Austurstræti 8-10, Álfheimar 8-24, Ármúli 9, Bergstaðastræti 46, Birkimelur 3, Borgartún 35-37, B-Tröð 3, Dugguvogur 2, Eggertsgata 6-10, Fiskislóð 10, Fjallkonuvegur 1, Flugvöllur 106748, Flúðasel 60-76, Friggjarbrunnur 53, Grettisgata 62, Haðaland 10-16, Háteigsvegur 2, Hrannarstígur 3, Hringbraut 121, Hverafold 1-5, Hverfisgata 113-115, Höfðabakki 9, Klambratún, Klettagarðar 15, Klettháls 13, Korngarðar 1, Kringlan 4-12, Kringlan 4-12, Langagerði 20, Laugavegur 56, Laugavegur 60, Laugavegur 7, Malarhöfði 2-2A, Mávahlíð 20, Miðtún 56, Mýrargata 2-8, Rauðarárstígur 23, Seljabraut 72-74, Skólavörðustígur 8, Sogavegur 3, Sogavegur 3, Sörlaskjól 80, Templarasund 3, Tryggvagata 4-6, Úlfarsbraut 30-32, Úlfarsbraut 30-32, Úthlíð 14, Vatnagarðar 12, Vesturgata 4, Víðimelur 38, Þingholtsstræti 29A, Þönglabakki 4, Ægisgarður J, Hléskógar 16, Rauðarárstígur 23, Austurgerði 1, Borgargerði 6, Frakkastígur 23, Hrísateigur 3, Laugavegur 178, Njálsgata 18, Skólavörðustígur 21A, Stuðlasel 7, Vesturgata 2, Víðimelur 35,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

806. fundur 2014

Árið 2014, þriðjudaginn 9. desember kl. 10:23 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 806. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi 2. hæð austur Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 48613 (01.14.040.4)
700498-2049 Reitir III ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
1.
Austurstræti 8-10, Breyting inni - 0102 og 0103
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í rými 0102 og minnka veitingastað í rými 0103 samsvarandi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47569 (01.43.030.1)
280754-7149 Grétar A Halldórsson
Lindargata 37 101 Reykjavík
2.
Álfheimar 8-24, 24 - Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, þar sem gerð er grein fyrir ósamþykktri íbúð í kjallara í raðhúsi nr. 24 á lóð nr. 8-24 við Álfheima.
Erindi fylgir: Bréf umsækjanda dags. 2 desember 2014, virðingargjörð dags. 20. janúar 1961, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 29. júní 1984, kaupsamningur dags. 26. september 1984 og annar dags. 16. febrúar 1988 og þinglýst afsöl dags. 12. september 1985, 16. febrúar 1988 og 30. apríl 1989.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Umsækjandi skal óska eftir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa.
.


Umsókn nr. 48557 (01.26.300.1)
500210-0440 Hótel Ísland ehf.
Holtsbúð 87 210 Garðabær
3.
57">Ármúli 9, Breytingar - BN047780
Sótt er um leyfi til breyta áður samþykktu erindi BN047780, útliti svala og glugga er breytt, einnig þakkanti og innra skipulagi á öllum hæðum og byggður stoðveggur út frá húsi á lóð nr. 9 við Ármúla.
Hætt er við erindi BN048073 sem er í fresti.
Stækkun: 16,0 ferm., 41,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vantar skráningatöflu.


