Álfheimar 74, Baldursgata 30, Bauganes 31A, Blönduhlíð 9, Borgartún 18, Brautarholt 4-4A, Dalaland 1-11 2-16, Einarsnes 58A, Faxafen 2, Fiskislóð 39, Frakkastígur 8, Grensásvegur 11, Grænahlíð 5, Guðrúnartún 1, Haðaland 2-8, Hafnarstræti 5, Heiðargerði 37, Helluland 1-19 2-24, Hofsvallagata 54, Holtsgata 24, Hólmsheiðarvegur 141, Hringbraut 119, Hulduland 1-11 2-48, Hverfisgata 20, Hverfisgata 28, Hverfisgata 59-59A, Höfðabakki 9, Ingólfsstræti 20, Kirkjusandur 2, Kringlan 4-12, Laugarásvegur 36, Lokastígur 2, Melavellir, Nesvegur 44, Nethylur 2, Norðurgarður 1, Óðinsgata 4, Saltvík 125744, Skildingatangi 1, Sléttuvegur 3, Sæmundargata 15-19, Tangabryggja 14-24, Úlfarsbraut 98, Veltusund 3B, Vesturbrún 22, Vesturgata 64, Þingvað 19, Mógilsárvegur, Vesturlandsvegur, Víðinesvegur í Álfsnesi, Ánanaust 15, Bárugata 8, Grenimelur 30, Grensásvegur 16A, Hesthamrar 8, Hörgshlíð 4, Jónsgeisli 37, Lækjarás 6, Pósthússtræti 13, Skipasund 31, Tindar 3, Urðarstígur 5, Vesturás 31-39, Þingholtsstræti 23, Ægisíða 52,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

742. fundur 2013

Árið 2013, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 742. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi 2. hæð austur Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 46380 (01.43.430.1)
491297-2639 Sportbarinn ehf
Eikarási 9 210 Garðabær
1.
Álfheimar 74, Sportbarinn br.45633
Vegna lokaúttektar er sótt um leyfi til þess að breyta eldvörnum veitingastaðar í kjallara matshluta 01 á Lóðinni nr. 74 við Álfheima.
Sjá einnig erindi BN045633.
Um er að ræða Sportbarinn Ölver, veitingastað í flokki III.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46367 (01.18.621.2)
520707-0500 SS Verk ehf.
Haukdælabraut 2 113 Reykjavík
2.
Baldursgata 30, Br. þvottahús
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN045844 er varðar staðsetningu þvottavélar á baðherbergi í íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 30 við Baldursgötu.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46356 (01.67.302.0)
091082-3069 Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Tómasarhagi 19 107 Reykjavík
3.
Bauganes 31A, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 31A við Bauganes.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 24,7 ferm., íbúð 105,3 ferm., 2. hæð íbúð 104 ferm.
Samtals 234 ferm., 806,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46355 (01.70.421.6)
021265-4039 Ásmundur Ísak Jónsson
Blönduhlíð 9 105 Reykjavík
4.
Blönduhlíð 9, Lagnakjallari
Sótt er um leyfi til að byggja lagnakjallara undir bílgeymslu, sbr. erindi BN044180, ásamt tröppum með austurhlið við fjölbýlishúsið á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013.
Stærðir stækkun: 35,8 ferm. og 84,8 rúmm. brúttó.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. A1 dags. 6. ágúst 2013.


