Austurbakki 2, Álfheimar 11A, Blómvallagata 13, Brautarh 10-14/Skiph, Bræðraborgarstígur 10, Bugðulækur 17, Bæjarflöt 2, Eggertsgata 2-34, Engjavegur 13, Faxafen 5, Fossháls 1, Freyjubrunnur 25-27, Gilsárstekkur 8, Grettisgata 36, Grjótháls 10, Haukdælabraut 48-56, Haukdælabraut 5-9, Héðinsgata 10, Hverfisgata 12, Hverfisgata 28, Höfðabakki 9, Jöldugróf 7, Klambratún - Miklabraut, Klettagarðar 13, Kringlan 4-12, Langagerði 36, Laufásvegur 70, Laugavegur 89-91, Laugavegur 42, Laugavegur 66-68, Laugavegur 77, Laugavegur 96, Lindargata 48, Lokastígur 20, Miðstræti 7, Njálsgata 25, Pósthússtræti 11, Síðumúli 20, Síðumúli 29, Skeifan 15, Faxafen 8, Skeifan 3, Skipholt 15, Skúlagata 14-16, Sóltún 1, Spöngin 21, Súðarvogur 16, Súðarvogur 44-48, Urðarbrunnur 17, Vatnagarðar 16, Vatnsholt 4, Veltusund 3B, Víðimelur 61, Þingvað 61-81, Þverholt 11, Ægisíða 60, Jafnasel 1-3, Bankastræti 11, Fálkagata 2, Frakkastígur 14A, Freyjugata 11-11A, Grensásvegur 16, Hverfisgata 82, Ingólfsstræti 2A, Klettháls 15, Laugavegur 1, Laugavegur 51, Skólavörðustígur 21A, Suðurhólar 14-18, Faxafen 12,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

763. fundur 2014

Árið 2014, þriðjudaginn 21. janúar kl. 10:23 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 763. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi 2. hæð austur Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Eva Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 47076 (01.11.980.1)
660805-1250 Harpa tónlistar- og ráðste ohf.
Austurbakka 2 101 Reykjavík
1.
Austurbakki 2, Tónleikahald - bílakjallari
Sótt er um leyfi til tónleikahalds fyrir 350 gesti tímabundið í bílakjallara K2 í tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6.1. 2014 og eldvarnarskýrsla frá mannvit dags. janúar 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46967 (01.43.200.3 02)
120545-2809 Sigmar Jörgensson
Álfheimar 11a 104 Reykjavík
2.
Álfheimar 11A, Íbúð kjallara - mhl.02 - 0001
Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu sem samþykkt var 1991 í mhl. 02 aftur í íbúð eins og var frá upphafi í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 11 við Álfheima.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46634 (01.16.233.9)
220263-4369 Helgi Helgason
Blómvallagata 13 101 Reykjavík
3.
Blómvallagata 13, Tvær íbúðir kjallara
Sótt er um samþykki á tveim íbúðum í kjallara, sem skráðar eru sem ósamþykktar íbúðir og séreignahlutar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13 við Blómvallagötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47061 (01.24.230.1)
650613-0820 S11-13 ehf.
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
4.
Brautarh 10-14/Skiph, Skipholt 11-13 - Viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofan á eldra hús og innrétta 20 íbúðir í ofanábyggingunni, 1. hæð verður verslun og kjallari verður innréttaður sem geymslur og bílgeymslur fyrir sex bíla í Skipholti 11-13 á lóðinni Brautarh 10-14/Skiph.
Erindi fylgir varmatapsútreikningur dags. 12. janúar 2014.
Stækkun: 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm.. 4. hæð xx ferm.
Samtals xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46983 (01.13.421.8)
141069-3309 Skúli Magnússon
Bræðraborgarstígur 10 101 Reykjavík
5.
Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi - BN044237
Sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg.
Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012.
Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 42993 (01.34.331.8)
090877-3059 Ragnheiður Hauksdóttir
Otrateigur 4 105 Reykjavík
130574-5649 Sævar Smári Þórðarson
Otrateigur 4 105 Reykjavík
6.
Bugðulækur 17, endurnýja handrið
Sótt er um leyfi til að endurnýja óleyfishandrið, sbr. erindi BN041643 sem synjað var, á þaki bílskúrs á lóð nr. 17 við Bugðulæk.
Meðfylgjandi er bréf eigenda ódagsett og samþykki meðeigenda dags. 8. maí 2011
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. maí 2011 fylgir erindinu ásamt fyrri umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2011
Gjald kr. 8.000


Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 1.01 dags. 17. desember 2013.