Umsókn nr. 48609 (01.18.520.5)
290353-4409 Edda Sigfríð Jónasdóttir
Eskihlíð 6 105 Reykjavík
170565-5849 Maríus Þór Jónasson
Faxaskjól 22 107 Reykjavík
4.
Bergstaðastræti 46, Breytingar innanhúss
Sótt er um leyfi til að innrétta baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48583 (01.55.010.2)
530208-1410 Blómatorgið ehf
Hringbraut 33 107 Reykjavík
071250-2539 Sigurður Þórir Sigurðsson
Stakkhamrar 19 112 Reykjavík
5.
Birkimelur 3, Breyting - Klæðning/sorpgeymsla (BN048489)
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN048489 samþ. 25. nóvember 2014, sem felast í að sorpgeymsla er færð og utanhússklæðning verður úr báruðu alúsinki á blómaverslun á lóð nr. 3 við Birkimel.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48607 (01.21.910.2)
420269-0649 Landssamband ísl útvegsmanna
Borgartúni 35 105 Reykjavík
6.
Borgartún 35-37, 35 - Breyting - 6.hæð
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og breyta matsal og eldhúsi í opið skrifstofurými á 6. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 35 við Borgartún.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48520 (04.76.530.3)
090273-3459 Mikael Tal Grétarsson
Smárarimi 1 112 Reykjavík
7.
B-Tröð 3, Skipta upp eign
Sótt er um leyfi til að skipta eign úr einni eign í fimm eignir í hesthúsinu á lóð nr. 3 við B-tröð.
Bréf frá stofnaðilum óstofnaðs húsfélags dags. 30. september 2013. Samþykki meðeigenda dags. 28. nóvember 2014 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 48540 (01.45.200.1)
550512-1140 Vogabyggð ehf.
Austurstræti 11 101 Reykjavík
8.
Dugguvogur 2, Bogfimiæfingasalur - 2.hæð
Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20 18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48582 (00.00.000.0)
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta
Háskólatorgi Sæmundar 101 Reykjavík
9.
Eggertsgata 6-10, Breyting 0111, 0112 - vagnageymsla o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0111 úr íbúð í skrifstofu og opna yfir í rými 0112 og til að byggja óupphitaða vagnageymslu úr timbri á suðausturhorni lóðar nr. 6-10 við Eggertsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu.
Stærð mhl. 02: 27,1 ferm. 66,1 rúmm
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48638 (01.11.523.0)
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
10.
Fiskislóð 10, takmarkað byggingarleyfi
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi að Fiskislóð 10 til að fjarlægja steyptan stiga á milli hæða og uppsteypu á plötu í stigagat, sbr. BN048522 sem samþykkt var 02. desember 2014.

Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu í samráði við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48602 (02.85.530.1)
500269-3249 Olíuverzlun Íslands hf.
Katrínartúni 2 105 Reykjavík
11.
Fjallkonuvegur 1, Eldsneytisgeymar - gasgeymslur
Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytisgeyma, mhl. 08, 6.000 l. litað dísel, mhl. 07, 20.000 l. dísel, báðir í sömu steyptu þrónni, fjarlægja þrjá tanka undir þurrkstæðum og tveim nýjum 30.000 l. bensíntönkum komið fyrir, mhl. 05 og 06 og koma fyrir gasgeymslu, 8.3 ferm. og 8.3 rúmm. á eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg.
Stærðir, tankar fjarlægðir xx rúmm. Nýir tankar xx rúmm. gasgeymsla xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48630 (01.66.--9.9)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
12.
Flugvöllur 106748, takmarkað byggingarleyfi
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöður, botnplötu og lögnum í grunn sbr. BN047738 á lóð að Flugvöllur 106748 þar sem samþykkt var leyfi til að byggja 4. hæða viðbyggingu með neðstu tvær hæðirnar byggðar í beinu framhaldi af núverandi flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.
Stækkun: 2.602,5 ferm. 9.495,2 rúmm.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48293 (04.97.140.1)
480486-1889 Flúðasel 72,húsfélag
Flúðaseli 72 109 Reykjavík
190273-3859 Eygló Guðmundsdóttir
Flúðasel 72 109 Reykjavík
13.
Flúðasel 60-76, 72 - Stækka kjallaraíbúð
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými til að stækka kjallaraíbúð 0001 í húsinu nr. 72 á lóð nr. 60 til 76 við Flúðasel.
Samþykki meðlóðarhafa nr. 70 og nr. 72 dags. 1. okt. 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 2. október 2014.
Stækkun vegna notkunar á óútgröfnu rými: 22,8 ferm., 61,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 48621 (02.69.310.3)
670513-0170 RED ehf.
Suðurlandsbraut 46 108 Reykjavík
14.
Friggjarbrunnur 53, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús, 61 íbúð og bílakjallara fyrir 55 bíla á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.
Stærð: 8.235 ferm., 27.470 rúmm.
B-rými 92,8 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47586 (01.19.011.6)
600613-0490 RFL ehf.
Ármúla 7 108 Reykjavík
15.
Grettisgata 62, Viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og við og innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.
Erindi fylgir greinargerð vegna bílastæða hreyfihamlaðra dags. 4. desember 2014.
Niðurrif fastanr. 200-8007 mhl. 01 0101 merkt íbúð 49,8 ferm.
Stækkun: 363,3 ferm., 1.011,8 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48511 (01.86.440.1)
071162-7969 Ólöf Finnsdóttir
Haðaland 16 108 Reykjavík
16.
Haðaland 10-16, 16 - Rífa bílageymslu og byggja nýja
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr, mhl. 07, og byggja nýja bílgeymslu og íbúðarherbergi áfast einbýlishúsi nr. 16 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.
Erindi fylgir fsp. BN048004 sem var svarað jákvætt 29. júlí 2014.
Niðurrif mhl. 07: 31,6 ferm., 82,2 rúmm.
Stækkun mhl. 04: 79,9 ferm., 176,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46492 (01.24.442.0)
600701-2150 Thailenska eldhúsið ehf.
Tryggvagötu 14 101 Reykjavík
17.
Háteigsvegur 2, Breyting kjallara
Sótt er um leyfi til þess að færa til og stækka salerni í kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Háteigsveg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 10. júní 2012.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48196 (01.13.730.5)
200468-4659 Jón Örn Guðmundsson
Njálsgata 49 101 Reykjavík
18.
Hrannarstígur 3, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem kemur fram lækkun á hluta af lóð, anddyri og þvottahús í kjallara verður hluti íbúðar 0001 þannig að eigendur íbúða 0101 og 0201 hafa umgengnisrétt um anddyri og þvottahús vegna inntaka og sótt er um leyfi fyrir hurð út úr íbúð 0001 á vesturhlið húss á lóð nr. 3 við Hrannarstíg.
Yfirlýsing vegna samþykktra framkvæmda dags. 1. júní 2014.
Umboð sem veitir Sævari Stefánssyni leyfi til að skrifa undir fyrir Valtý Sævarsson og samþykki meðeiganda á teikningu.
Bréf frá eiganda þar sem hann óskar eftir undanþágu frá því að þurfa að færa inntök og mæla dags. 27. nóvember 2014 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um aðgengis meðeigenda að inntaksrými fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 48003 (01.52.020.2)
520614-0600 JL Holding ehf.
Laugavegi 7 101 Reykjavík
19.
Hringbraut 121, 4.- 5. hæð - Gistiheimili
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í 51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.
Samþykki meðeigenda dags. 17. júlí 2014, kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014, bréf frá hönnuði dags. 27. október 2014 og annað dags. 12. nóvember 2014 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 48614 (02.87.420.1)
481105-0800 Markmál ehf
Pósthólf 12066 132 Reykjavík
20.
Hverafold 1-5, Fjölgun eigna 3. hæð
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir rými 0301, sem verða þá 0301 og 0308 í atvinnuhúsi á lóð nr. 1-5 við Hverafold.
Erindi fylgir fundargerð hússtjórnar dags. 2. desember 2014 og samþykki allra meðeigenda dags. 3. desember 2014.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48598 (01.22.200.1)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Borgartúni 7 150 Reykjavík
21.
Hverfisgata 113-115, Breyting 2.hæð lágbyggingar o.fl.
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta aðra hæð lágbyggingar, koma fyrir loftræsisamstæðu í kjallara, loftinntaki á þaki og útblæstri í kjallaraglugga, fækka fangaklefum og skapa aðstöðu fyrir tölvurannsóknardeild í lögreglustöðinni á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 27. nóvember 2014.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48558 (04.07.500.1)
670492-2069 Reitir II ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
22.
Höfðabakki 9, Breyting - BN048268
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048268, hætt er við stækkun á mhl. 02 og gasgeymsla er færð til á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48587
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
23.
Klambratún, Segl - v/sýningar
Sótt er um leyfi til að setja upp segl á grind við Miklubraut til að kynna viðburði næsta árs, 2015, á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Erindi fylgir tölvupóstur dags. 5. desember 2014.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt tímabundið til 7. júní 2015. Að þeim tíma liðnum verði skiltastandur fjarlægður.