Umsókn nr. 46361 (01.22.100.1)
491008-0160 Íslandsbanki hf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
581008-0150 Arion banki hf.
Borgartúni 19 105 Reykjavík
5.
Borgartún 18, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fjalla um breytingar á eldvarnarmerkingum í bankahúsi á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46406 (01.24.120.3)
591000-2330 Dalfoss ehf
Sóleyjargötu 31 101 Reykjavík
6.
Brautarholt 4-4A, 3.h.reyndarteikn.gistiheimili
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi gistiheimilis á þriðju hæð hússins nr. 4 (matshl. 02) á lóðinni nr. 4-4A við Brautarholt.
Móttöku, herbergjaskipan og sameiginlegri aðstöðu hefur verið breytt.
Um er að ræða gistiheimili í flokki II.
Bréf hönnuðar dags. 9. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 46370 (01.85.020.1)
480500-2530 Dalaland 10-12,húsfélag
Dalalandi 12 108 Reykjavík
7.
>Dalaland 1-11 2-16, Nr. 10-12 klæðning gafla
Sótt er um leyfi til að klæða með hvítu trapisu-stáli vestur- og austurgafl hússins nr. 10 til 12 á lóð nr. 1-11-2-16 við Dalaland.
Gjald kr. 9.000.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46314 (01.67.211.7)
160262-2229 Ástríður Helga Ingólfsdóttir
Einarsnes 58a 101 Reykjavík
101259-5369 Kristján Valsson
Einarsnes 58a 101 Reykjavík
8.
Einarsnes 58A, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timburviðbyggingu með þaksvölum að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 58A við Einarsnes.
Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 13,4 ferm. og 40,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46390 (01.46.030.3)
540198-3149 KFC ehf
Garðahrauni 2 210 Garðabær
9.
Faxafen 2, Breyting á ytra útliti
Sótt er um leyfi til að klæða með hvítri sléttri álklæðningu húsið á lóðinni nr. 2 við Faxafen.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46378 (01.08.660.1)
510370-0159 Hverfi-prent ehf.
Hverfisgötu 78 101 Reykjavík
10.
Fiskislóð 39, Innri breytingar sbr. BN045615
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045615 þannig að innra fyrirkomulag breytist í línu 12,A til 15,A á 1. og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 46300 (01.17.210.9)
421001-2350 Vatn og land I ehf
Pósthólf 8033 128 Reykjavík
441109-0670 Wissane Inson ehf.
Hraunbæ 34 110 Reykjavík
11.
Frakkastígur 8, Loftræsitúða
Sótt er um leyfi til að setja loftræsitúðu á þak útbyggingar á verslunarhúsnæðinu Hverfisgata 62 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Sjá erindi BN042806.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 46387 (01.46.110.2)
620305-1620 Sætrar ehf
Gerðhömrum 27 110 Reykjavík
12.
Grensásvegur 11, Breyting á húsnúmeri og reyndarteikningu
Sótt er um leyfi til að breyta húsnúmeri Grensásvegur 11 í Grensásveg 11/ Skeifan 10 og jafnframt er sótt um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem koma fram ýmsar breytingar í húsinu á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46371 (01.71.120.5)
600212-2300 Grænahlíð 5,húsfélag
Grænuhlíð 5 105 Reykjavík
13.
Grænahlíð 5, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af kjallara vegna eignaskiptasamnings í húsinu á lóð nr. 5 við Grænuhlíð.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46048 (01.21.610.1)
561000-2550 Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
701298-2259 Efling stéttarfélag
Sætúni 1 105 Reykjavík
14.
Guðrúnartún 1, Stækkun, ofanábygging, tengibygging
Sótt er um leyfi til að stækka húsið til vesturs, byggja ofan á norðurhúsið og breikka tengibyggingu milli norður- og suðurhúss . Jafnframt er sótt um niðurfellingu á kvöð um gröft og legur holræsis á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 30. maí 2013 og bréf frá hönnuði dags. 18. júní 2013, Tölvupóstur frá Tæknistjóra fráveitu dags. 26.júní 2013
Nýtt mælibréf sem sýnir nýja kvöð. fylgir.
Stækkun: 1672,1 ferm., 9762,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46309 (01.86.430.1)
660402-6750 Rannsóknarstofan Glæsibæ ehf
Álfheimum 74 104 Reykjavík
15.
Haðaland 2-8, 8 - Stækka bílskúr - viðbygging við hús
Sótt er um leyfi til að stækka húsið og bílskúr hússins nr. 8 á lóð nr. 2 til 8 við Haðarland.
Samþykki meðlóðahafa dags. 25. júlí 2013 fylgir.
Stækkun einbýlishús: 24,8 ferm., 60,7 rúmm. Stækkun bílskúrs 11,2 ferm., 32,3 rúmm. Samtals 36,0 ferm. 93,0 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46391 (01.14.010.1)
590902-3730 Eik fasteignafélag hf.
Sóltúni 26 105 Reykjavík
16.
Hafnarstræti 5, Breytingar
Sótt er um leyfi til að stækka 1. hæð með því að breyta innskoti sem er B-rými í A rými og aðlaga gangstétt að inngangi í húsið á lóð nr. 5 við Hafnarstræti.
Fyrirspurn BN046245 fylgir.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46317 (01.80.111.0)
260859-2429 Katrín Þórunn Hreinsdóttir
Heiðargerði 37 108 Reykjavík
17.
Heiðargerði 37, Viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 37 við Heiðargerði.
Stækkun: 7,0 ferm., 28,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46318 (01.86.220.1)
260166-3449 Hreiðar Páll Haraldsson
Helluland 5 108 Reykjavík
18.
Helluland 1-19 2-24, 1-5 - Breyting á þakkanti - gluggi austurgafl
Sótt er um leyfi til að breyta frágangi á þakkanti og rennum, fjarlægja útskagandi steypta veggi, gera glugga á austurgafl og færa fram útvegg í þvottahúsi í mhl. 02 í raðhúsi nr. 1-5 á lóð nr. 1-19 2-24.við Helluland.
Erindi fylgir samþykki eigenda Hellulands 1-5 dags. 7. júlí 2013.
Stækkun: 2,4 ferm., 6,5 rúmm.
Gjald kr. 9000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46397 (01.52.610.1)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
19.
Hofsvallagata 54, Br. girðing og útigeymsla
Sótt er um leyfi fyrir breytta staðsetningu útigeymslu og breyttu útliti girðingar við Vesturbæjarsundlaugina á lóð nr. 54 við Hofsvallagötu.
Sjá einnig erindi BN046084 samþ. 4. júní 2013
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46131 (01.13.432.0)
031164-4439 Kristinn Rúnar Þórisson
Holtsgata 24 101 Reykjavík
050764-5169 Katrín Bára Elvarsdóttir
Holtsgata 24 101 Reykjavík
20.
Holtsgata 24, Endurn. á BN043534
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043534 sem fjallar um að byggja tvo kvisti á bakhlið og innrétta þar vinnuherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Holtsgötu.
Erindið var samþykkt 22.11. 2011 og var grenndarkynnt þá, engar athugasemdir bárust, samþykki meðeigenda fylgdi með. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000


Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46372 (05.18.510.2)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
621102-2220 Eignasjóður Reykjavíkurborgar
Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
21.
Hólmsheiðarvegur 141, Stöðuleyfi
Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir færanlega kennslustofu samsíða nýbyggðu skýli Fisfélags Reykjavíkur á lóð nr. 141 við Hólmsheiðarveg.
Meðfylgjandi er ódagsett bréf frá Fisfélagi Reykjavíkur.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46316 (01.52.030.1)
441011-0400 Vestur Hár og snyrtistofa ehf.
Hringbraut 119 107 Reykjavík
540987-1579 Greifinn ehf.
Hringbraut 119 101 Reykjavík
22.
6">Hringbraut 119, Hárgreiðslu - og snyrtistofa
Sótt er um leyfi til að breyta tveggja hæða atvinnurými 0102 í hárgreiðslu og snyrtistofu í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46368 (01.86.020.1)
211170-5069 Sif Einarsdóttir
Hulduland 26 108 Reykjavík
23.
Hulduland 1-11 2-48, Nr.26 hringstigi af svölum
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hringstiga af svölum niður í garð raðhússins nr. 26 á lóð nr. 1-11 2-48 við Hulduland.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. Fyrirspurn BN042559 dags. 2. nóv. 2011 fylgir.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.


