Laufrimi 10-14

Skjalnúmer : 10114

11. fundur 1996
Laufrimi 10-14, uppbygging lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.4.96 á bókun skipulagsnefndar frá 29.4.96 um uppbyggingu lóðar að Laufrima 10-14.



9. fundur 1996
Laufrimi 10-14, uppbygging lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 20.3.96 um afmörkun lóðar við Laufrima 10-14 fyrir Mótáss ehf. Einnig bréf Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 17.4.96, varðandi uppbyggingu lóðarinnar 10-14 við Laufrima, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 9.4.96. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags um lóð fyrir hjúkrunarheimili vestast á Spönginni.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur og leggur jafnframt til við borgarráð að óskað verði eftir breytingu á landnotkun samkvæmt 19. gr. skipulagslaga annarsvegar á lóð nr. 10-14 við Laufrima úr stofnanasvæði í íbúðarsvæði og hinsvegar vestast á Spönginni úr verslunar- og þjónustusvæði í stofnanasvæði.