Brautarholt 26, Faxafen 5, Faxaskjól 10, Ferjuvogur 15, Funahöfði 19, Héðinsgata 10, Laugavegur 11, Lindargata 9, Lyngháls 3, Mosavegur skóli, Skipholt 50d, Skipholt 70, Starengi 90, Stórhöfði 9, Suðurlandsbraut 32 - Ármúli 29, Sólheimar 19 - 21, Sólheimar 24, Vættaborgir 22-24, Sólvallagata 55, Tölusetningar, Njálsgata 50, Súðarvogur 26,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

30. fundur 1997

Árið 1997, þriðjudaginn 11. febrúar kl. 15.30 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 30. fund sinn til afgreiðslu mál án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þormóður Sveinsson, Óskar Þorsteinsson, Trausti Leósson, Sigríður K. Þórisdóttir og Bjarni Þór Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 14062 (01.01.250.103)
Brautarholt 26,
stálstigi milli lagerr,
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu í lagerrými og
opna á milli húsanna nr. 26 og 28 við Brautarholt og fjölga
salernum í húsunum.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14022 (01.01.463.301)
Faxafen 5,
Innrétta tannlæknastofur.
Sótt er um leyfi til þess að innrétta tannlæknastofu í húsinu á
lóðinni nr. 5 við Faxafen.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Vantar eignanúmer.


Umsókn nr. 14106 (01.01.532.120)
Faxaskjól 10,
Áður gerð íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 10 við Faxaskjól.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi eru skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags.
24.09.1996 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 20.09.1996.
Ný skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 21.11.1996 fylgir
erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14086 (01.01.444.010)
Ferjuvogur 15,
+
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 5 við Ferjuvog.
Gjald kr. 2.387.oo.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 21.08.1996 og
heilbrigðiseftirlits dags. 01.10.1996 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 20.01.1997 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14054 (01.04.061.002)
Funahöfði 19,
Brunavarnauppdrættir
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og
breytingum m.t.t eldvarna í húsinu á lóðinni nr. 19 við
Funahöfða.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu og eignanúmer. Gera grein fyrir
stækkunum.


Umsókn nr. 14102 (01.01.324.001)
Héðinsgata 10,
Nýtt anddyri.
Sótt er um leyfi fyrir nýju anddyri á vesturhlið hússins á
lóðinni nr. 10 við Héðinsgötu.
Stærð: 1. hæð 4,2 ferm., 12 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 286.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14080 (01.01.171.011)
Laugavegur 11,
Breyting á veitingastað.
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum á veitingastað í
húsinu á lóðinni nr. 11 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.


Umsókn nr. 14064 (01.01.151.212)
Lindargata 9,
lyfta og br, fyrirkomulag
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu á 1. og 2. hæð og
koma fyrir lyftu í húsinu á lóðinni nr. 9 við Lindargötu.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 14083 (01.04.326.003)
Lyngháls 3,
Loftræstirör
Sótt er um leyfi til þess að setja loftræstirör úr stáli á
norðurhlið hússins á lóðinni nr. 3 við Lyngháls.
Gjald kr. 2.387.oo.
Samþykki eigenda fylgir á teikningu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14040 (01.02.376.101)
Mosavegur skóli,
Leiðréttir eldvarnauppdrættir
Sótt er um leyfi fyrir leiðréttum eldvarnaruppdráttum af
Skólahúsnæði við Mosaveg.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Vantar rökstuðning fyrir minnkun á reyklúgum.


Umsókn nr. 14063 (01.01.254.102)
Skipholt 50d,
salerni og kaffikrókur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu 1. hæðar í
húsinu á lóðinni nr. 50D við Skipholt.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13828 (01.01.255.208)
Skipholt 70,
Raunteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á
lóðinni nr. 70 við Skipholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Færa skal eignanúmer inn á teikningar.


Umsókn nr. 14033 (01.02.384.507)
Starengi 90,
Stækka bílskúr og innrétt.br.
Sótt er um leyfi til þess að stækka bílskúr og breyta skipulagi
frá áður samþykktri teikningu af húsinu á lóðinni nr. 90 við
Starengi.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14045 (01.04.036.501)
Stórhöfði 9,
Breyting á eldvörnum
Sótt er um leyfi til þess að breyta eldvörnum í millibyggingu hverfisbækistöðvar gatnamálastjóra við Stórhöfða.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14100 (01.01.265.101)
Suðurlandsbraut 32 - Ármúli 29,
br.á innr,og skábraut f. fatl,
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu á 2. hæð og koma
fyrir skábraut við austurhlið hússins á lóðinni nr. 32 við
Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14085 (01.01.433.201)
Sólheimar 19 - 21,
Geymsluloft og loftræsting
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir geymslulofti úr timbri
og loftræstingu við húsið á lóðinni nr. 21 við Sólheima.
Stækkun: 2. hæð 14,2 ferm.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Leiðrétta aðalteikningu.


Umsókn nr. 14084 (01.01.432.408)
Sólheimar 24,
14033
Sótt er um að fá samþykkta áður gerða íbúð á 1. hæð hússins á
lóðinni nr. 24 við Sólheima (íbúðin hefur verið í húsinu frá
1962).
Gjald kr. 2.250.oo.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 24.07.1996 og
heilbrigðiseftirlitsins dags. 29.07.1996. Samþykki meðeigenda
dags. 15.08.1996 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14065 (01.02.346.201)
Vættaborgir 22-24,
breytingar inni og úti
Sótt er um leyfi til Þess að taka í notkun óuppfyllt rými og
sameina íbúðum í húsunum á lóðinni nr. 22-24 við Vættaborgir.
Stækkun: hvort hús 30,1 ferm., 81 rúmm., samtals 162 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 3.867.oo.

Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 14099 (01.01.139.005)
Sólvallagata 55,
Trjáfelling
Óskað er eftir leyfi til þess að fella tré á lóðinni nr. 55 við
Sólvallagötu. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 10.02.1997 fylgir
erindinu.

Samþykkt.
Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra.


Umsókn nr. 14105
Tölusetningar,
Tölusetningar
,yggingarfulltrúi leggur til að eftirfarandi lóðir verði
tölusettar þannig:
Hverfisbækistöð gatnamálastjóra við Stórhöfða verði nr. 9.
Hverfisbækistöð gatnamálastjóra við Sóltún verði nr. 2.
Hverfisbækistöð gatnamálastjóra við Flókagötu verði nr. 28.
Kjarvalsstaðir við Flókagötu verði nr. 24.

Samþykkt.


Umsókn nr. 14068 (01.01.190.303)
Njálsgata 50,
fá sþ, íbúð í risi
Spurt er hvort samþykkt verði áður gerð íbúð í risi hússins á
lóðinni nr. 50 við Njálsgötu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 27.01.1997 fylgir.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 14061 (01.01.454.109)
Súðarvogur 26,
stækkun 2 hæð
Spurt er hvort leyft verði að stækka húsið á lóðinni nr. 26 við
Súðarvog um 9 metra til vesturs.

Neikvætt.
Uppfyllir ekki ákvæði skipulags og byggingarreglugerð.