Umsókn nr. 46351 (01.17.100.8)
080171-4559 Dóra Takefusa
Hverfisgata 50 101 Reykjavík
480598-2299 Jón Carl Friðrik ehf
Hverfisgötu 20 101 Reykjavík
680613-1760 Amen ehf.
Laugavegi 3 101 Reykjavík
24.
Hverfisgata 20, Kaffihús
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingahús í flokki III og byggja timburverönd að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Hverfisgötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2013 fylgir erindinu. Skv. umsögn skipulagsfulltrúa er opnunartími heimilaður til kl. 01:00 alla daga vikunnar. Hámarksgestafjöldi er 110 manns í sal og 20 manns á útipalli, alls 130 manns. Samþykki eigenda dags. 19. júlí og 1. ágústí 2013 fylgja erindinu. Greinargerð um hljóðvist dags. 15. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 46189 (01.17.111.6)
630109-1080 Reginn hf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
25.
Hverfisgata 28, Endurbygging og breyting
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta skv. samþykktu deiliskipulagi, lyfta og bæta við kjallara sem verður staðsteyptur ásamt 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu.
Stærðir samtals fyrir breytingu: 362,4 ferm., 1.034 rúmm.
Stækkun: 129 ferm., 406,4 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 491,4 ferm., 406,4 rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 12. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 07. júlí 2013, einnig ódags. greinargerð vegna endurbóta á burðarvirki og klæðningum ásamt bréfi arkitekts dags. 16.7. 2013 og minnisblað vegna brunavarna dags. 13.7. 2013, minnisblað vegna raflagna dags. 11.7. 2013 og minnisblað vegna hljóðvistar fylgja með erindinu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46326 (01.15.251.6)
460212-1460 Hverfill ehf.
Helluvaði 1 110 Reykjavík
26.
Hverfisgata 59-59A, Lyftuhús
Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús á bakhlið og gera nýjan inngang og tröppur, jafnframt er gerð grein fyrir lokun á undirgangi í kjallara og á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 59-59A við Hverfisgötu.
Stækkun: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46249 (04.07.500.1)
670492-2069 Reitir II ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
27.
Höfðabakki 9, Breytingar á lóð
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi lóðar, fjölga bílastæðum úr 603 í 652, hjólastæðum og skýlum fjölgað, koma fyrir sorpgerðum fyrir flokkað sorp, "görðum" fjölgað og göngu- og hjólaleiðir bættar á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46337 (01.18.011.1)
261258-2349 Sigríður Erla Gunnarsdóttir
Ingólfsstræti 20 101 Reykjavík
100760-5849 Vigfús Halldórsson
Biskupsgata 3 113 Reykjavík
28.
">Ingólfsstræti 20, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fela í sér að ekki eru byggðir kvistir á norðurenda þaks sbr. erindi BN043627 einbýlishússins á lóð nr. 20 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46346 (01.34.510.1)
701211-0650 EFF 1 ehf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
671106-0160 D-1 ehf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
29.
Kirkjusandur 2, Br. innréttingum
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í hluta 5. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46385 (01.72.100.1)
510907-0940 Reitir I ehf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
30.
Kringlan 4-12, S 144 - br veitingastaður
Sótt er um leyfi til að fjarlægja dúk og setja í staðinn báraða stáklæðningu yfir einingu S-144 á 1. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf frá Verkís um brunatæknileg atriði dags. 29.7. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 46347 (01.38.330.3)
680312-0520 Hagmiðlun ehf.
Grandagarði 14 101 Reykjavík
31.
Laugarásvegur 36, Steyptir veggir, ný verönd
Sótt er um leyfi til þess að byggja verönd, koma fyrir setlaug, fjölga bílastæðum, byggja stoðveggi á lóðarmörkum og breyta fyrirkomulagi á einbýlishúsalóðinni nr. 36 við Laugarásveg.
Samþykki nágranna í húsum nr. 34 og 38 við Laugarásveg (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46381 (01.18.110.1)
451297-2019 Hótel Óðinsvé hf
Þórsgötu 1 101 Reykjavík
32.
Lokastígur 2, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af hóteli á lóð nr. 2 við Lokastíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46289 (00.01.300.2)
471103-2330 Matfugl ehf.
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
33.
Melavellir, Kjúklingaeldishús
Sótt er um leyfi til að byggja kjúklingaeldishús, mhl. 08 sunnan við núverandi byggingar á jörðinni Melavöllum, landnr. 125655 á Kjalarnesi.
Erindi fylgir matsskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. í apríl 2009.
Stærð: 1.767,3 ferm., 23.322,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 46359 (01.51.711.8)
080978-5459 Haukur Ingi Guðnason
Marargata 2 101 Reykjavík
290481-5979 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Marargata 2 101 Reykjavík
34.
Nesvegur 44, Stækka þak og setja kvisti
Sótt er um leyfi til að hækka mæni um 50 cm, bæta við kvisti, stækka kvist sem fyrir er og stækka útbyggingu á einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Nesveg.
Stækkun 53,3 ferm., 111,5 rúmm.
Gjald kr 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46288 (04.23.280.2)
191076-3039 Margrét Arna Arnardóttir
Elliðavað 5 110 Reykjavík
35.
Nethylur 2, Mhl.01 - Yogastöð
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi yogaæfingastöðvar á fyrstu hæð matshluta 01 á lóðinni nr. 2 við Nethyl.
Samþykki f.h. eiganda (í tölvubréfi) dags. 9. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 46395 (01.11.220.1 01)
541185-0389 HB Grandi hf.
Norðurgarði 1 101 Reykjavík
36.
Norðurgarður 1, Viðbygging og skýli
Sótt er um leyfi til að byggja við mhl. 01 til norðurs og byggja opið skýli við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun viðbyggingar: 205,5 ferm., 1074,0 rúmm. B-rými opið skýli 9,5 ferm. 23,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 39465 (01.18.030.4)
420481-0989 Óðinsgata 4,húsfélag
Óðinsgötu 4 101 Reykjavík
37.
Óðinsgata 4, Reyndarteikningar
Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi matshluta 01 og 02 og jafnframt gerð grein fyrir þremur áður gerðum séreignum, tveimur í kjallara matshluta 01 (eign 0001-íbúð og eign 0002-ósamþykkt íbúð) og einni í matshluta 02 (eign 0107-séreign) á lóðinni nr. 4 við Óðinsgötu.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa (vegna eignar 01-0002 dags, 28. maí 2010 og eignar 02-0107 dags. 28. maí 2010 fylgja erindinu.
Afsalsbréf dags. 14. apríl 2000 (vegna eignar 02-0107) og 22. september 2004 (vegna eignar 01-0002) fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.300

