Brautarholt 18, Drápuhlíð 3, Faxafen 8-14 - skeifan 11-19, Freyjugata 27, Guðrúnargata 5, Hafnarstræti 9, Hvammsgerði 5, Laugarnestangi 60, Lyngháls 1, Lágmúli 5, Miklabraut 3, Skipholt 33, Súðarvogur 20, Vitastígur 10, Ásgarður 18-24, Þarabakki 3, Austurstræti 16, Fossaleyni, Hulduborgir 13-19,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

27. fundur 1997

Árið 1997, þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 27. fund sinn til afgreiðslu mál án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð Borgartúni 3. Þessir sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Ó. Axelsson, Þormóður Sveinsson, Óskar Þorsteinsson og Bjarni Þór Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 13866 (01.01.242.206)
Brautarholt 18,
Raunteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi á 1. og
2. hæð í húsinu á lóðinni nr. 18 við Brautarholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13854 (01.01.702.214)
Drápuhlíð 3,
Núverandi fyrirkomulag
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í kjallara hússins
á lóðinni nr. 3 við Drápuhlíð.
Gjald kr. 2.387.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13856 (01.01.462.001)
Faxafen 8-14 - skeifan 11-19,
Innréttingabreyting
Sótt er um að fá samþykktar teikningar sem sýna núverandi
fyrirkomulag í húsinu nr. 19 við Skeifuna á lóðinni nr. 8-14
við Faxafen nr. 11-19 við Skeifuna.
Gjald kr. 2.387.oo.
Meðfylgjandi er bréf Jóhannesar Þórðarsonar dags. 18.12.1996.

Samþykkt.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 13878 (01.01.186.312)
Freyjugata 27,
reyndarteikning
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi (vegna
eignaskipta) í húsinu á lóðinni nr. 27 við Freyjugötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Jafnframt lagt fram bréf meðeigenda dags. 20. desember 96, og
bréf húsnæðisfulltrúa Félagsmálastofnunar dags. 3. þ.m.

Synjað.
Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 13842 (01.01.247.408)
Guðrúnargata 5,
Áður gerð íbúð í kjallara.
Sótt er um að fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 5 við Guðrúnargötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda 2. hæðar ódags.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 19.12.1996 og
heilbrigðiseftirlitsins dags. 18.12.1996 fylgja erindinu.

Frestað.
Vantar brunamerkingar á hólfun frá sameign.


Umsókn nr. 13876 (01.01.140.107)
Hafnarstræti 9,
Stækka veitingastað.
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað niður í kjallara
hússins á lóðinni nr. 9 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 13877 (01.01.802.503)
Hvammsgerði 5,
Girðing
Sótt er um leyfi til þess að reisa girðingu úr timbri á
lóðarmörkum að opnu svæði á lóðinni nr. 5 við Hvammsgerði.
Gjald kr. 2.387.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Hvammsgerðis 3 og 7 og
Grensásvegar 44, ódagsett.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 13886 (01.01.314.501)
Laugarnestangi 60,
Reyndarteikningar af húsinu.
Sótt er um að fá samþykkta uppmælingateikningu af húsinu á
lóðinni nr. 60 við Laugarnestanga.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13875 (01.04.326.001)
Lyngháls 1,
reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi fyrirkomulagi á 1. hæð hússins
á lóðinni nr. 1 við Lyngháls.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 13883 (01.01.261.301)
Lágmúli 5,
Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi
í húsinu á lóðinni nr. 5 við Lágmúla.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Þinglýsa skal yfirlýsingu vegna samnings um bílastæði.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar vegna hárgreiðslustofu.


Umsókn nr. 13865 (01.01.247.501)
Miklabraut 3,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð og endalegum frágagni
kjallara og bílgeymslu vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni
nr. 3 við Miklubraut.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi eru skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa
dags. 04.12.1996 og heilbrigðiseftirlits dags. 23.05.1996.
Bréf Hermanns Helgasonar, lögfræðings dags. 18.12.1996 fylgir
erindinu. Meðfylgjandi er afrit úr manntalsskýrslu sem tekin var
í húsinu þann 16. október 1952, útgefin þann 27. desember 1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13864 (01.01.251.103)
Skipholt 33,
Áður gert milligólf úr timbri.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu milligólfi úr timbri í húsinu
á lóðinni nr. 33 við Skipholt.
Stækkun: 44 ferm. Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13890 (01.01.454.107)
Súðarvogur 20,
Stálstigi
Sótt er um leyfi fyrir stálstiga (var reistur fyrir 12 árum) í
húsinu á lóðinni nr. 20 við Súðarvog.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Gera skal grein fyrir eignaskiptayfirlýsingu hússins.


Umsókn nr. 13862 (01.01.173.117)
Vitastígur 10,
Breyting úti
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað og setja hurð
og loftræstirör á bakhlið hússins á lóðinni nr. 10 við Vitastíg.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Lagfæra teikningar. Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 13874 (01.01.834.203)
Ásgarður 18-24,
Fá samþykkta íbúð á jarðhæð.
Sótt er um að fá samþykkta íbúð á jarðhæð hússins á lóðinni
nr. 24A við Ásgarð.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Með vísan til yfirlýsingar arkitekts á umsóknarblaði.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 13853 (01.04.603.702)
Þarabakki 3,
Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir breyttu innra fyrirkomulagi í húsinu á
lóðinni nr. 3 við Þarabakka.
Gjald kr. 2.387.oo.

Frestað.
Lagfæra teikningar. Gera grein fyrir starfsemi í hverjum
eignarhluta fyrir sig.


Umsókn nr. 13879 (01.01.140.501)
Austurstræti 16,
Tölusetning
Ingjaldur Hannibalsson, f.h. Reykjavíkurapóteks og annara eigenda
fasteignarinnar Austurstrætis 16 óskar eftir því að inngangur að
vestan í suðurenda verði tölusettur nr. 7 við Pósthússtræti.
Lóðin Austurstræti 16 verði því Austurstræti 16, Pósthússtræti 7.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13880 (01.02.45-.---)
Fossaleyni,
Skipta lóð
Samþykkt hefur verið skipting á lóð við Fossaleyni sem á
skipulagsuppdrætti er tölusett sem nr. 2 við Fossaleyni. Vegna
þessarar skiptingar leggur byggingarfulltrúi til að hin skipta
lóð verði tölusett þannig: Hluti 2C verður nr. 2, hluti 2B verður
nr. 4 og hluti 2A verður nr. 6.
Þá er lagt til að lóð dreifistöðvar RR sem samþykkt var í
byggingarnefnd 10. okt. sl., verði nr. 13.

Samþykkt.


Umsókn nr. 13881 (01.02.340.502)
Hulduborgir 13-19,
Tölusetning
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin Hulduborgir 13-19 verði
tölusett nr. 13-15 við Hulduborgir.

Samþykkt.