig lagt fram afrit af samningi milli Reykjavíkurhafnar og Áburðarverksmiðjunnar, dags. 12.05.1952, br. 30.01.79 og bréf framkv.stj. Sorpu, dags. 13.11.98 og samantekt Borgarskipulags, dags. 03.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð, að auglýst verði breyting á aðalskipulagi sem felur í sér landfyllingu ásamt tillögu að deiliskipulagi að lóð fyrir sementssíló og þjónustuhús í Gufunesi. Ennfremur samþykkt að kynna málið fyrir Hverfisnefnd Grafarvogs.

5. fundur 1995
Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, lóð fyrir sinkverksmiðju
Kynntar hugmyndir um sinkverksmiðju á lóð Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi.

Vísað til umhverfismálaráðs.

20. fundur 1994
Gufunes, ný lóð við Áburðarverksmiðju, hitaveitulögn
Lagt fram og kynnt bréf Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen f.h. Áburðarverksmiðju ríkisins, dags. 7.9.94, þar sem óskað er eftir leyfi til lagningar hitaveitulagnar frá dælustöð H.R. við Víkurveg að vatnsinntaki verksmiðjunnar við Korpu. Einnig lögð fram greinargerð Áburðarverksmiðjunnar, dags. 8.9.94 og umsögn veiðimálastjóra, dags. 16.9.94.