Amtmannsstígur 6, Brautarholt 6, Bíldshöfði 18, Deildarás 22, Dragh 14-16 fossh 13-15, Dugguvogur 8 - 10, Framnesvegur 5, Frostaskjól 11, Hafnarstræti 20, Hagatorg hótel saga, Heiðargerði 114, Holtavegur 23 - skóli, Holtsgata 9, Hraunteigur 15, Hringbraut 119, Hrísateigur 8, Háaleitisbraut 68, Kúrland 1-29 2-30, Laufrimi 10-14, Laufásvegur 58, Laugavegur 114, Laugavegur 118, Laugavegur 61-63, Logafold 51, Lyngháls 1, Lyngrimi 1-3, Lækjargata 4, Selvogsgrunn 26, Skipholt 50c, Skúlagata 4, Stararimi 55, Suðurgata 24, Suðurlandsbraut 30, Síðumúli 1, Vitastígur 13, Viðarás 75-79, Ánanaust 1-5, Ármúli 24, Ægisíða 101, Óðinsgata 26, Byggingastjóri, Gullengi 29-33, Meistari/múrarameistari, Meistari/pípulagningameistari,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

18. fundur 1996

Árið 1996, föstudaginn 23. ágúst kl. 13.00 eftir hádegi, hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 18. fund sinn til afgreiðslu mál án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð í Borgartúni 3. Þessir sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Óskar Þorsteinsson, Ólafur Ó. Axelsson og Bjarni Þór Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 12902 (01.01.180.007)
Amtmannsstígur 6,
Gert vegna eignaskiptasamnings
Sótt er um leyfi fyrir núverandi útliti og fyrirkomulagi hússins
samkvæmt uppmælingu í húsinu á lóðinni nr. 6 við Amtmannsstíg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12901 (01.01.241.204)
Brautarholt 6,
Breyting innanhúss
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum og lagfæringum sem
gerðar eru í samráði við eldvarnareftirlit í húsinu á lóðinni
nr. 6 við Brautarholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12900 (01.04.065.002)
Bíldshöfði 18,
innr.breyting
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum og eignanúmerum og
til þess að stækka anddyri á 2. hæð í húsinu á lóðinni nr. 18
við Bíldshöfða.
Stærð: 2. hæð 6,1 ferm., 23 rúmm., gjald kr. 2.250.oo + 518.oo.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. ágúst 1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12854 (01.04.372.305)
Deildarás 22,
fjarlægja hl. af göflum og fl.
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hluta af göflum vegna leka
og byggja skýli úr timbri og plasti við inngang hússins á
lóðinni nr. 22 við Deildarás.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki nágranna ódagsett fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12896 (01.04.304.504)
Dragh 14-16 fossh 13-15,
br. innra skipulagi á 3. hæð
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 3. hæð í húsinu
á lóðinni nr. 14-16 við Dragháls 13-15 við Fossháls.
Gjald kr. 2.250.oo.
Málinu fylgir bréf Agnars Gústafssonar hrl. dags. 1. ágúst 1996
f.h. meðeigenda.

Frestað.
Með vísan til bréfs Agnars Gústafssonar hrl. dags. 01.08.1996.


Umsókn nr. 12879 (01.01.454.002)
Dugguvogur 8 - 10,
Kjötvinnsla
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði til kjötvinnslu á
lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits og
eldvarnareftirlits. Loftræsta skal lokuð rými.


Umsókn nr. 12857 (01.01.134.002)
Framnesvegur 5,
verslun í íbúð, endurb. skúr
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði á jarðhæð í íbúð
og endurbyggja geymsluskúr á lóðinni nr. 5 við Framnesveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Synjað.
Uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.


Umsókn nr. 12861 (01.01.515.507)
Frostaskjól 11,
samþykki á kjallaraíbúð
Sótt er um að fá samþykkta íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr.
11 við Frostaskjól.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi eru skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa
dags. 29.07.1996 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 16.08.1996.

Frestað.
Vantar björgunarop, B 30 hurð og sniðmynd í íbúð.


Umsókn nr. 12899 (01.01.140.302)
Hafnarstræti 20,
Raunteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra skipulagi í húsinu á
lóðinni nr. 20 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
Fá skýringu á umsókn.


Umsókn nr. 12688 (01.01.55-.-97)
Hagatorg hótel saga,
brunavarnaruppdrættir
Sótt er um leyfi fyrir brunavörnum samkvæmt meðfylgjandi
uppdráttum af hótel Sögu við Hagatorg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Brunavarnaruppdrættir eru hluti af aðaluppdráttum.
Skila skal inn samræmdum aðaluppdráttum.