Umsókn nr. 48294 (01.32.500.1)
421104-3520 Eimskip Ísland ehf.
Korngörðum 2 104 Reykjavík
24.
Klettagarðar 15, Viðbygging + skyggni
Sótt er um leyfi til að byggja þar sem áður var skyggni viðbyggingu við suðurhlið koma fyrir skyggni við norðurhlið og fella niður anddyri inn í grófvörugeymslu og stiga við hliðina á anddyri sem ekki hafa verið framkvæmdir í húsinu á lóð nr. 15 við Klettagarða.
Stækkun A rýmis er: 460,3 ferm., 2122,2 rúmm.
Stækkun B rýmis : 304,2 ferm., 1.360,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa skal nýrri lóðarskiptayfirlýsingu eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 48617 (04.34.670.1)
641097-3229 Fönn - Þvottaþjónustan ehf
Skeifunni 11 108 Reykjavík
25.
Klettháls 13, Breyting inni - milliloft fjarlægt
Sótt er um leyfi til að innrétta fyrir bílasölu og fjarlægja hringlaga milliloft í austurenda atvinnuhúss á lóð nr. 13 við Klettháls.
Stærðir, minnkun í skráningu: 219,8 ferm., 37,1 rúmm.
Gjald kr 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48608 (01.32.310.1)
670203-2120 Hagar hf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
26.
Korngarðar 1, Breyting - á erindi BN048020
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048020, leiðrétt byggingarlýsing, dreifistöð OR færð innar og minni háttar breytingar á innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 1 við Korngarða.
Minnkun í A : 1,5 ferm. Stækkun í A rúmm 19,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48620 (01.72.100.1)
690310-0900 Reitir VII ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
27.
Kringlan 4-12, S354-2 - Breyting BN048470
Sótt er um samþykki á breytingum af nýsamþykktu erindi, BN048470, sem felast í tilfærslu á innréttingum í einingu S-354-2 á 3. hæð í verslanamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna dags. 2. desember 2014.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48619 (01.72.100.1)
510907-0940 Reitir I ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
28.
Kringlan 4-12, S277 - Breyting - Deres
Sótt er um leyfi til breytinga sem felast í tilfærslu á innveggjum og mátunarklefum í rými S-277 á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48250 (01.83.201.0)
150666-4149 Hrönn Hilmarsdóttir
Langagerði 20 108 Reykjavík
29.
Langagerði 20, Viðbygging/sólskáli
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til og með 7. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvember 2014 og samþykki eigenda Langagerðis 18 dags. 14 september 2014 fylgja erindi.
Stækkun: 5,18 ferm., 13,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Lagfæra skráningu.


Umsókn nr. 48616 (01.17.311.2)
611112-1140 Djús ehf.
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
480102-2580 L56 ehf.
Lækjartorgi 5 101 Reykjavík
30.
Laugavegur 56, Veitingastaður fl.2 og verslun
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús fyrir 40 gesti í flokki II og verslun með asískar matvörur á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48599 (01.17.311.5)
061274-3919 Rósa Björk Hauksdóttir
Langholtsvegur 10 104 Reykjavík
31.
Laugavegur 60, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir fjölgun íbúðarherbergja á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 60 við Laugarveg.
Gjald kr. 9.500

Synjað.
Íbúð á 2. hæð uppfyllir ekki lengur skilyrði byggingarreglugerðar um íbúðir.


