Barmahlíð 38, Bergstaðastræti 54, Brautarholt 6, Bíldshöfði 18, Faxafen 8-14 - skeifan 11-19, Laugavegur 89-91, Njörvasund 2, Nóatún 4, Seljabraut 54, Skúlagata 4, Sléttuvegur - fossvogsbl. 28, Stararimi 11, Starengi 24-32, Síðumúli 1, Tröllaborgir 23-25, Álftamýri 32-36, Hátún 10-12, Leiðrétting,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

16. fundur 1996

Árið 1996, þriðjudaginn 23. júlí kl. 14.00 eftir hádegi, hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 16. fund sinn til afgreiðslu mál án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð í Borgartúni 3. Þessir sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þormóður Sveinsson, Ólafur Ó. Axelsson og Bjarni Þór Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 12650 (01.01.710.103)
Barmahlíð 38,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi til að fá samþykkta íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 38 við Barmahlíð.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 12691 (01.01.185.601)
Bergstaðastræti 54,
Byggja svalir á 2.hæð.
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr timbri og stáli á
2. hæð hússins á lóðinni nr. 54 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Bergstaðastrætis 54 og 56 og
Laufásvegar 49, ódagsett.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12632 (01.01.241.204)
Brautarholt 6,
Breyting innanhúss
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum og lagfæringum sem
gerðar eru í samráði við eldvarnareftirlit í húsinu á lóðinni
nr. 6 við Brautarholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Gera grein fyrir vatnsinntaki.


Umsókn nr. 12692 (01.04.065.002)
Bíldshöfði 18,
innr.breyting
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum og eignanúmerum og
til þess að stækka anddyri á 2. hæð í húsinu á lóðinni nr. 18
við Bíldshöfða.
Stærð: 2. hæð 6,1 ferm., 23 rúmm., gjald kr. 2.250.oo + 518.oo.

Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 12651 (01.01.462.001)
Faxafen 8-14 - skeifan 11-19,
endurnýjun á byggingarl.
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 29.09.1994.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12690 (01.01.174.119)
Laugavegur 89-91,
Innan-og utanhússbreytingar
Sótt er um leyfi fyrir breytingum sem urðu á byggingartíma
hússins á lóðinni nr. 89-91 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki heilbrigðiseftirlitsins dags. 22.07.1996 fylgir
erindinu.

Frestað.
Vantar að ganga frá mæliblaði.


Umsókn nr. 12635 (01.01.411.505)
Njörvasund 2,
Viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir úr timbri á lóðinni
nr. 2 við Njörvasund.
Stærð: 2. hæð 7,7 ferm., 19 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 428.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Njörvasunds 1 og 4.

Frestað.
Gera skal grein fyrir loftræstingu.


Umsókn nr. 12647 (01.01.221.102)
Nóatún 4,
Samþ. teikn. Endurskoðun.
Sótt er um að fá samþykktar leiðréttar aðalteikningar af húsinu
á lóðinni nr. 4 við Nóatún.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.


Umsókn nr. 12631 (01.04.970.002)
Seljabraut 54,
Grillveitingastaður.
Sótt er um leyfi til að innrétta grillveitingastað í
myndbandaleigu og setja útblástursrör vegna gufugleypis á
norðausturhlið og færa til hurð í gluggaopi í húsinu á lóðinni
nr. 54 við Seljabraut.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 12625 (01.01.150.301)
Skúlagata 4,
skilti
Sótt er um leyfi til að reisa skilti úr stáli á lóðinni nr. 4
við Skúlagötu.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Umsækjandi skal fá samþykki gatnamálastjóra fyrir staðsetningu
skiltis og fána, eru utan lóðarmarka.


Umsókn nr. 12602 (01.01.84-.-93)
Sléttuvegur - fossvogsbl. 28,
endurnýja skilti
Sótt er um leyfi til að endurnýja skilti á lóð sjúkrahúss
Reykjavíkur í Fossvogi.
Gjald kr. 2.250.oo.
Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 22.07.1996.

Frestað.
Vísað til athugasemda gatnamálastjóra og athugasemda á
umsóknareyðublaði.


Umsókn nr. 12592 (01.02.523.205)
Stararimi 11,
aukaíbúð í einbýli
Sótt er um leyfi fyrir íbúð í kjallara einbýlishúss á lóðinni
nr. 11 við Stararima.
Gjald kr. 2.250.oo.

Synjað.
Uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 12600 (01.02.384.201)
Starengi 24-32,
br.hurðir úr Tí álfellih.
Sótt er um leyfi til að breyta bílskúrshurðum úr timbri í
álflekahurðir á lóðinni nr. 24-32 við Starengi.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12693 (01.01.292.001)
Síðumúli 1,
Endurnýjaðar brunavarnir
Sótt er um leyfi til að endurnýja brunavarnir í kjallara hússins
á lóðinni nr. 1 við Síðumúla.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Ófullnægjandi gögn.


Umsókn nr. 12646 (01.02.340.302)
Tröllaborgir 23-25,
Endurskipulag og breyting.
Sótt er um að fá samþykktar leiðréttar teikningar af húsinu á
lóðinni nr. 23-25 við Tröllaborgir.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12624 (01.01.282.002)
Álftamýri 32-36,
Setja upp gervihnattardisk.
Sótt er um leyfi til að setja gerfihnattadisk á þak hússins á
lóðinni nr. 36 við Álftamýri.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12716 (01.01.234.001)
Hátún 10-12,
Tölusetning
Byggingarfulltrúi leggur til að spennistöð á lóðinni,
matshluti 08, verði skráð sem Hátún 10E og borholuhús matshluti
10, verði skráð 10F.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12699 (01.02.355.302)
Leiðrétting,
Leiðrétting
Á fundi byggingarnefndar þann 09.05.1996 var samþykkt að byggja
fjölbýlishús með fjörutíu íbúðum en þær áttu að vera tuttugu og
fjórar á lóðinni nr. 18 við Breiðuvík. Byggingarleyfi frá
09.11.1995 er fellt úr gildi.
Leiðréttar stærðir hússins eru: kjallari 380,7 ferm., 1. hæð
468,5 ferm., 2. hæð 461 ferm., 3. hæð 461 ferm., 4. hæð 461
ferm., 5. hæð 461 ferm., 6. hæð 461 ferm., samtals 9065 rúmm.

Samþykkt.