Umsókn nr. 47020 (02.57.520.1)
681295-2249 Búr ehf.
Bæjarflöt 2 112 Reykjavík
7.
Bæjarflöt 2, Kartöflugeymsla
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kartöflugeymsluklefa á 1. hæð í bilum G-I/1-3 í húsi á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46918 (01.63.4-9.9)
531205-0810 Nova ehf.
Lágmúla 9 108 Reykjavík
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta
Háskólatorgi Sæmundar 101 Reykjavík
8.
Eggertsgata 2-34, 6-10 - Fjarskiptabúnaður
Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet sem samanstendur af loftnetssúlu, RRU búnaði á vegg og sendiskáp í tæknirými í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 6-10 við Eggertsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki Félagsstofnunar stúdenta dags. 25. nóvember 2013.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47081 (01.39.200.1)
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
9.
Engjavegur 13, Ný móttöku- og miðasöluhús
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja núverandi miðasölu og byggja nýja á einni hæð úr timbri í Húsdýragarðinum á lóðinni nr. 13 við Engjaveg.
Jafnframt er erindi BN046665 dregið til baka.
Stærðir: Miðasala sem fjarlægja á: 7,9 fermetrar.
Ný móttöku- og miðasala, matshl. 07: 129,1 fermetrar og 473,8 rúmmetrar.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46994 (01.46.330.1)
681211-0630 Reynisson Group ehf.
Faxafeni 5 108 Reykjavík
10.
Faxafen 5, Breyting á brunahönnun og stækkun A rýmis
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum, minnka glugga á suður og norðurhlið, koma fyrir útgöngudyrum á vestur og austurhlið og minnka skyggni þannig að A-rými eykst i húsinu á lóð nr. 5 við Faxafen.
Stækkun: 1,3ferm., 4,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47060 (04.30.260.1)
520795-2439 Hollt og gott ehf.
Fosshálsi 1 110 Reykjavík
11.
Fossháls 1, Breytt starfsemi
Sótt er um leyfi til að innrétta rými sem áður var bifreiðaverkstæði sem vinnslu- og pökkunarrými fyrir grænmeti, sem er stækkun á aðliggjandi rými með sama hlutverk en þar er starfsmannarými og ræsting, milliloft verður byggt og framhlið hússins klædd og hurðum verður breytt á iðnaðarhúsinu á lóð nr. 1 við Tunguháls.
Meðfylgjandi er umboð eiganda til handa aðalhönnuði dags. 13.1. 2014 og samþykki flestra eigenda.
Stækkun milliloft xx ferm.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46989 (02.69.550.2)
691282-0829 Frjálsi hf.
Lágmúla 6 108 Reykjavík
12.
Freyjubrunnur 25-27, Flóttaleið úr bílageymslu breytt o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta útliti með því að breyta flóttaleið úr bílageymslu og taka út stálvirki í þaki nýsamþykkts fjölbýlishúss BN035953 á lóðinni nr. 25-27 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46957 (04.61.200.4)
580998-2089 Ráð og Rekstur ehf.
Síðumúla 33 108 Reykjavík
13.
Gilsárstekkur 8, stækkun og breytingar
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, breyta bílgeymslu í móttökuherbergi og byggja ofan á svalir á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 8 við Gilsárstekk.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.
Stækkun xx
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46987 (01.19.000.8)
221267-3979 Orri Vésteinsson
Grettisgata 36 101 Reykjavík
14.
Grettisgata 36, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum, rífa anddyrisviðbyggingu og byggja í hennar stað viðbyggingu úr timbri klæddu bárujárni á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 36 við Grettisgötu.
Umsagnir Minjastofnunar Íslands dags.10. desember 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 18. desember 2013 fylgja erindinu.
Niðurrif: 7,3 ferm., 16,6 rúmm.
Viðbygging: 33,9 ferm. og 91,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47062 (04.30.010.1)
561006-0590 Bón og þvottastöðin ehf.
Grjóthálsi 10 110 Reykjavík
15.
Grjótháls 10, Reyndarteikningar v/lokaúttektar
Sótt er leyfi til að loka millilofti í bón- og þvottastöð á lóð nr. 10 við Grjótháls.
Milliloft sem lokað er: 63,6 ferm.
Gjald kr. 9.500


Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47070 (05.11.470.2)
081278-3779 Jón Guðmann Jakobsson
Þorláksgeisli 27 113 Reykjavík
16.
Haukdælabraut 48-56, 48 - Breyting inni - hurð norðurhlið
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð og gera hurð út í garð úr vinnuherbergi í húsi nr. 48, sjá erindi BN044541, á lóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46993 (05.11.380.3)
690102-3150 Gæðahús ehf.
Hverafold 8 112 Reykjavík
17.
Haukdælabraut 5-9, Breyting úti og inni
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045235 þannig að brunaveggjum við bílskúra verður breytt og skyggni yfir svölum stækkað á húsi nr. 9 og koma fyrir stoðvegg við hús nr. 9 á lóð nr. 5 til 9 við Haukdælabraut.
Samþykki meðeiganda dags. 20. jan. 2014 fylgir.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 45767 (01.32.710.1)
580774-0329 Héðinsgata 10 ehf.
Langagerði 120 108 Reykjavík
411104-2650 Spörvar líknarfélag Reykjavík
Ásholti 30 105 Reykjavík
18.
Héðinsgata 10, Tímabundið leyfi fyrir áfangaheimili á 1. 2. og 3. hæð
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1., 2. og 3. hæð fyrir tímabundna starfsemi áfangaheimilis til þriggja ára með 39 herbergjum í húsinu á lóð nr. 10 við Héðinsgötu.
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013 og bréf frá Forvarnardeild SHS dags. 22. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð um samþykki fyrir sömu starfsemi tímabundið til þriggja ára.


Umsókn nr. 46886 (01.17.100.1)
460511-2080 Sæmundur í sparifötunum ehf.
Skúlagötu 28 101 Reykjavík
700410-1450 Reykjavík Rent ehf
Hverfisgötu 105 105 Reykjavík
19.
Hverfisgata 12, Veitingastaður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III teg. A fyrir 130 gesti í húsi á lóð nr. 12 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2014 fylgja erindinu, einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2013 (v/fsp. BN046792) yfirlýsing hönnuðar um hljóðvist dags. 9. desember 2013 ,umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 17. janúar 2014.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við lokaúttekt.
Þinglýsa skal kvöð um takmarkaðan opnunartíma til kl. 01:00 í samræmi við tilmæli skipulagsfulltrúa sem kom fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2014. Einnig skal þinglýsa kvöð um að starfsemi skuli vera matsölustaður en ekki bar/næturklúbbur.


Umsókn nr. 47078 (01.17.111.6)
671106-0750 Þingvangur ehf.
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
20.
Hverfisgata 28, Stækkun - hækka húsið, kjallari o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktri endurbyggingu, sjá erindi BN046189, - flóttastigi og svalir á bakhlið eru felld út, útbúinn nýr flóttastigi af þaki Hverfisgötu 30 og innréttuð 7 gistiherbergi og setustofa, sem verða hluti stærra hótels á Hljómalindarreit) í húsi á lóð nr. 28 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46941 (04.07.500.1)
670492-2069 Reitir II ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
21.
Höfðabakki 9, Breytingar á lóð
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046249 þannig að komið er fyrir um 5m háum stuðlabergssúlum í 10cm djúpri tjörn í kringum súlurnar við innkeyrsluna og setja á þær merki fyrirtækjanna sem eru með aðsetur á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014.
Gjald kr. 9.000

Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014.


Umsókn nr. 47071 (01.88.550.9)
160982-4469 Ívar Örn Indriðason
Jöklafold 16 112 Reykjavík
230681-5389 Berglind Snorradóttir
Jöklafold 16 112 Reykjavík
22.
Jöldugróf 7, Gluggi austurhlið - breyting inni
Sótt er um leyfi til að gera glugga á austurhlið og breyta lítillega innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Jöldugróf.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.


