Ásvallagata 63, Baldursgata 11, Barmahlíð 32, Borgartún 20, Eyjarslóð 7, Fannafold 68-74, Fannafold 76-78, Flókagata 11, Flókagata 57, Fossháls 3A, Framnesvegur 29, Fremristekkur 15, Geithamrar 12, Geithamrar 8, Hafnarstræti 17, Hallveigarstígur 1, Hamrahlíð 17, Hraunbær 69, Höfðabakki 1, Kaplaskjólsvegur 61-71, Kirkjusandur 5, Kringlan 4-6, Köllunarklv 4, Laufrimi 10-14, Laugateigur 29, Laugateigur 35, Laugavegur 105, Laugavegur 114, Laugavegur 16, Leiðhamrar 18 - 20, Lindargata 57-66, Ljósvallagata 10, Marargata 4, Mánagata 10, Safamýri 47, Skógarhlíð 6, Stararimi 57, Stórhöfði 17, Sóltún 30, Tangarhöfði 2, Vitastígur 8a, Viðarhöfði 6, Óðinsgata 2, Akrasel 35, Brautarholt 4, Byggingarstjóri, Dragháls 18-26, Lambhagi gróðurstöð, Langagerði 23, Langholtsvegur 89, Meistari - Húsasmíðameistari, Meistari - Pípulagningameistari, Miðtún 26, Nóatún 4, Stigahlíð 58, Miðtún 84, Suðurgata Háskóli Ísl - Suðurg haskoli arnag,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

39. fundur 1997

Árið 1997, þriðjudaginn 24. júní kl. 15:00 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 39. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Guðlaugur Gauti Jónsson, Sigríður Kristín Þórisdóttir, Trausti Leósson, Óskar Þorsteinsson, Þormóður Sveinsson og Bjarni Þór Jónsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 15175 (01.01.139.306)
Ásvallagata 63,
Breyta íbúðum á 1. hæð og 2. hæð í eina íbúð og setja stiga milli hæða innan íbúðanna.
Sótt er um leyfi til að sameina tvær íbúðir á 1. og 2. hæð í eina íbúð á lóðinni nr. 63 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeiganda dags. 16.06.1997 fygir erindinu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Lagfæra skráningu og eignanúmer.


Umsókn nr. 14827 (01.01.184.512)
Baldursgata 11,
raunteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 11 við Baldursgötu.
Gjald kr. 2.387

Frestað.


Umsókn nr. 15084 (01.01.702.112)
Barmahlíð 32,
Girðing og bílastæði
Sótt er um leyfi til þess að fella tré, koma fyrir bílastæði og reisa girðingu á lóðinni nr. 32 við Barmahlíð.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. júní 1997 og lóðarhafa Mávahlíðar 23, dags. júní 1997 fylgja erindinu.
Umsögn Borgarskipulags dags. 23.06.1997 fylgir erindinu
Samþykkt.


Umsókn nr. 15180 (01.01.221.002)
Borgartún 20,
Breyting inni
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu austurhluta 1. hæðar framhúss á lóðinni nr. 20 við Borgartún.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Lagfæra teikningar og skýra umsókn.


Umsókn nr. 14958 (01.01.110.504)
Eyjarslóð 7,
skipta hluta í tvö bil
Sótt er um leyfi til þess að skipta suðurhluta 1. hæðar með B-60 vegg í tvær einingar og vestasta hluta 2. hæðar í tvær einingar.
Gjald kr. 2.387

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15168 (01.02.854.102)
Fannafold 68-74,
Stækka áður samþykktar bílgeymslur
Sótt er um leyfi til að stækka áður samþykkta bílskúra á lóðinni nr. 72-74 við Fannafold.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Mjókka bílskúra. Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 15167 (01.02.854.103)
Fannafold 76-78,
Stækkun á áður samþykktum bílgeymslum
Sótt er um leyfi til að stækka áður samþykkta bílskúra á lóðinni nr. 76-78 við Fannafold.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Mjókka bílskúra. Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 14953 (01.01.243.706)
Flókagata 11,
Breyting inni
Sótt er um leyfi til þess að innrétta íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 11 við Flókagötu.
Gjald kr. 2.387
Málinu fylgir bréf Hjartar Torfasonar dags. 4. júní 1997.
Skoðunarskýrslur heilbrigðiseftirlitsins dags. 6. júní 1997 og byggingarfulltrúa dags. 21. maí 1997 fylgja erindinu.
Frestað.
Athuga sönnun á aldri íbúðar. Sýna skal nýtingu rýma.


