Kjalarnes, Perluhvammur

Skjalnúmer : 10155

132. fundur 2003
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf Jörundar Gaukssonar lögfr. f.h. Jóns Jóhannssonar, dags. 17.06.03, með ósk um að veitt verði byggingarleyfi fyrir byggingu á lóðinni Perluhvammur án skilyrðis um að húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu, gerist þess þörf af skipulagsástæðum eftir árið 2024. Einnig lögð fram umsögn forst.m. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26. sept. 2003.
Synjað með vísan til umsagnar forst.m. lögfræði og stjórnsýslu dags. 26. september 2003.

124. fundur 2003
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf Jörundar Gaukssonar lögfr. f.h. Jóns Jóhannssonar, dags. 17.06.03, með ósk um að veitt verði byggingarleyfi fyrir byggingu á lóðinni Perluhvammur án skilyrðis um að húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu, gerist þess þörf af skipulagsástæðum eftir árið 2024.
Frestað.

23. fundur 2003
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf Jörundar Gaukssonar lögfr. f.h. Jóns Jóhannssonar, dags. 17.06.03, með ósk um að veitt verði byggingarleyfi fyrir byggingu á lóðinni Perluhvammur án skilyrðis um að húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu, gerist þess þörf af skipulagsástæðum eftir árið 2024.
Kynna formanni.

89. fundur 2002
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi, samkv. uppdr. Einars Þ. Ásgeirssonar, dags. 05.06.99. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 02.02.99 og bréf Jóns J. Jóhannssonar og Ingibjargar R. Þengilsdóttur, dags. 19.06.02.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Í ljósi forsögu málsins og fyrri samþykkta gerir nefndin ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. ákvæða til bráðabirgða í lögum nr. 73/1997, með eftirtöldum skilyrðum, sbr. framangreint lagaákvæði, sem þinglýsa skal sem kvöðum á fasteignina áður en byggingarleyfi verður gefið út:

1. Húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu, gerist þess þörf af skipulagsástæðum eftir árið 2024. Skal Reykjavíkurborg tilkynna eiganda hússins kröfu niðurrifs með árs fyrirvara. Verði húsið ekki fjarlægt innan árs frá beiðni þar um er Reykjavíkurborg heimilt að láta gera það á kostnað eiganda.
2. Reykjavíkurborg mun ekki annast eða bera kostnað af skólaakstri, sorphirðu, eða snjómokstri frá húsinu.
3. Umsækjandi skal bera kostnað við lagningu vatns, hita og rafmagns að lóð sinni frá stofnkerfum Reykavíkurborgar og fyrirtækja hennar en hefðbundin gjöld greiðast vegna lagna innan lóðar.


88. fundur 2002
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi, samkv. uppdr. Einars Þ. Ásgeirssonar, dags. 05.06.99. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 02.02.99 og bréf Jóns J. Jóhannssonar og Ingibjargar R. Þengilsdóttur, dags. 19.06.02.
Frestað.

70. fundur 2002
Í landi Fitjakots 125677, einbýlishús Perluhvammur
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft einbýlishús úr steinsteypu, gleri og að hluta með torfþaki á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi.
Stærð: 1. hæð 106,5 ferm., 2. hæð 107 ferm., 3. hæð 23 ferm., samtals 236,5 ferm., 708,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 17.713
Ljósrit úr fundargerð byggingarnefndar Kjalarnes dags. 25. nóvember 1992, bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 2. febrúar 1999 og bréf umsækjanda ódags. fylgja erindinu.
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. mars 2000 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 2. mars 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa vegna skipulags.


3496. fundur 2000
Í landi Fitjakots 125677, einbýlishús Perluhvammur
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft einbýlishús úr steinsteypu, gleri og að hluta með torfþaki á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi.
Stærð: 1. hæð 106,5 ferm., 2. hæð 107 ferm., 3. hæð 23 ferm., samtals 236,5 ferm., 708,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 17.713
Ljósrit úr fundargerð byggingarnefndar Kjalarnes dags. 25. nóvember 1992, bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 2. febrúar 1999 og bréf umsækjanda ódags. fylgja erindinu.
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. mars 2000 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 2. mars 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Skipulagsferli ólokið með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar.


7. fundur 2000
Í landi Fitjakots 125677, einbýlishús Perluhvammur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.10.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft einbýlishús úr steinsteypu, gleri og að hluta með torfþaki á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi, samkv. uppdr. Einars Þ. Ágústssonar, dags. 24.04.97, br. 05.06.99. Ljósrit úr fundargerð byggingarnefndar Kjalarnes dags. 25. nóvember 1992, bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 2. febrúar 1999 og bréf umsækjanda ódags. og dags. 25.02.00 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 2.3.00.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og felur Borgarskipulagi að gera skilmála fyrir lóðina.

3483. fundur 1999
Í landi Fitjakots 125677, einbýlishús Perluhvammur
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft einbýlishús úr steinsteypu, gleri og að hluta með torfþaki á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi.
Stærð: 1. hæð 106,5 ferm., 2. hæð 107 ferm., 3. hæð 23 ferm., samtals 236,5 ferm., 708,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 17.713
Ljósrit úr fundargerð byggingarnefndar Kjalarnes dags. 25. nóvember 1992, bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 2. febrúar 1999 og bréf umsækjanda ódags. fylgja erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.


22. fundur 2002
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi, samkv. uppdr. Einars Þ. Ásgeirssonar, dags. 05.06.99. Einnig lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 07.12.99.
Frestað. Kynna fyrir formanni.

3475. fundur 1999
Í landi Fitjakots 125677, einbýlishús Perluhvammur
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft einbýlishús úr steinsteypu, gleri og að hluta með torfþaki á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi.
Stærð: 1. hæð 106,5 ferm., 2. hæð 107 ferm., 3. hæð 42,5 ferm., samtals 256 ferm., 749 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 18.725
Ljósrit úr fundargerð byggingarnefndar Kjalarnes dags. 25. nóvember 1992 og bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 2. febrúar 1999 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísaði til skipulags- og umferðarnefndar til umfjöllunar.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


27. fundur 1998
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 09.09.98, varðandi byggingu íbúðarhúss í Perluhvammi í Álfsnesi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.12.98.
Nefndin synjar erindinu með vísan til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 9.9.98 með 3 samhlj. atkv. (Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá)

26. fundur 1998
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 09.09.98, varðandi byggingu íbúðarhúss í Perluhvammi í Álfsnesi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.12.98.
Frestað