Umsókn nr. 47007
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
23.
Klambratún - Miklabraut, Skilti
Sótt er um leyfi til að setja upp spjald á Klambratúni við Miklubraut á stand sem þar hefur verið í mörg ár til að kynna sýningu sem hefst í byrjun febrúar á Kjarvalsstöðum við Flókagötu.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt er leyfi fyrir skilti sem takmarkast af listaviðburði sem hefst í byrjun febrúar 2014.


Umsókn nr. 47049 (01.32.520.1)
540206-2010 N1 hf.
Dalvegi 10-14 201 Kópavogur
700800-2450 FAST-2 ehf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
24.
Klettagarðar 13, Skilti
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti við innkeyrslu á bílastæði viðskiptamanna við vöruhús N1 á lóð nr. 13 við Klettagarða.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47034 (01.72.100.1)
510907-0940 Reitir I ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
25.
Kringlan 4-12, Skipta einingu 102 í tvær einingar
Sótt er um leyfi til að skipta verslunareiningu 102 upp í tvær einingar, 102 og 102-1, á 1. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Erindi fylgir yfirlýsing rekstrarfélags Kringlunnar ódagsett.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46823 (01.83.201.8)
200164-7769 Óskar Ármannsson
Langagerði 36 108 Reykjavík
26.
Langagerði 36, Breytingar úti og inni
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, þannig að komið verður fyrir nýrri flóttaleið úr kjallara, skipulag í eldhúsi verður breytt, komið verður fyrir svölum með tröppum niður í garð frá stofu, nýr gluggi settur á norðausturhlið og franskar svalir á rishæð suðvesturhliðar hússins á lóð nr. 36 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 11. desember 2013 til og með 15. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47067 (01.19.730.6)
110966-5049 Skúli Gunnar Sigfússon
Ósgerði 816
27.
Laufásvegur 70, Klæðning Breyting úti
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri klæðningu, sbr. bréf um óleyfisframkvæmd dags. 28. október 2013, á hluta framhliðar einbýlishússins á lóð nr. 70 við Laufásveg.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47043 (01.17.411.9)
660199-2339 Brekkuhús ehf
Brekkugerði 8 108 Reykjavík
28.
Laugavegur 89-91, Stigi - loka dyraopi
Sótt er um leyfi til að setja nýjan stiga milli 1. og 2. hæðar á nr. 89 og loka dyraopum á sömu hæðum milli nr. 89 og nr. 91 í verslunarhúsi á lóð nr. 89-91 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkjahönnuðar dags. 14.1. 2014.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47042 (01.17.222.3)
510907-0940 Reitir I ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
29.
Laugavegur 42, Breyting inni
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sbr. erindi BN046709 sem felst í lítils háttar tilfærslum í bakrými og fækkun gesta úr 55 í 49 í veitingastað, fl. II teg. a, á 1. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47063 (01.17.420.2)
691289-3629 L66-68 fasteignafélag ehf.
Ármúla 7 108 Reykjavík
30.
Laugavegur 66-68, Breyting inni
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í nýsamþykktu hóteli, sjá erindi BN046870, innrétta herbergi í suðurhluta 1. hæðar og á 4. hæð í bakhúsi og innrétta heilsurækt í norðurhluta bakhúss á lóð nr. 66-68 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46944 (01.17.402.1)
571212-2930 L77 ehf.
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
31.
Laugavegur 77, Breyting kjallara, stækkun 1.hæðar og innri breytingar á 2. 3. og 5.hæð
Sótt er um leyfi til að færa fram útvegg inndreginnar 1. hæðar og skipta henni í fjögur verslunarrými, koma fyrir hringstiga á þak útbyggingar 1. hæðar og breyta innra skipulagi kjallara, 1., 2., 3. og 5 hæðar í húsi á lóð nr. 77 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. janúar 2014 fylgir erindinu.