Umsókn nr. 15208 (01.01.270.013)
Flókagata 57,
Breyting úti
Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð úr timbri á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 57 við Flókagötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15177 (01.04.304.502)
Fossháls 3A,
klórgasgeymsla
Sótt er um leyfi til að byggja klórgeymslu úr timbri á lóðinni nr. 3 við Fossháls.
Stærð: 1. hæð 12,5 ferm., 39,0 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 931
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.


Umsókn nr. 15102 (01.01.134.516)
Framnesvegur 29,
Tvær íbúðir í eina og verslun
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktum íbúðum (12.04.1934 og 13.04.1989) á 1. og 2. hæð í nýrra húsi. Einnig er sótt um leyfi til að breyta áður gerðri íbúð á 1. hæð (var verslun) og til að breyta áður samþykktri íbúð á 2. hæð í eldra húsi á lóðinni nr. 29 við Framnesveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Ítrekuð fyrri bókun.


Umsókn nr. 15195 (01.04.612.308)
Fremristekkur 15,
Klæða efri hæð og bílskúr
Sótt er um leyfi til að klæða efri hæð hússins og bílskúr að utan með sléttum plötum á lóðinni nr. 15 við Fremristekk.
Bréf Helga Samúelssonar til BFK dags. 19.06.1997 varðandi ástand útveggjasteypu fylgir erindinu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15147 (22.96.601)
Geithamrar 12,
Setja þakglugga á húsið
Sótt er um leyfi til að setja þakglugga á húsið á lóðinni nr. 12 við Geithamra.
Samþykki meðeigenda dags. 05.06.1997 fyglri erindinu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Gera grein fyrir nýtingu og eignarhaldi. Snið samræmist ekki fyrirhugaðri gluggasetningu. Vantar skráningartöflu.


Umsókn nr. 15148 (22.96.601)
Geithamrar 8,
Setja þakglugga
Sótt er um leyfi til að setja þakglugga á húsið á lóðinni nr. 8 við Geithamra.
Samþykki meðeigenda dags. 05.06.1997 fylgir erindinu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Gera grein fyrir nýtingu og eignarhaldi. Snið samræmist ekki fyrirhugaðri gluggasetningu. Vantar skráningartöflu.


Umsókn nr. 15112 (01.01.118.502)
Hafnarstræti 17,
Br. í alm. veitinga og samkomuhús
Sótt er um leyfi til þess að breyta verslun, lager og leiktækjasal á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 17 við Hafnarstræti í almennt veitinga- og samkomuhús.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda. Lagfæra þarf tæknilegan frágang teikninga.
Kynna fyrir nágrönnum.


Umsókn nr. 15174 (01.01.171.208)
Hallveigarstígur 1,
Klæning á súlum og bitum.
Sótt er um leyfi til að klæða utanáliggjandi burðarramma með álplötum á lóðinni nr. 1 við Hallveigarstíg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15198 (01.01.714.101)
Hamrahlíð 17,
Breyting innréttinga á jarðhæð Nýtt anddyri
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og gera anddyri á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð.
Stærð: 1. hæð 12,5 ferm., 34,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 824
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15159 (01.04.331.501)
Hraunbær 69,
Breyting á þaki og bílskúr
Sótt er um leyfi til að breyta þaki hússins að Hraunbæ 69 og á bílskúrum húsanna nr. 69, 71, 73 og 75 við Hraunbæ.
Ódagsett yfirlýsing lóðarhafa Hraunbæjar 69-83 fylgir erindinu.
Stærð 123,6 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 2.950
Samþykkt.