Umsókn nr. 12838 (01.01.802.301)
Heiðargerði 114,
Breytingar úti og inni
Sótt er um leyfi til að breyta stofuglugga, fella niður
útitröppur að geymslu, færa inn verönd á 1. hæð og svalir á 2.
hæð og breyta innréttingu í kjallara hússins á lóðinni nr. 114
við Heiðargerði.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu.

Frestað.
Teikningar ófullnægjandi.


Umsókn nr. 12905 (01.01.430.101)
Holtavegur 23 - skóli,
fatahengi í skólastoofu
Sótt er um leyfi til að breyta fatahengi í tengibyggingu í
skólastofu í húsinu á lóðinni nr. 23 við Holtaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12848 (01.01.134.605)
Holtsgata 9,
byggja ofaná. Endurnýjun.
Sótt er um leyfi til að hækka ris, setja kvisti, þakglugga og
svalir úr timbri (endurnýjun á byggingarleyfi frá 10.10.1991)
á húsið á lóðinni nr. 9 við Holtsgötu.
Stækkun: ris 47,8 ferm., 82 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 1.845.oo.

Frestað.
Kynna fyrir eigendum íbúða á lóðum nr. 5, 7 og 11 við Holtsgötu.


Umsókn nr. 12867 (01.01.361.013)
Hraunteigur 15,
Núverandi fyrirkomulag hússins
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í húsinu á lóðinni
nr. 15 við Hraunteig.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 12855 (01.01.520.301)
Hringbraut 119,
Apótek.
Sótt er um leyfi til að innrétta apótek í verslunarhúsnæði á
lóðinni nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 12890 (01.01.360.201)
Hrísateigur 8,
fá samþykkta íbúð
Sótt er um að fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 8 við Hrísateig.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjand er skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 19.08.1996
og vottorð frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 01.08.1996
og samþykki meðeigenda dags. 01.08.1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12880 (01.01.727.301)
Háaleitisbraut 68,
sþ. fyrir núverandi ástand
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í húsinu á lóðinni
nr. 68 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12869 (01.01.861.401)
Kúrland 1-29 2-30,
Setja glugga á austurgafl.
Sótt er um leyfi til að setja glugga á austurgafl hússins á
lóðinni nr. 1 við Kúrland.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12906 (01.02.540.301)
Laufrimi 10-14,
br.á skráningatöflu
Sótt er um leyfi til að breyta skráningartöflu og húsnúmerum á
lóðinni nr. 10-14 við Laufrima.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12442 (01.01.197.201)
Laufásvegur 58,
Stækka íbúð
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í kjallara hússins
á lóðinni nr. 58 við Laufásveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 25.06.1996.

Frestað.
Gera grein fyrir vegg milli herbergis og geymslu.


Umsókn nr. 12835 (01.01.240.101)
Laugavegur 114,
Raunteikn.v/ óskar Eldvarnar.
Sótt er um að fá samþykktar teikningar af núverandi
fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 114 við Laugaveg vegna óska
eldvarnareftirlitsins.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Sækja skal um undanþágu vegna hæðar á dyraopi og fá
viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins á viðvörnuarbúnaði við
opið. Vantar rýmisnúmer.


Umsókn nr. 12836 (01.01.240.103)
Laugavegur 118,
Raunteikn.v/óska Eldvarnar.
Sótt er um að fá samþykktar teikningar af núverandi
fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 118 við Laugaveg vegna óska
eldvarnareftirlitsins.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar rýmisnúmer.


Umsókn nr. 12847 (01.01.173.016)
Laugavegur 61-63,
bað, eldhús, hurð á geymslu br
Sótt er um leyfi til að breyta baði og eldhúsi í íbúðum 02-02 og
02-03 og hurðum á geymslum í húsinu á lóðinni nr. 61 við
Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar rýmisnúmer. Vantar loftræstingu lokaðra rýma.
Vísað er til krafna samkv. lokaúttekt.


Umsókn nr. 12826 (01.02.875.806)
Logafold 51,
loka bílskýli
Sótt er um leyfi til að loka bílskýli á lóðinni nr. 51 við
Logafold.
Stærð: 1. hæð 14,3 ferm., 2. hæð 44,1 ferm., 153 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 3.443.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12830 (01.04.326.001)
Lyngháls 1,
br.á innv.v/br,á starfsemi
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum á 1. hæð og til að
stækka glugga á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 1 við Lyngháls.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12907 (01.02.544.401)
Lyngrimi 1-3,
Útlitsbreytingar á byggingart.
Sótt er um leyfi til útlitsbreytinga á húsinu á lóðinni nr.
1-3 við Lyngrima.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12851 (01.01.140.507)
Lækjargata 4,
sþ á núverandi innréttingu
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í húsinu á lóðinni
nr. 4 við Lækjargötu.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar vaska í ræstiherbergi.