Stækkun: 44,2 ferm., 992,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46907 (01.17.430.8)
610988-1649 Hugleiðir ehf.
Hlíðasmára 14 201 Kópavogur
32.
Laugavegur 96, Breyta skrifstofu í íbúð
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhæð í íbúð sbr. fyrirspurn BN045977 á 2. hæð, rýmisnúmer 0201, í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 17.5. 2011.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47068 (01.15.251.2)
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
33.
Lindargata 48, Breyta í gistiskýli
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss í gistiskýli fyrir útigangsmenn, breyta inngangi, setja tvö ný dyraop í atvinnuhúsið á lóð nr. 48 við Lindargötu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46873 (01.18.130.3)
281086-2439 Þóra Hjörleifsdóttir
Lokastígur 20 101 Reykjavík
100779-5879 Herjólfur Guðbjartsson
Noregur
34.
Lokastígur 20, Reyndarteikn.v/eignaskiptasamnings
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu vegna gerðar eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 20 við Lokastíg.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptalýsing dags. 11. febrúar 1969.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46837 (01.18.320.2)
101267-3859 Lilja Sigurlína Pálmadóttir
Miðstræti 7 101 Reykjavík
270266-5099 Baltasar K Baltasarsson
Miðstræti 7 101 Reykjavík
35.
Miðstræti 7, Kvistur
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Miðstræti.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. nóvember 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. janúar 2014.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47019 (01.19.003.7)
220580-4319 Auður Alfífa Ketilsdóttir
Njálsgata 25 101 Reykjavík
010445-2059 Heiðar Sigurðsson
Gnoðarvogur 76 104 Reykjavík
231076-5309 Sigríður Dagbjartsdóttir
Njálsgata 25 101 Reykjavík
36.
Njálsgata 25, Séreign 0001
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi þar sem m.a. er gerð grein fyrir áður gerðri séreign í kjallara þríbýlishúss á lóð nr. 25 við Njálsgötu.
Erindi fylgir þinglýst afsal dags. 30. nóvember 1990.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47072 (01.14.051.4)
620698-2889 Hótel Borg ehf.
Borgartúni 26 105 Reykjavík
37.
Pósthússtræti 11, Breyting - BN046537
Sótt er um um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og brunavörnum, minnka nokkra glugga og breyta einangrun sumra útveggja í nýsamþykktri viðbyggingu, sjá erindi BN046537, við hótel á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46976 (01.29.310.5)
650299-2649 Lyf og heilsa hf.
Síðumúla 20 108 Reykjavík
38.
Síðumúli 20, Breyting inni
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. og 2. hæð, mhl. 02, skrifstofuhluta, sbr. erindi BN045941, í húsi á lóð nr. 20 við Síðumúla.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 17.12. 2013 og brunavarnalýsing dags. 8.12. 2013.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46762 (01.29.530.2)
230530-2899 Hjálmar Styrkársson
Safamýri 79 108 Reykjavík
39.
Síðumúli 29, Breytingar inni
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð í rýmum 0102 og 0202 í húsinu á lóð nr. 29 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47077 (01.46.600.1)
550570-0259 Vesturgarður ehf.
Laugavegi 59 101 Reykjavík
40.
Skeifan 15, Faxafen 8, Breytingar inni - öryggishlið
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í lagerrými og verslun og til að koma fyrir öryggishliðum við aðalinngang verslunar Hagkaups í húsi á lóð nr. 15 við Skeifuna.
Erindi fylgir brunatæknileg úttekt frá VSI dags. 14. janúar 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47069 (01.46.010.1)
550911-0510 Alvöru Heilsuvörur ehf.
Smiðjuvegi 38 200 Kópavogur
530905-0550 Mispa ehf
Hlíðardsk Fossheimum 816
41.
Skeifan 3, Breyting inni