Umsókn nr. 48603 (01.17.101.2)
431090-1479 J. Brynjólfsson ehf.
Laugavegi 7 101 Reykjavík
32.
Laugavegur 7, 4.hæð - Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0401 og 0402 í rými 0401 í húsinu á lóð nr. 7 Laugaveg.
Samþykki meðeigenda dags. 24. nóvember 2014 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48604 (04.05.570.1)
491008-0160 Íslandsbanki hf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
33.
Malarhöfði 2-2A, Breyting kaffistofu og snyrtingu - í sameign sumra.
Sótt er um leyfi til að breyta kaffistofu og snyrtingum í rými 0203 og til að breyta eignarhaldi í húsinu á lóð nr. 2 við Malarhöfða.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48192 (01.70.221.0)
080175-4269 Stefán Logi Sigurþórsson
Mávahlíð 20 105 Reykjavík
090876-5629 Margrét Vala Gylfadóttir
Mávahlíð 20 105 Reykjavík
34.
Mávahlíð 20, Þak/þakíbúð
Sótt er um leyfi til að hækka þakhæð, koma fyrir kvistum, þaksvölum og breyta ósamþykktri íbúð í risi í samþykkta íbúð í húsi á lóð nr. 20 við Mávahlíð.
Sbr. erindi sem samþykkt var 13. ágúst 1981.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til og með 7. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 2,8 ferm., 30,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48618 (01.23.501.0)
080476-3619 Jón Gunnar Sæmundsen
Sóltún 10 105 Reykjavík
081054-5179 Björg Jónsdóttir
Hlunnavogur 7 104 Reykjavík
35.
Miðtún 56, Gluggi - rennihurð / ásamt áður gerðu
Sótt er um leyfi til að stækka glugga og setja rennihurð út á verönd ásamt samþykki á áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 56 við Miðtún.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48502 (01.11.640.1)
701204-4920 Slippurinn, fasteignafélag ehf.
Stórhöfða 25 110 Reykjavík
36.
Mýrargata 2-8, Breytingar - 1.hæð og kjallara
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sjá erindi BN047649, sem felast í að starfsmannaaðstaða er flutt yfir í nr. 12 við Mýrargötu, byggðar eru nýjar tröppur og komið er fyrir undirbúningseldhúsi í kjallara, á 1. hæð er ný hurð sett á stigahús, móttaka færð og komið er fyrir tækifærisbar í hóteli á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 48554 (01.24.020.3)
630614-0820 L120 ehf.
Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur
37.
">Rauðarárstígur 23, Innrétta hótel
Sótt er um leyfi til að innrétta hótel með 43 herbergjum fyrir 110 gesti og 10 starfsmenn í sex hæða hluta Laugavegs 120 á lóð nr. 23 við Rauðarárstíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18. nóvember 2014, brunahönnunarskýrsla dags. 18. nóvember 2014, minnisblað burðarvirkishönnuðar og greinargerð vegna hljóðvistar dags. 17. nóvember 2014 fylgja erindi.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.




Umsókn nr. 48508 (04.97.070.1)
091257-5999 Jóhann Hreggviðsson
Seljabraut 72 109 Reykjavík
38.
Seljabraut 72-74, 72 - Svalaskýli
Sótt er um leyfi til að setja upp svalaskýli úr hertu gleri og álkerfi á brautum á svalir íbúðar 0102 í fjölbýlishúsinu nr. 72 á lóð nr. 72-74 við Seljabraut.
Samþykki meðeigenda dags. 22. október 2014 fylgir erindi.
Stækkun: 12,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48439 (01.17.120.6)
070574-3499 Sigurður Jónas Eysteinsson
Bergstaðastræti 19 101 Reykjavík
020476-5839 Kristján Jörgen Hannesson
Bergstaðastræti 19 101 Reykjavík
540478-1719 Kornelíus ehf
Bankastræti 6 101 Reykjavík
39.
Skólavörðustígur 8, Breyting inni - stigi o.fl.
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og tengja saman milli hæða veitingastað í flokki I tegund c fyrir 30 gesti í verslunarbili 0105 merkt E í verslunarhúsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 48615 (01.81.0-9.8)
440110-0100 Fiskikóngurinn ehf
Sogavegi 3 108 Reykjavík
40.
Sogavegur 3, Reyndarteikning - hurðargat, plan merkt
Sótt er um leyfi til að stækka hurðargat milli verslunar og vinnslusalar og gerð grein fyrir áður gerðri breytingu á fyrirkomulagi lóðar nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48624 (01.81.0-9.8)
440110-0100 Fiskikóngurinn ehf
Sogavegi 3 108 Reykjavík
41.
Sogavegur 3, Stöðuleyfi fyrir frystigám
Sótt er um leyfi til að staðsetja frystigám í porti á vesturhluta lóðar nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt til eins árs, enda verði frystigámur fjarlægður að þeim tíma liðnum.