Umsókn nr. 12825 (01.01.350.605)
Selvogsgrunn 26,
Setja þak ofan á bílgeymslu
Sótt er um leyfi til að setja þak ofan á bílgeymslu á lóðinni
nr. 26 við Selvogsgrunn.
Stækkun: 7 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 158.oo.

Frestað.
Fá betri lausn.


Umsókn nr. 12904 (01.01.254.101)
Skipholt 50c,
Innrétting á lyfjaverskun
Sótt er um leyfi til að innrétta lyfjaverslun og fyrir skiltum
við verslun á lóðinni nr. 50C við Skipholt.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki Vinnueftirlits ríkisins dags. 6. ágúst 1996 fylgir
erindinu.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12891 (01.01.150.301)
Skúlagata 4,
skilti
Sótt er um leyfi til að reisa skilti úr stáli á lóðinni nr. 4
við Skúlagötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki gatnamálastjóra fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12841 (01.02.523.404)
Stararimi 55,
fylltu rými breytt í óuppfyllt
Sótt er um leyfi til að breyta fylltu rými í óuppfyllt í húsinu
á lóðinni nr. 55 við Stararima.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12828 (01.01.161.206)
Suðurgata 24,
Kjallarainngangur
Sótt er um leyfi til að endurgera kjallarinngang í húsinu á
lóðinni nr. 24 við Suðurgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er bréf Hjörleifs Stefánssonar dags. 20.07.1996.

Samþykkt þann 13.08.1996.


Umsókn nr. 12832 (01.01.265.003)
Suðurlandsbraut 30,
opnanlegt fag gluggi
Sótt er um leyfi til að setja opnanlegt fag á glugga á
vesturenda hússins á lóðinni nr. 30 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 14.08.1996.

Samþykkt.
Leyft að gera á öllum hæðum hússins, en skila skal inn
teikningu.


Umsókn nr. 12903 (01.01.292.001)
Síðumúli 1,
Endurnýjaðar brunavarnir
Sótt er um leyfi til að endurnýja brunavarnir í kjallara hússins
á lóðinni nr. 1 við Síðumúla.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12850 (01.01.174.233)
Vitastígur 13,
klæðning
Sótt er um leyfi til að klæða austurhlið lágbyggingar á lóðinni
nr. 13 við Vitastíg með hvítum Formaica plötum.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er ástandsskýrsla Guðmundar G. Þórarinssonar dags.
ágúst 1996. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa Grettisgötu 49 og
49B og Laugavegs 66-68, dags. ágúst 1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12873 (01.04.387.502)
Viðarás 75-79,
breytingar innanhúss
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum og til að breyta
suð-austur gafli hússins á lóðinni nr. 75-77 við Viðarás.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12843 (01.01.130.103)
Ánanaust 1-5,
Setja upp skilti á lóð.
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti á lóðinni nr. 1 við
Ánanaust.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12894 (01.01.292.101)
Ármúli 24,
Innréttingabreyting
Sótt er um leyfi til að breyta stigum milli 1. og 2. hæðar og
innréttingu 2. hæðar í húsinu á lóðinni nr. 24 við Ármúla.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12845 (01.01.532.206)
Ægisíða 101,
byggja yfir svalir
Sótt er um leyfi til að byggja úr áli og gleri yfir svalir á
vesturhlið hússins á lóðinni nr. 101 við Ægisíðu.
Stækkun: 3,6 ferm., 8 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 180.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12829 (01.01.184.435)
Óðinsgata 26,
teikn. v/eignaskiptasamn.
Sótt er um leyfi til að fá samþykktar teikingar af núverandi
fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 26 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Teikningar ófullnægjandi.


Umsókn nr. 12895
Byggingastjóri,
Byggingastjóri
Ármannsfell hf, óskar eftir því að ofanritaður verði samþykktur
sem byggingarstjóri við byggingarframkvæmdir í Kringlunni 4-6.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12898 (01.02.386.101)
Gullengi 29-33,
Gullengi - Tölusetning
Byggingarfulltrúi gerir tillögu um að lóðin Gullengi 29-31, 33-35
og 37-39 verði tölusett sem Gullengi 29-33.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12785
Meistari/múrarameistari,
Meistari/múrarameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarnefndar til að mega standa
fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem
múrarameistari.

Samþykktur þann 18.08.1996.


Umsókn nr. 12182
Meistari/pípulagningameistari,
Meistari/pípulagningameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarnefndar til að mega standa
fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem
pípulagningameistari.
Samþykki löggildingarnefndar og borgarráðs liggur fyrir.

Samþykkt.