Rafstöðvarvegur

Skjalnúmer : 10024

1. fundur 1996
Rafstöðvarvegur, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.12.95 á bókun skipulagsnefndar frá 11.12.95 um afmörkun lóða við Rafstöðvarveg. Borgarráð samþykkti afmörkun lóðar fyrir Árhvamm. Jafnframt var samþykkt að í tengslum við gerð leigusamnings um lóð Árhvamms verði aflað forkaupsréttar að eigninni.


28. fundur 1995
Rafstöðvarvegur, lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða við Rafstöðvarveg, dags. 11.12.95, ásamt skilmálum.

Skipulagsnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum afmörkun lóða nr. 2, 3 og 6 við Rafstöðvarveg (Guðrún Zoega og Gunnar J Birgisson sátu hjá).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn frekari íbúðabyggð í hjarta Elliðaárdalsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið þeirri skoðun á lofti að frekar eigi að draga úr íbúðabyggð í Elliðaárdalnum í stað þess að styrkja hana. Það er skylda borgarstjórnar að halda þannig á málum að Elliðaárdalurinn sé útivistarsvæði allra Reykvíkinga og skipulagstillögur eiga að miða að því. Þess vegna er fagnaðarefni að fallið hefur verið frá fyrri skipulagstillögum sem kynntar voru fyrr á árinu og miðuðu að því að styrkja íbúðabyggð á svæðinu. Hins vegar er ljóst að með tillögum þessum er verið að leggja grunninn að því að meirihluti borgarstjórnar geti selt einkaaðilum hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins hafa lagst gegn slíkum tillögum sem bera vott um ótrúlega skammsýni og bent á að umræddar fasteignir eigi að nýta með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi."
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað: "Sú tillaga sem hér er samþykkt eykur ekki við íbúðabyggð í Rafstöðvarhverfinu. Sala íbúðarhúsa R.R. til einkaaðila er ákvörðun sem tekin hefur verið annars staðar en hér í skipulagsnefnd." Afmörkun lóðar fyrir Árhvamm var samþykkt samhljóða. Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að eigendum Árhvamms verði heimilað að taka land "í fóstur" samkvæmt tillögunni. Ennfremur að aflað verði forkaupsréttar borgarsjóðs að Árhvammi.


13. fundur 1995
Rafstöðvarvegur, drög að deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða við Rafstöðvarveg, dags. 11.12.95, ásamt skilmálum.

Skipulagsnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum afmörkun lóða nr. 2, 3 og 6 við Rafstöðvarveg (Guðrún Zoega og Gunnar J. Birgisson sátu hjá).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn frekari íbúðabyggð í hjarta Elliðaárdalsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið þeirri skoðun á lofti að frekar eigi að draga úr íbúðabyggð í Elliðaárdalnum í stað þess að styrkja hana. Það er skylda borgarstjórnar að halda þannig á málum að Elliðaárdalurinn sé útivistarsvæði allra Reykvíking og skipulagstillögur eiga að miða að því. Þess vegna er fagnaðarefn að fallið hefur verið frá fyrri skipulagstillögum sem kynntar voru fyrr á árinu og miðuðu að því að styrkja íbúðabyggð á svæðinu. Hins vegar er ljóst að með tillögum þessum er verið að leggja grunninn að því að meirihluti borgarstjórnar geti selt einkaaðilum hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst gegn slíkum tillögum sem bera vott um ótrúlega skammsýni og bent á að umræddar fasteignir eigi að nýta með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi."
Fulltrúar