Sótt er um leyfi til að innrétta heilsuvöruverslun í rými 0101 og koma fyrir nýjum hurðum á austur- og vesturhlið hússins á lóð nr. 3 við Skeifuna.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46632 (01.24.221.1)
700611-0780 105 fasteignir ehf.
Ármúla 23 108 Reykjavík
42.
Skipholt 15, 0108 - Breyting í gistiheimili
Sótt er um leyfi til að breyta rými 0108 úr skrifstofum í gistiheimili á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 15 við Skipholt.
Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnarerindis dags. 21.6. 2013, bréf hönnuðar dags. 1.10. 2013, annað dags. 18.18. 2013 og það þriðja dags. 26.11. 2013 og það fjórða dags 10.1. 2014. Einnig fundargerð húsfundar dags. 9.1. 2014.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47079 (01.15.230.1)
591113-0380 Skuggi 3 ehf.
Vatnsstíg 16 101 Reykjavík
43.
Skúlagata 14-16, Lin.39/Vatns.20-22 - Breyting bílageymslu, breyting inni
Sótt er um leyfi til að stækka bílakjallara á neðstu hæð með tengingu við bæði stigahús og vígsla lyftum (slökkviliðslyfta verði austan megin) og gera mannop á efstu hæð í mhl. 15/16 og til að deila 5 stórum íbúðum í tvennt og fjölga þar með íbúðum um 5 á 7.-9. hæð, ásamt því að breyta fyrirkomulagi geymslna og fjölga þeim samsvarandi, breyta hringlaga baðherbergjum og stækka útskotsglugga á vesturhlið á öllum hæðum í mhl. 14 í fjölbýlishúsi Lindargötu 39, Vatnsstíg 20/22 og á lóð nr. 14 - 16 við Skúlagötu.
Stærðir stækkun mhl. 16: 661,9 ferm., 1984,7 rúmm.
Stærðir stækkun mhl. 15: 107 ferm., 349,2 rúmm.
Stærðir stækkun mhl. 14: 16,2 ferm., 137 rúmm.
Samtals stækkun: 785,1 ferm., 2470,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47065 (01.23.000.3)
531212-1420 Mánatún slhf.
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
44.
Sóltún 1, Breytingar - BN046869
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046869 sem gert var vegna breytinga á erindi BN045300 sem fól í sér að ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998 gilti fyrir Mánatún 7-17 með síðari breytingum skv. ákvæði til bráðabirgða í gr. 17.1.2. í nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012, breytingar nú eru gerðar í stigahúsi nr. 15 fela í sér lóðarstækkun til vesturs að Nóatúni vegna breyttrar aðkomu að hjóla-, vagna- og sorpgeymslum um tröppur og skábrautir þar sem kjallaraplata lækkar, fyrirkomulagi er einnig breytt í kjallara K-0 og einni íbúð bætt við á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7-17 við Mánatún 1-17/Sóltún 1-3.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 14.1. 2013.
Stærðir.
Stækkun: A-rými, 134,3 ferm., 365,4 rúmm.
Stækkun: B-rými, 9,2 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47022 (00.00.000.0)
571201-6230 Kornið ehf.
Hjallabrekku 2 200 Kópavogur
510907-0940 Reitir I ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
45.
Spöngin 21, Mhl.03 kaffihús í 0106
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki I fyrir 15 gesti í rými 0106 í tengslum við starfsemi bakarís í rými 0105 í matshluta 03 á lóðinni nr. 21 við Spöngina.
Gjald kr. 9.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47066 (01.45.410.5)
640192-2599 Otur ehf
Bíldshöfða 14 110 Reykjavík
46.
Súðarvogur 16, Breyta í íbúðir
Sótt er um leyfi til að breyta 2. og 3. hæð í íbúðir og setja svalir og stiga á vesturhlið iðnaðarhússins á lóðinni nr. 16 við Súðarvog.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47074 (01.45.440.5)
011278-4779 Birgir Hilmarsson
Súðarvogur 46 104 Reykjavík
430706-0390 Mítas ehf
Barðaströnd 23 170 Seltjarnarnes
47.
Súðarvogur 44-48, Skipta í tvær eignir
Sótt er um leyfi til að skipta eign 0303 í tvær eignir 0203 og 0303, báðar eignir verða íbúð með vinnustofu, stigi milli hæða felldur út og inngangur í íbúð/vinnustofu breytist í útliti í nr. 46 í húsi á lóð nr. 44-48 við Súðarvog.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 14.1. 2014 og óundirritað samþykki meðeigenda.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47058 (05.05.360.3)
