Sjómannaskólareitur

Skjalnúmer : 10057

19. fundur 1996
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram bréf Ormars Þórs Guðmundssonar ásamt tillögu að breytingu á fyrirkomulagi nemendaíbúða, leikskóla og fjölda bílastæða við Háteigsveg, dags. 6.9.96.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á byggingarreit fyrir tveggja hæða nemendaíbúðahús og leikskóla á lóð Sjómannaskólans að Flókagötu sbr. teikningar, dags. 6.9.1996. Einnig er samþykktur fyrsti áfangi til framkvæmda í samræmi við áfangakort, dags. 6.9.1996. Fyrirvari er gerður um að íbúðabyggð á lóðum skólanna verði þinglýst sem nemendaíbúðir."

13. fundur 1999
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við Kennaraháskólann og Sjómannaskólann.


12. fundur 1999
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Björns H. Jóhannssonar arkitekts, dags. 07.04.99, varðandi breytingar á lóð fyrir nemendaíbúðir og leikskóla, samkv. uppdr. sama, dags. 29.03.99, síðast br. 05.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lóðarstækkun fyrir leikskóla og umbeðna lóðarafmörkun en fellst ekki á erindið að öðru leyti, þ.e. fjölgun íbúða og bílastæða sbr. umsögn Borgarskipulags.

20. fundur 1996
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um afgreiðslu borgarráðs 10.9.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.7.96 um skipulag lóðar Kennaraháskólans og Sjómannaskólans og bókun skipulagsnefndar frá 9.9.96 um frávik frá fyrri samþykkt og áfangaskiptingu framkvæmda. Borgarráð staðfesti tillögur skipulagsnefndar með fyrirvara um byggingarmagn síðari áfanga. Tekið skal fram að ekki er tekin afstaða til innra skipulags á lóð Óháða safnaðarins.


15. fundur 1996
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag
Lagðar fram breyttar tillögur Ormars Þórs Guðmundssonar að skipulagi lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 4.7.96.
Gögn send nefndarmönnum.

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna samhljóða og tekur jafnframt undir með umferðarnefnd um mikilvægi þess að svæðið við Kennaraháskólann og Sjómannaskólann verði gert að "30 km svæði".

14. fundur 1996
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag
Lögð fram fundargerð frá 13. júní 1996 með íbúum í Hlíðunum vegna skipulags lóða Kenaraháskólans og Sjómannaskólans. Einnig lagðar fram breyttar tillögur Ormars Þórs Guðmundssonar að skipulagi lóðarinnar.

Frestað.

4. fundur 1996
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagðar fram athugasemdir sem komið hafa vegna kynningar á skipulagi og uppbyggingu lóða Kennaraháskólans og Sjómannaskólans.

Vísað til umsagnar og meðferðar Borgarskipulags.

28. fundur 1995
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram að nýju bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. nefndar til umfjöllunar um skipulag og nýtingu lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 21.07.95, ásamt líkani og uppdr.,dags. 24.11.95. Einnig lagðar fram umsagnir umferðarnefndar dags. 12.10.95, umhverfismálaráðs dags. 6.9.95, borgarminjavarðar dags. 4.9.95, bréf SVR, dags. 21.09.1995, bréf skólamálaráðs, dags. 4.12.95 og athugun Landslagsarkitekta á mögulegri nýtingu lóðar Æfingadeildar KHÍ, dags. 1.12.95.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um frágang og mörk lóða Óháða safnaðarins og Kennaraháskóla Íslands, m.a. með tilliti til umferðarréttar og bílastæða. Ennfremur er fyrirvari um nálægð byggingarreits við lóð Æfingadeildar K.H.Í.

24. fundur 1995
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram að nýju bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. nefndar til umfjöllunar um skipulag og nýtingu lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 21.07.95, ásamt líkani og uppdr., dags. 28.08.95. Einnig lagðar fram umsagnir umferðarnefndar dags. 12.10.95, umhverfismálaráðs dags. 6.9.95, borgarminjavarðar dags. 4.9.95 og bréf SVR, dags. 21.09.1995.


19. fundur 1995
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram að nýju bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. nefndar til umfjöllunar um skipulag og nýtingu lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 21.07.95. Einnig lagt fram líkan og uppdr., dags. 28.08.95.

Ormar Þór Guðmundsson kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögunni.
Frestað. Vísað til umsagnar umferðarnefndar, umhverfismálaráðs, skólamálaráðs og borgarminjavarðar.


7">17. fundur 1995
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. nefndar til umfjöllunar skipulagi og nýtingu lóða Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólans, dags. 21.7.95 ásamt teikningu, dags. 24.7.95. Einnig lagt fram skipunarbréf menntamálaráðherra til nefndarmanna, dags. 23.2.95.
Ormar Þór Guðmundsson kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu og kynnti tillögu að deiliskipulagi lóða Sjómannaskólans og Kennaraháskóla Íslands, dags. 24.7.95.
Frestað.