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46284 (00.06.400.0)
600667-0179 Stjörnugrís hf
Vallá 116 Reykjavík
38.
Saltvík 125744, Viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með burðarvirki úr stáli fyrir matvælavinnslu við suðvesturhlið svínasláturhúss á lóðinni 125744 í Saltvík.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 8. júlí 2013.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 08. júlí 2013 fylgja erindinu.
Stærð: 1087,5 ferm., 4676,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46379 (01.67.510.1)
250336-2929 Gunnar I Hafsteinsson
Skildinganes 58 101 Reykjavík
39.
Skildingatangi 1, Stækkun kjallara sbr. BN042079
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042079 þannig að kjallari verður stækkaður í húsinu á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Stækkun kjallara: 92,9 ferm., 230,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46075 (01.79.050.1)
570190-2889 Húsnæðisfélag S.E.M.
Sléttuvegi 3 103 Reykjavík
40.
Sléttuvegur 3, Klæðning - lyfta - svalalokanir
Sótt er um leyfi til að fjarlægja múrklæðningu og klæða með álklæðningu, koma fyrir svalalokunum og gönguhurð til austurs úr bílageymslu hússins á lóð nr. 1-3 við Sléttuveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2013.
Bréf hönnuðar dags. 9. júlí 2013 og aftur 7. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Rúmmetra stækkun vegna svalalokana: 518,0 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46396 (01.63.130.3)
550310-1470 Alvogen Iceland ehf
Smáratorgi 3 200 Kópavogur
41.
Sæmundargata 15-19, Líftæknihús
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012.
Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.228,5 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.495,7 ferm., 1. hæð, 3.655,1 ferm., 2. hæð, 1.627 ferm., 3. hæð, 3.121,8 ferm., 4. hæð, 1.263 ferm.,
Samtals, 13.391,1 ferm. og 62.615,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46320 (00.00.000.0)
701211-1620 Hraunbraut ehf.
Síðumúla 12 108 Reykjavík
42.
Tangabryggja 14-24, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045775 sem samþykkt var þann 9. apríl 2013 þannig að settur verður lagnastokkur í miðju húss, sameina bað og þvottaherbergi, hringstigar í íbúð 0304 og 0301 breytast í stiga og aðrir hringstigar minnka í húsinu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju.
Bréf frá lagnahönnuði dags. 30. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.


Umsókn nr. 46353 (02.69.850.5)
691282-0829 Frjálsi hf.
Lágmúla 6 108 Reykjavík
43.
Úlfarsbraut 98, Hurð á bílskúr/sorpgeymsla
Sótt er um leyfi til að setja hurð út úr bílageymslu og minnka sorpgeymslur á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 98 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 46377 (01.14.042.0)
460505-0540 Balance ehf
Viðarási 26 110 Reykjavík
44.
Veltusund 3B, Endurnýjun byggingarleyfis
Sótt er um leyfi til að breyta útliti í átt til upprunalegs útlits, sbr. erindi BN031458 samþ. 31.5. 2005, jafnframt er sótt um leyfi fyrir núverandi innra skipulagi allra hæða hússins á lóð nr. 3B við Veltusund.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46164 (01.38.210.4)
280130-2579 Þóra Hallgrímsson
Vesturbrún 22 104 Reykjavík
45.
Vesturbrún 22, Sólskáli
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm. Grenndarkynning stóð yfir frá 27. júní til 25. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 46394 (01.13.010.5)
430907-0690 Seljavegur ehf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
560905-0330 Héðinsreitur ehf.
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
46.
Vesturgata 64, Afmörkun lóðarskika/byggingaréttur
Sótt er um að hluti lóðar fái sér fastanúmer vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir lóðina nr. 64 við Vesturgötu.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Umsókn nr. 46068 (04.77.380.2)
091068-5919 Auður Ögn Árnadóttir
Móvað 47 110 Reykjavík
47.
Þingvað 19, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, neðri hæð er byggð úr forsteyptum einingum og efri hæð úr timbri á lóð nr. 19 við Þingvað.
Jafnframt er óskað eftir að áður samþykkt erindi BN040298 verði fellt úr gildi.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 36,5 ferm., íbúð 180,3 ferm., skyggni, 30,4 ferm(B-rými), 2. hæð íbúð 54,2 ferm.
Samtals: 271 ferm., 936,2 rúmm.
B-rými 30,4 ferm, xx rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013 fylgja með erindinu.
Gjald kr. 9.000

Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013.


Umsókn nr. 46399
48.
Mógilsárvegur, Ný og breytt staðföng
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðir og lendur í Kollafirði á Kjalarnesi fái staðföng sem hér segir :

Lóð með landnúmeri 206450, nú skráð "Þjónustum./ Esjurætur" fái staðfang sem Mógilsárvegur 1

Lóð með landnúmeri 211576, nú skráð "Grundarhóll" fái staðfang sem Mógilsárvegur 5, undirheiti Grundarhóll.

Jörðin Mógilsá landnúmer 125733, nú skráð "Mógilsá 125733" fái staðfangið Mógilsárvegur 9, undirheiti Skógrækt ríkisins. Byggingar á jörðinni fái þessi staðföng : Mógilsárvegur 9, mhl. 07 og 08, Mógilsárvegur 9A, mhl. 04, Mógilsárvegur 9B, mhl. 11, Mógilsárvegur 9C, mhl. 05 og 09

Lóð með landnúmeri 125734, nú skráð "Hólar í landi Mógilsá" fái staðfang sem Mógilsárvegur 15, undirheiti Hólar

.Lóð með landnúmeri 125736, nú skráð "Landspilda 125736" fái staðfang sem Mógilsárvegur 25, undirheiti Mókollar.

Lóð með landnúmer 125735, nú skráð "Sumarbústaðarland 125735"fái staðfang sem Mógilsárvegur 27, undirheiti Aronshús.

Landspilda með landnúmeri 125708, nú skráð "Lundur, koll. v.hl. " fái staðfang sem Mógilsárvegur 29, undirheiti Lundur.

Landspilda með landnúmeri 208459, nú skráð "Lundur, koll. a.hl. " fái staðfang sem Mógilsárvegur 31, undirheiti Birkilundur.

Lóð með landnúmeri 125709, nú skráð "Austurkot Kollafirði" fái staðfang sem Mógilsárvegur 33, undirheiti Austurkot.

Lóð með landnúmeri 188012, nú skráð "Í landi Kollafjarðar" fái staðfang sem Mógilsárvegur 35.

Jörðin Kollafjörður landnúmer 125707, nú skráð "Kollafjörður 125707" fái staðfangið Mógilsárvegur 37, undirheiti Kollafjörður. Byggingar á jörðinni fái þessi staðföng : Mógilsárvegur 37, mhl. 03, Mógilsárvegur 37A, mhl. 07 og 10, Mógilsárvegur 37B, mhl. 12, 16 og 17, Mógilsárvegur 37C, mhl. 09, Mógilsárvegur 37D, mhl.13, Mógilsárvegur 37E, mhl. 11

Lóð með landnúmeri 216688, nú skráð "Pétursborg" fái staðfang sem Mógilsárvegur 45, undirheiti Pétursborg.

Lóð með landnúmeri 125711, nú skráð "Kollafjörður 125711" fái staðfang sem Mógilsárvegur 65.

Lóð með landnúmeri 216682, nú skráð "Arnarhóll 1" fái staðfang sem Mógilsárvegur 67, undirheiti Arnarhóll.

Lóð með landnúmeri 125849, nú skráð "Kolbeinsstaðir" fái staðfang sem Mógilsárvegur 75, undirheiti Kolbeinsstaðir.

Málinu fylgir kort með innfærðum staðföngum.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Umsókn nr. 46382
49.
Vesturlandsvegur, Staðföng
Byggingarfulltrúi leggur til að tvær landspildur við Vesturlandsveg fái staðföng sem hér segir :
Landspilda nú talin 19,9 ha. án landnúmers, í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 100. Endanleg stærð spildunnar verður skráð þegar landupplýsingadeild hefur reiknað stærð hennar. ( Málið tengist þrem landspildum á landnúmeri 125841 ).