Umsókn nr. 15073 (01.04.070.001)
Höfðabakki 1,
leiðréttar aðalt,klæðning
Sótt er um leyfi til þess að breyta aðalteikningum til samræmis við sérteikningar á lóðinni nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Lagfæra afstöðumynd.


Umsókn nr. 14812 (01.01.525.103)
Kaplaskjólsvegur 61-71,
Breyta innréttingu í kjallara vegna gerðs eignaskiptasamnings.
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í kjallara hússins vegna gerðs eignaskiptasamnings á lóðinni nr. 63 við Kaplaskjólsveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Gera betur grein fyrir eignarhaldi í kjallara.


Umsókn nr. 15157 (01.01.340.301)
Kirkjusandur 5,
Skjólv. og fl.
Sótt er um leyfi til að reisa skjólveggi á svalir, breyta fyrirkomulagi á geymslu 00-09 og að gera tvær íbúðir úr einni á 6. hæð húss nr. 5 á lóðinni nr. 1-5 við Kirkjusand.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Athygli umsækjanda er vakin á gr. 8.2.4 í byggingarreglugerð nr. 177/1992, um sérstakar kröfur vegna svalaskýla.


Umsókn nr. 14497 (01.01.721.301)
Kringlan 4-6,
Inrétta efstu hæð (turn)
Sótt er um leyfi til þess að innrétta 9. hæð í húsinu á lóðinni nr. 6 við Kringluna og koma fyrir milligólfi
Stærð: 25,2 ferm.
Gjald kr. 2.387
Bréf Kristins Brynjólfssonar dags. 26. maí 1997 fylgir erindinu.
Brunarvarnaruppdrættir samþykktir af Brunamálastofnun ríkisins þann 20. júní 1997 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 14824 (01.01.32-.-96)
Köllunarklv 4,
skipta einingum
Sótt er um leyfi til þess að skipta núverandi húsnæði og setja dyr á austurhlið hússins á lóðinni nr. 4 við Köllunarklettsveg.
Gjald kr. 2.387

Frestað.
Vantar mæliblað.


Umsókn nr. 15212 (01.02.540.301)
Laufrimi 10-14,
Girðing á einkaafnotahluta
Sótt er um leyfi til að reisa girðingu og/eða skjólveggi umhverfis sérnotahluta á lóðinni nr. 10-14 við Laufrima.
Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindinu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.


Umsókn nr. 15135 (01.01.365.019)
Laugateigur 29,
Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 29 við Laugateig.
Afsal dags. 04.06.1997 og eignaskiptayfirlýsing dags. 03.06.1997 fylgir erindinu.
Gjald kr. 2.387
Frestað
Vantar skráningartöflu.


Umsókn nr. 15217 (01.01.365.022)
Laugateigur 35,
Leiðrétting á útliti
Sótt er um leyfi fyrir breyttu útliti á húsinu á lóðinni nr. 35 við Laugateig.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 14960 (01.01.240.005)
Laugavegur 105,
Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 105 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387

Frestað.
Ítrekuð fyrri bókun.


Umsókn nr. 15193 (01.01.240.101)
Laugavegur 114,
Hækkun á þaki framan við hurð í risi
Sótt er um leyfi til að hækka upp hluta þaks og koma fyrir þakglugga á húsinu nr. 114 á lóðinni nr. 118 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15223 (01.01.171.403)
Laugavegur 16,
Breyta lyftu
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktri lyftu í húsinu á lóðinni nr. 16 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15121 (01.02.292.203)
Leiðhamrar 18 - 20,
Sólpallur og skjólveggur
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólpall og skjólvegg úr timbri í austurhorni á lóðinni nr. 20 við Leiðhamra.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 15176 (01.01.153.801)
Lindargata 57-66,
Breyting inni
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og notkun á 1. hæð í bili 43-47/A3 úr verslun í verkstæði.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 14829 (01.01.162.311)
Ljósvallagata 10,
Sþ. íbúð í kjallara og risi
Sótt er um leyfi f.h. dánarbús Borghildar Thorarensen og Jakobs Thorarenssen fyrir áður gerðum íbúðum í kjallara og risi hússins á lóðinni nr. 10 við Ljósvallagötu.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 15.05.1996 og
heilbrigðiseftirlits dags. 13.05.1997 fylgja erindinu.