100179-3269 Kristinn Jónsson
Laufengi 3 112 Reykjavík
280379-5659 Eva Brá Hallgrímsdóttir
Laufengi 3 112 Reykjavík
48.
Urðarbrunnur 17, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stiga og útliti, sjá erindi BN037718, einnig er sótt um leyfi til að byggja stoðveggi og tröppur við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Urðarbrunn.
Stækkun/minnkun: ????
Gjald kr. 9.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46999 (01.33.890.1)
200248-4739 Örn Helgason
Langagerði 120 108 Reykjavík
49.
Vatnagarðar 16, Breyting á gluggum - verslun
Sótt er um leyfi til að innrétta málningarvöruverslun ásamt lageraðstöðu í rými 0102, breyta útliti og koma fyrir hurðum á útvegg og fá umferðarrétt að lagerhurð um umferðarrétt annars aðila í húsinu á lóðinni nr. 16 við Vatnagarða.
Þinglýsing um eignarhald frá Sýslumanni í Reykjavík dags. 8 jan. 2014 fylgir. Samþykki sumra fylgir. Bréf frá umsækjanda dags. 30. des. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46980 (01.25.510.2)
131154-2599 Vildís Guðmundsdóttir
Vatnsholt 4 105 Reykjavík
50.
Vatnsholt 4, Kjallari - áður gert
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Vatnsholt.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46377 (01.14.042.0)
460505-0540 Balance ehf
Viðarási 26 110 Reykjavík
51.
Veltusund 3B, Endurnýjun byggingarleyfis
Sótt er um leyfi til að breyta útliti í átt til upprunalegs útlits, sbr. erindi BN031458 samþ. 31.5. 2005, jafnframt er sótt um leyfi fyrir núverandi innra skipulagi allra hæða hússins á lóð nr. 3B við Veltusund.
Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 19 sept. 2013 fylgir sem og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15.11. 2013.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 47064 (01.52.410.7)
251154-3689 Benedikt Bjarki Jónsson
Víðimelur 61 107 Reykjavík
52.
Víðimelur 61, Breyta einbýli í tvíbýli
Sótt er um samþykki á íbúð í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 61 við Víðimel.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46990 (04.79.120.1)
471113-1230 Uppbygging ehf.
Kirkjubrekku 17 225 Álftanes
691282-0829 Frjálsi hf.
Lágmúla 6 108 Reykjavík
53.
Þingvað 61-81, Klæðning - breyting
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN034426 þannig að á yfirborð útveggja eru settar steinflísar festar á þar til gert burðarkerfi í staðinn fyrir múrklæðningu á hús á lóðinni nr. 61 til 81 við Þingvað.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46912 (01.24.410.8)
450711-0630 Þ11 ehf
Stigahlíð 78 105 Reykjavík
660407-0300 Þverholt 11 ehf
Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík
54.
Þverholt 11, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af húsinu á lóðinni nr. 11 við Þverholt.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46940 (01.54.521.3)
280825-4769 Inga Gröndal
Ægisíða 60 107 Reykjavík
55.
Ægisíða 60, Reyndateikningar v/eignaskiptasamnings
Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, aðallega í kjallara og á rishæð hússins á lóðinni nr. 60 við Ægisíðu.
Samningur um sambyggingu og sameign dags. 15. nóvember 1953 og virðingargjörð dags. 15. janúar 1958 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47085 (04.99.300.2)
56.
Jafnasel 1-3, Mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Jafnasel 1-3 (staðgr. 4.993.002, landnr. 113282), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 15.01.2014.
Lóðin Jafnasel 1-3 (staðgr. 4.993.002, landnr. 113282) er 5737 m², bætt er 565 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449), lóðin verður 6302 m².
Sjá samþykkt borgarráðs þann 11. 07. 2013, samþykkt embættisafgreiðslu-fundar skipulagsfulltrúa þann 13. 09. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 29. 10. 2013.


Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Umsókn nr. 46971 (01.17.101.8)
520613-1450 Joe Ísland ehf.
Lóuhólum 2-6 111 Reykjavík
57.
Bankastræti 11, (fsp) - Kaffihús
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II sem sérhæfir sig í sölu á kaffi, safadrykkjum og samlokum á fyrstu hæð hússins nr. 11 við Bankastræti.
Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnarerindis SN130483 dags. 17. október 2012 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. janúar 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2014.

Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2014.


Umsókn nr. 47073 (01.55.311.8)
150860-5129 Hans Unnþór Ólason
Austurgata 29b 220 Hafnarfjörður
58.
Fálkagata 2, (fsp) - Viðbygging 1.hæð
Spurt er hvort leyft yrði að stækka verslun til suðurs og koma fyrir eldtraustri sorpgeymslu á lóð nr. 2 við Fálkagötu.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47038 (01.18.212.3)
550703-2890 Svarti ehf
Nóatúni 17 105 Reykjavík
59.
Frakkastígur 14A, (fsp) - Leiguíbúðir
Spurt er hvort heimilt sé að breyta þremur íbúðum 200-6241, 227-0501 og 227-0502 í leiguíbúðir fyrir ferðamenn í húsinu á lóð nr. 14A við Frakkastíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 47044 (01.18.420.8)
050159-3459 Sigurður Sveinsson
Fellahvarf 27 203 Kópavogur
60.
Freyjugata 11-11A, (fsp) - Rífa niður - byggja fjölbýli
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi hús og byggja nýtt á lóð nr. 11-11A við Freyjugötu.

Frestað.
Gera betur grein fyrir erindi.


Umsókn nr. 47028 (01.29.540.3)
130975-3219 Jón Grétar Ólafsson
Naustabryggja 2 110 Reykjavík
61.
Grensásvegur 16, (fsp) - Br.á innra skipulagi
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta fyrirlestrarsal/veislusal í bakhúsi sunnan við skrifstofu- og verslunarhús á lóð nr. 16 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. janúar 2014 fylgir erindinu.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 46998 (01.17.301.3)
290667-3219 Erla Kristín Sigurðardóttir
Móabarð 24 220 Hafnarfjörður
62.
Hverfisgata 82, (fsp) - Kaffihús
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í húsinu á lóðinni nr. 82 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014.

Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014. Sækja þarf um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 47080 (01.17.000.5)
421199-2569 Arkitektur.is ehf.
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
63.
Ingólfsstræti 2A, (fsp) - Lyftuhús, glerbygging á svölum 3.hæðar
Spurt er hvort byggja megi lyftuhús og glerskála sunnan megin á þaksvölum þriðju hæðar Gamla Bíós á lóð nr. 2A við Ingólfsstræti.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47059 (04.34.680.1)
670169-7319 Jón Bergsson ehf.
Kletthálsi 15 110 Reykjavík
581004-3890 Eyja ehf.
Kletthálsi 15 110 Reykjavík
64.
Klettháls 15, (fsp) - Álagning gatnagerðargjalda
Spurt er hvort leyfi fengist til að sleppa við viðbótar gatnagerðagjald og milliloftið verði vörurekki og flatarmál þeirra verð dregið frá heildarflatarmáli millilofts eins og þau hafa nú verið ákvörðuð í húsinu á lóð nr. 15 við Klettháls.

Frestað.
Milli funda.


Umsókn nr. 47047 (01.17.101.6)
121147-3949 Árni Þór Árnason
Noregur
65.
Laugavegur 1, (fsp) - Studíó íbúðir mhl.04 - 1.og 2.hæð
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta fjórar stúdíóíbúðir í bakhúsi á lóð nr. 1 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47056 (01.17.302.4)
090665-5029 Örn Þór Halldórsson
Grenimelur 9 107 Reykjavík
66.
Laugavegur 51, (fsp) - Atvinnuhúsnæði í íbúðir
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á bakhlið og innrétta tvær íbúðir á þriðju hæð húss á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 47052 (01.18.224.5)
150169-5779 Auður Gná Ingvarsdóttir
Mímisvegur 2 101 Reykjavík
67.
Skólavörðustígur 21A, (fsp) - Hurð á horni Klapparstígs og Skólavörðustígs
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja hurð á horn hússins lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 47057 (04.67.00-.-)
120449-3119 Gunnar H Þórarinsson
Suðurhólar 14 111 Reykjavík
68.
Suðurhólar 14-18, (fsp) - 14 - Sólskáli
Spurt er hvort byggja megi sólskála við íbúð 0103 sbr. fyrirspurn BN046226 í fjölbýlishúsi nr. 14 á lóð nr. 14, 16 og 18 við Suðurhóla.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 47055 (01.46.610.2)
550667-0299 Sjóklæðagerðin hf.
Miðhrauni 11 210 Garðabær
490200-2070 Áberandi ehf
Eirhöfða 11 110 Reykjavík
69.
Faxafen 12, (fsp) - Skiltastandur á þak
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir skilti á þaki húss á lóð nr. 12 við Faxafen.

Nei.
Mesta hæð skiltis skal ekki vera hærri en þakbrún nærliggjandi húsa sbr. samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur frá 1997.