Landspilda með landnúmer 125667, nú skráð sem "Spilda 6 / Esjuberg", fái staðfang sem Vesturlandsvegur 200.

Málinu fylgir kort með innfærðum staðföngum A2, Leiruvegur - Víðinesvegur.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Umsókn nr. 46383
50.
Víðinesvegur í Álfsnesi, Ný og breytt staðföng
Byggingarfulltrúi leggur til að lönd og lóðir á norðanverðu Álfsnesi og í Víðines fái staðföng eins og hér segir :

Landspilda u.þ.b. 12,8 ha. án landnúmers, í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, fái staðfang sem Víðinesvegur 1. ( Málið tengt þrem landspildum á landnúmeri 125841 )
Lóð með landnúmer 125840, nú skráð, "Vonarholt 125840", fái staðfang sem Víðinesvegur 3, undirheiti Vonarholt.
Landspilda talin vera 50,8 ha. í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, með landnúmer 125774, nú skráð "Vogar 125774", fái staðfang sem Víðinesvegur 5, undirheiti Vogar.
Óskráð aðstaða fyrir Sorpu á landnúmeri 125650 fái staðfang sem Víðinesvegur 13.
Óskráð ? lóð Símans á landnúmeri 125650 fái staðfang sem Víðnesvegur 25. Jörðin Víðines landnúmer 125772, nú skráð "Víðnes 125772", fái staðfang sem Víðnesvegur 33, undirheiti Víðines
Jörðin Naustanes, landnúmer 125737, nú skráð "Naustanes 125737", fái staðfang sem Víðinesvegur 2, undirheiti Naustanes.
Óskráð aðstaða Skotfélags Reykjavíkur á landnúmeri 125650, fái staðfang sem Víðinesvegur 14.
Félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur, mhl. 12, á landnúmeri 125650, fái staðfang sem Víðinesvegur 16.
Jörðin Álfsnes, landnúmer 125650, nú skráð "Álfsnes 125650", fái staðfang sem Víðinesvegur 20, undirheiti Álfsnes.
Lóð fjarskiptastöðvar landnúmer 216501, nú skráð "Álfsnes fjarskiptast", fái staðfang sem Víðinesvegur 26.
Lóð fyrr hjúkrunarheimilis með landnúmer 125773, nú skráð "Víðines hjúkrunarh. 125773", fái staðfang sem Víðinesvegur 30.

Málinu fylgir kort A2 með innfærum staðföngum, Leiruvegur - Víðinesvegur, mars 2013

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Umsókn nr. 46389 (01.13.340.2)
510507-0960 Jöfur ehf.
Ármúla 7 108 Reykjavík
51.
Ánanaust 15, (fsp) - Dýralæknastofa
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja dýralæknastofu í verslunarrými (rými 0101) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 15 við Ánanaust.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Komi til breytinga á sameign eða útlitsbreytinga skal samþykki meðeigenda fylgja með.


Umsókn nr. 46388 (01.13.621.8)
030548-5749 Kristín Sigurðsson
Belgía
52.
Bárugata 8, (fsp) Salerni og geymsla
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir salerni og geymslu í bílskúr á lóð nr. 8 við Bárugötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 46392 (01.54.021.6)
070858-2319 Marías Hafsteinn Guðmundsson
Grenimelur 30 107 Reykjavík
53.
Grenimelur 30, (fsp) Breyta kvistum
Spurt er hvort breyta mætti kvistum á þaki fjölbýlishússins á lóðinni nr. 30 við Grenimel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samanber einnig leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 46364 (01.29.540.7)
030968-4769 Arnljótur Davíðsson
Maríubakki 12 109 Reykjavík
54.
Grensásvegur 16A, (fsp) Gistiheimili
Spurt er hvort breyta megi húsnæði úr skrifstofum í gistiheimili/hótel þar sem á 2. og 3. hæð yrðu innréttuð gistiherbergi, á 1. hæð móttaka og veitingasalur og baðaðstaða með sundlaug og gufubaði í kjallara hússins á lóðinni nr. 16A við Grensásveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46393 (02.29.700.4)
150968-5509 Höskuldur Steinarsson
Heiðargerði 40 108 Reykjavík
55.
Hesthamrar 8, (fsp) Stækka hurðargat
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka hurðargat út í sólstofu á húsinu á lóð nr. 8 við Hesthamra.
Ljósmyndir fylgja.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 46384 (01.73.010.2)
180969-3069 Kristín Ása Einarsdóttir
Hörgshlíð 4 105 Reykjavík
56.
Hörgshlíð 4, (fsp) Innri breytingar
Spurt er hvort stækka megi baðherbergi jarðhæðar út í geymslurými í stigagangi sem tilheyrir íbúð á jarðhæð.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samanber einnig athugasemdir á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 46301 (04.11.370.1)
050368-4169 Ólafur Kárason
Jónsgeisli 37 113 Reykjavík
57.
Jónsgeisli 37, (fsp) - Svalir - útiskýli - pallur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir, útiskýli og steyptan pall við einbýlishús á lóð nr. 37 við Jónsgeisla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2013.


Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2013.


Umsókn nr. 46365 (04.37.630.3)
110557-4699 Ólafur Kristinn Ólafs
Lækjarás 6 110 Reykjavík
110557-5749 Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir
Lækjarás 6 110 Reykjavík
58.
Lækjarás 6, (fsp) - Grafa frá húsinu
Spurt er hvort lækka megi jarðveg við norður- og austurhlið sbr. fyrirspurn BN019225, sem fékk jákvæða umsögn þann 6. júlí 1999, grafa frá að sunnanverðu, setja dyr og glugga á norðurhlið og glugga á austurhlið og hækka handrið á svölum um 52 cm og um 140 cm í austur og norður og um 100 cm á austastahluta hússins á lóðinni nr. 6 við Lækjarás.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 46375 (01.14.051.2 01)
300777-4819 Sonja Margrét Magnúsdóttir
Hverfisgata 106a 101 Reykjavík
59.
Pósthússtræti 13, (fsp) Kaffihús
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gallerí og kaffihús í flokki II á jarðhæð hússins á lóðinni nr. 13-15 við Pósthússtræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2013.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 46400 (01.35.810.4)
060673-5789 Reynir Helgi Kristjánsson
Noregur
60.
Skipasund 31, (fsp) byggja bilskúr
Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 30 fermetra bílskúr á sama stað og bílskúr sem áður stóð á lóðinni nr. 31 við Skipasund.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46343 (33.61.510.1)
500604-2120 BK eignir ehf.
Baldursgötu 18 101 Reykjavík
61.
Tindar 3, (fsp) Breytt notkun
Spurt er hvort leyft yrði að breyta alifuglahúsi í íbúðarhús á lóðinni Tindar 3 á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2013.

Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2013.


Umsókn nr. 46363 (01.18.610.5)
201078-3349 Grétar Björn Halldórsson
Urðarstígur 5 101 Reykjavík
62.
Urðarstígur 5, (fsp) Stækka hús
Spurt er hvort stækka megi götumegin með nýju anddyri og hvort byggja megi hæð með mænisþaki ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 5 við Urðarstíg.
Frestað.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.


Umsókn nr. 46334 (04.38.560.3)
071164-5869 Hrönn Ásgeirsdóttir
Vesturás 31 110 Reykjavík
63.
Vesturás 31-39, (fsp) Nr. 31, steypa kjallara
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við kjallara til suðurs, innrétta þar í herbergi og bað og gera verönd á þaki viðbyggingar við raðhús nr. 31 á lóðinni nr. 31-39 við Vesturás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2013.

Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2013.


Umsókn nr. 46401 (01.18.010.1)
020879-4919 Þórir Marinó Wardum
Sóltún 11 230 Keflavík
64.
Þingholtsstræti 23, (fsp) Breyta atvinnuhúsnæðií íbúð
Spurt er hvort leyft yrði að breyta tannlæknastofu á annarri hæð í íbúð í húsinu á lóðinni nr. 23 við Þingholtsstræti.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 46342 (01.55.400.8)
110566-3879 Reynir Sigurbjörnsson
Ægisíða 52 107 Reykjavík
65.
Ægisíða 52, (fsp) Stækka svalir
Spurt er hvort leyft yrði að breyta og stækka svalir á annarri og þriðju hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 52 við Ægisíðu.
Sjá einnig erindi BN032083 sem samþykkt var 14 febrúar 2006.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013 fylgja með erindinu.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013 og með vísan til byggingarleyfis dags. 16. febrúar 2007.