Samþykkt.

Umsókn nr. 15192 (01.01.137.106)
Marargata 4,
áður gerðar breytingar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara og risi hússins á lóðinni nr. 4 við Marargötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.

Umsókn nr. 14599 (01.01.243.505)
Mánagata 10,
áður gerðar br. í kj.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 10 við Mánagötu.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 10.04.1997 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrslur heilbrigðiseftirlitsins dags. 24. júní 1996 og byggingarfulltrúa dags. 11. júní 1996 fylgja erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 14859 (01.01.281.408)
Safamýri 47,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og breytingum samkvæmt teikningum af húsinu á lóðinni nr. 47 við Safamýri.
Gjald kr. 2.387
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 16.05.1997 og heilbrigðiseftirlits dags. 16.05.1997 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. maí 1997 fylgir erindinu.

Samþykkt.

Umsókn nr. 15171 (01.01.703.003)
Skógarhlíð 6,
Bæta við gluggum á nv. gafli
Sótt er um leyfi til að setja glugga á norðvesturgafl í kjallara hússins á lóðinni nr. 6 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vantar afstöðumynd.


Umsókn nr. 14793 (01.02.523.405)
Stararimi 57,
Taka í notkun óuppfyllt rými.
Sótt er um leyfi til þess að taka í notkun óuppfyllt rými í kjallara og sameina það íbúð í húsinu á lóðinni nr. 57 við Stararima.
Stærð: 51,8 ferm., 140,7 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 3.359
Umsögn Borgarskipulags dags. 5. maí 1997 fylgir erindinu.

Frestað.
Vantar stærðir.


Umsókn nr. 15179 (01.04.081.801)
Stórhöfði 17,
Heilsustudíó
Sótt er um leyfi til að innrétta heilsustúdíó á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 17 við Stórhöfða.
Gjald kr. 2.387
Frestað
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15163 (01.01.232.202)
Sóltún 30,
Stækkun á geymslum í kjallara og stofum í austurenda.
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara, sameiginlega geymslu og stækka stofur í íbúðum í austurenda án þess að stækka íbúðir.
Stækkun kjallara 52,4 ferm., 141,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 3.378
Var samþykkt 20. júní 1997
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 15087 (01.04.063.501)
Tangarhöfði 2,
Útbyggður gluggi á N-hlið, br. á útitröppum og 1. og 2. hæð verði eitt brunahólf.
Sótt er um leyfi til að breyta glugga á norðurhlið, breyta útitröppum og að gera 1. og 2. hæð að einu brunahólfi.
Stærð: 1. hæð 5,3 ferm., 29,4 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 702
Samþykkt.

Umsókn nr. 14234 (01.01.173.014)
Vitastígur 8a,
stækkun jarðhæðar
Sótt er um leyfi til þess að fella út undirgang og stækka íbúð á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 8a við Vitastíg.
Stækkun: 22,7 ferm., 54,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387

Samþykkt.


Umsókn nr. 15178 (01.04.077.502)
Viðarhöfði 6,
Breyttar grunnmyndir og útlit
Sótt er um leyfi til að breyta grunnmyndum (innréttingum) og útliti hússins á lóðinni nr. 6 við Viðarhöfða.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 15191 (01.01.180.303)
Óðinsgata 2,
áður gerðar breytingar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytinum í húsinu á lóðinni nr. 2 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og sérblað eldvarnareftirlits.