Umsókn nr. 48606 (01.53.101.8)
160370-3279 Páll Óskar Hjálmtýsson
Sörlaskjól 80 107 Reykjavík
060563-7219 Ingibjörg Þóra Garðarsdóttir
Sörlaskjól 80 107 Reykjavík
42.
Sörlaskjól 80, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044662 þannig að hætt er við að færa eldhús úr kjallara, breyta baðherbergi 2. hæðar og baðherbergi í kjallara hússins á lóð nr. 80 við Sörlaskjól.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48553 (01.14.121.0)
570209-0940 Þórsgarður hf.
Kirkjutorgi 6 101 Reykjavík
43.
Templarasund 3, Breyta eldhúsi - 1.hæð
Sótt er um leyfi til að breyta eldhúsi í undirbúningseldhús í veitingahúsi flokki III á fyrstu hæð rými 0101 sem snýr út að Kirkjutorgi á lóð nr 3 við Templarasund.
Bréf frá hönnuði dags.3. og 26.nóvember 2014 , bréf frá rekstraraðila dags. 27. nóvember 2014 fylgja erindi.
Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 48570 (01.13.201.1)
561286-1599 Tryggvagata 4-6,húsfélag
Pósthólf 8940 128 Reykjavík
44.
Tryggvagata 4-6, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 39 íbúðum sem eru ??? í húsinu á lóð nr. 4-6 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48590 (02.69.840.6)
041278-4209 Sigurbirna Hafliðadóttir
Úlfarsbraut 32 113 Reykjavík
080780-4279 Óskar Þór Sævarsson
Úlfarsbraut 32 113 Reykjavík
45.
Úlfarsbraut 30-32, 32 - Aðskilið byggingarleyfi
Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 32, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 32 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.
Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.
Stækkun: 43,0 ferm., 214,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48528 (02.69.840.6)
691282-0829 Frjálsi hf.
Laugavegi 182 105 Reykjavík
171080-5179 Harpa Björt Barkardóttir
Kristnibraut 27 113 Reykjavík
46.
Úlfarsbraut 30-32, 30 - Aðskilið byggingarleyfi, stækkun á húsi
Sótt er um leyfi fyrir aðskilið byggingaleyfi fyrir hús nr. 30, einnig er gerð grein fyrir stækkun húss og áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi í parhúsi nr. 30 á lóð nr. 30 - 32 við Úlfarsbraut.
Bréf frá eiganda dags. 23. september 2014 fylgir erindi.
Stækkun: 43,0 ferm. , 214,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48611 (01.27.020.7)
061151-4199 Ágúst Ólafur Georgsson
Úthlíð 14 105 Reykjavík
270452-3619 Valgerður Sigurðardóttir
Úthlíð 14 105 Reykjavík
47.
Úthlíð 14, Niðurrif og endurbygging bílskúrs
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr, mhl. 03, og endurbyggja hann í sömu mynd við húsið á lóð nr. 14 við Úthlíð.
Stærðir fyrir niðurrif xx ferm., xx rúmm.
og nýjan skúr. xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48376 (01.33.780.2)
520970-0379 Mótorverk ehf
Geitlandi 10 108 Reykjavík
48.
Vatnagarðar 12, Skipta eign í tvennt
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir atvinnuhúsi á lóð nr. 12 við Vatnagarða.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48524 (01.13.210.7)
641109-1420 Landey ehf.
Grófinni 1 101 Reykjavík
621210-0250 Potter ehf.
Hafnargötu 27a 230 Keflavík
49.
Vesturgata 4, Grófin 1 - Breyting inni 1.hæð, mhl 02
Sótt er um leyfi til að sameina skrifstofurými kjallara og 1. hæðar, opnað verður dyraop í burðarvegg og fjarlægður hlaðinn veggur í kjallara í húsinu Grófin 1 á lóð nr. 4 við Vesturgötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. október 2014 og bréf frá hönnuði dags. 25. nóvember 2014 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu fasteigna ásamt nýjum lóðarskiptasamningi eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 48632 (01.54.002.4)
280566-3309 Margrét Sif Hafsteinsdóttir
Víðimelur 38 107 Reykjavík
050973-5579 Júlíus Viðar Axelsson
Víðimelur 38 107 Reykjavík
50.
Víðimelur 38, Reyndarteikningar - kjallari
Sótt er um samþykki á breyttu fyrirkomulagi og nýjum rýmisnúmerum í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 38 við Víðimel.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.


Umsókn nr. 48605 (01.18.360.5)
460710-0810 Aztiq Pharma ehf.
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
51.
Þingholtsstræti 29A, Lækka gólfhæð, reykháfur, listihús o.fl.
Sótt er um leyfi til að gera minniháttar breytingar, svo sem að endurbyggja garðhús, byggja nýjan arinn og reykháf, lækka gólfkóta eldri hluta og samsvarandi síkkun glugga þar á erindi BN039087, sem samþykkt var sem takmarkað byggingarleyfi 21. október 2011, sjá einnig bréf byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst og 14. september 2011 varðandi endurbætur og nýbyggingar við húsið Esjuberg á lóð nr. 29A við Þingholtsstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. desember 2014.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48516 (04.60.310.3)
500501-3160 Strætó bs
Pósthólf 9140 129 Reykjavík
52.
Þönglabakki 4, Breyting - 2. hæð
Sótt er um leyfi til að breyta 2. hæð mhl. 01 þannig að ?? í húsi á lóð nr. 4 við Þönglabakka.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 48610
440310-0790 Reykjavík Bike Tours ehf.
Hringbraut 105 107 Reykjavík
53.
Ægisgarður J, Reyndarteikning
Sótt er um samþykki á breyttri bráðabirgðaaðstöðu sem samþykkt var 8. maí 2012 og felast í að veggir eru málaðir, en ekki heilklæddir og ekki var byggður skjólgarður við aðstöðu Reykjavik Bike Tours á reit J við Ægisgarð.
Meðfylgjandi er samþykki Faxaflóahafna dags. 8. desember 2014.
Gjald kr. 9.500

Synjað.
Leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu sem samþykkt var 8. maí 2012 er runnið út.


Umsókn nr. 48629 (04.94.140.6)
54.
Hléskógar 16, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2014 þar sem gerð er tillaga um beitingu dagsekta vegna breytinga á húsinu nr. 16 við Hléskóga.

Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 48593 (01.24.020.3)
630614-0820 L120 ehf.
Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur
55.
Rauðarárstígur 23, Breytt lóðarheiti
Lóðarhafar lóðarinnar Rauðarárstígur 23, landnúmer 102986, óska hér með eftir að heimild í deiliskipulagi til að nota lóðarheitið Laugavegur 120 verði nýtt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Umsókn nr. 48592 (01.83.730.1)
101064-2209 Van Nhang Nguyen
Bústaðavegur 89 108 Reykjavík
56.
Austurgerði 1, (fsp) - Breyta þvottahúsi
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir nýjum glugga á suðurhlið þvottahúss í kjallara og breyta því í svefnherbergi í húsinu á lóð nr. 1 við Austurgerði
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 48521 (01.82.020.7)
030672-3059 Eiður Örn Ingvarsson
Borgargerði 6 108 Reykjavík
57.
Borgargerði 6, (fsp) - Ofanábygging
Spurt er hvort byggja megi fulla hæð í stað rishæðar sem samþykkt var 1984 í staða upprunalegs þakrýmis á húsi á lóð nr. 6 við Borgargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 3. desember 2014.