Umsókn nr. 15227 (01.04.943.403)
Akrasel 35,
Leiðrétting á gjöldum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. maí sl., var samþykkt umsókn Harðar Filipssonar þar sem sótt var um leyfi fyrir áður gerðu rými í kjallara hússins á lóðinni nr. 35 við Akrasel.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 19.12.1995 um gatnagerðargjöld, falla niður áður reiknuð viðbótargatnagerðargjöld vegna ofangreindrar samþykktar.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15218 (01.01.241.203)
Brautarholt 4,
Númerabreyting
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin í Brautarholti 4 verði tölusett sem Brautaholt 4 og 4A.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15221
Byggingarstjóri,
Byggingarstjóri
Ofanritaður sækir um að fá Þorleif Sigurðsson húsasmíðameistara, Kleifarási 8, 110 Reykjavík, kt. 181247-3639 samþykktan sem byggingarstjóra vegna byggingar stúdentagarða við Suðurgötu 121.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15236 (01.04.304.304)
Dragháls 18-26,
Leiðrétting á gjöldum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. maí sl., var samþykkt umsókn frá Plastprent hf, þar sem sótt var um leyfi til þess að stækka milligólf í húsinu á lóðinni nr. 17-25 við Fossháls.
Með vísan til gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í Reykjavík frá 30.04.1997 sbr. samþykkt borgarráðs frá 03.06.1997 eru áður reiknuð viðbótargatnagerðargjöld af samþykktinni hér með felld niður.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15230 (01.02.6--.---)
Lambhagi gróðurstöð,
Leiðrétting á gjöldum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 6. maí sl., var samþykkt umsókn Hafbergs Þórissonar þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja við og breyta núverandi húsi í Lamhaga gróðrarstöð við Vesturlandsveg.
Með vísan til samþykktar borgarráðs 19.12.1995 falla niður áður reiknuð viðbótargatnagerðargjöld til samræmis við ofangreinda samþykkt.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15229 (01.01.831.203)
Langagerði 23,
Leiðrétting á gjöldum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. maí sl., var samþykkt umsón frá Jóhanni Hannessyni þar sem sótt var um leyfi fyrir áður gerðu rými í kjallara hússins á lóðinni nr. 23 við Langagerði.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 19.12.1995 um gatnagerðargjöld falla áður reiknuð viðbótargatnagerðargjöld af ofangreindir samþykkt niður.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15228 (01.01.410.021)
Langholtsvegur 89,
Leiðrétting á gjöldum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. maí sl., var samþykkt umsókn Sælkerabúðarinnar ehf, þar sem sótt var um leyfi fyrir áður gerði rými í kjallara hússins á lóðinni nr. 89 við Langholtsveg.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 19.12.1995 um gatnagerðargjöld falla niður áður reiknuð viðbótargatnagerðargjöld af ofangreindri samþykkt.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15219
Meistari - Húsasmíðameistari,
Löggilding
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarnefndar til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem húsasmíðameistari.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15220
Meistari - Pípulagningameistari,
Löggilding
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarnefndar til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem pípulagningameistari.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15210 (01.01.223.104)
10">Miðtún 26,
Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella grenitré á lóðinni nr. 26 við Miðtún. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 20.06.1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15235 (01.01.221.102)
Nóatún 4,
Leiðrétting á gjöldum
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 6. maí sl., var samþykkt umsókn Smith og Norland þar sem sótt var um leyfi fyrir millilofti í húsinu á lóðinni nr. 4 við Nóatún.
Með vísan til gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í Reykjavík frá 30.04.1997 sbr. samþykkt borgarráðs frá 03.06.1997 eru áður reiknuð viðbótargatnagerðargjöld vegna samþykktarinnar hér með felld niður.
Samþykkt.

Umsókn nr. 15122 (01.01.733.301)
Stigahlíð 58,
Byggja laufskála
Spurt er hvort leyft verði að reisa timburhús (laufskála ca. 20 ferm.) vestan núverandi húss á lóðinni nr. 58 við Stigahlíð.
Frestað.
Vísað til Borgarskipulags.


Umsókn nr. 15226 (01.01.235.111)
Miðtún 84,
Áður gerð íbúð í risi
Spurt er hvort áður gerð íbúð í risi hússins á lóðinni nr. 84 við Miðtún verði samþykkt.
Samþykki meðeigenda dags. júní 1997 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 10. júní 1996 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 4. júní 1997 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 15209 (01.01.60-.-99)
Suðurgata Háskóli Ísl - Suðurg haskoli arnag,
Skilti
Spurt er hvort leyft verði að reisa skilti á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu vestan við Árnagarð.
Jákvætt