Jákvætt.
Með vísan til skilyrða og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2014. Sækja skal um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 48601 (01.19.200.4)
201265-2159 Zoran Kokotovic
Digranesvegur 26 200 Kópavogur
58.
Frakkastígur 23, (fsp) - Stöðuleyfi fyrir smáhýsi
Spurt er hvort tímabundið stöðuleyfi fáist fyrir smáhýsi í stað færanlegs vagns þar sem seldur yrði matur og drykkur á lóð nr. 23 við Frakkastíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 48612 (01.36.040.6)
270472-3629 Ásta Sigríður Kristjánsdóttir
Hrísateigur 3 105 Reykjavík
59.
Hrísateigur 3, (fsp) - Bílaport
Spurt er hvort leyft yrði að byggja opið bílskýli framan við bílskúr fjölbýlishúss, sem nú er nýtt sem vinnustofa á lóð nr. 3 við Hrísateig.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi áritað á uppdrátt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 48589 (01.25.110.2)
220576-3109 Jón Aðalsteinn Sveinsson
Stóragerði 16 108 Reykjavík
60.
Laugavegur 178, (fsp) - Vínveitingaleyfi hársnyrtistofu
Spurt er hvort leyfi fengist til að vera með vínveitingar í flokki II í hárgreiðslustofu mhl. 02 rými 0101 í húsi á lóð nr. 178 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 48623 (01.18.222.6)
240345-2779 Antonio Paulino Alvarez
Bjarnarstígur 1 101 Reykjavík
300946-2089 Peter Gill
Bandaríkin
61.
Njálsgata 18, (fsp) - Endurbætur og stækkun húss
Spurt er hvort færa megi einbýlishúsið um tvo metra til vesturs og byggja nýjan byggingarhluta sem því nemur, byggja hæð ofaná og nýtt og hærra ris með tveim kvistum, endurbyggja og minnka bílskúr, byggja tengibyggingu milli hans og húss og fjölga íbúðum í tvær í íbúðarhúsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 48596 (01.18.224.5)
600701-2150 Thailenska eldhúsið ehf.
Tryggvagötu 14 101 Reykjavík
62.
Skólavörðustígur 21A, (fsp) - Veitingastaður
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingahús í húsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Frestað.
Gera þarf betur grein fyrir erindinu.


Umsókn nr. 48595 (04.92.320.4)
240344-4679 Þorbjörg Júlíusdóttir
Stuðlasel 7 109 Reykjavík
240335-3529 Þórólfur Magnússon
Stuðlasel 7 109 Reykjavík
63.
Stuðlasel 7, (fsp) - Aukaíbúð
Spurt er hvort breyta megi skipulagsskilmálum þannig að stærð og staðsetningu byggingarreits verði breytt sbr. ósk umsækjanda á meðfylgjandi gögnum, nýtingarhlutfall yrði eftir sem áður 0,4
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 48622 (01.14.000.2)
480813-0810 TG 20 ehf.
Austurstræti 17 101 Reykjavík
64.
Vesturgata 2, (fsp) - Neyðarútgangur Tryggvagata 20
Spurt er hvort byggja megi tveggja metra hátt handrið á svölum efri hæðar veitingahúss á lóð nr. 2 við Vesturgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 48600 (01.54.011.0)
630210-1510 Tiris ehf.
Neðstabergi 7 111 Reykjavík
65.
Víðimelur 35, (fsp) - Breyta í íbúð
Spurt er hvort breyta megi matshluta 03, sem er skráð sem iðnaðar-/atvinnuhúsnæði og bílskúr, í þrjár íbúðir, allar með sér inngangi, við fjölbýlishús á lóð nr. 35 við Víðimel.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.