Álfsnes, Einarsnes 64A, Fiskislóð 45 , Fossaleynir 16, Garðsstaðir 52 , Gylfaflöt 22 , Gylfaflöt 32, Hamravík 82 , Jörfagrund 42-44, Klyfjasel 17, Laugavegur 180 , Naustabryggja 35-53, Naustabryggja 36-52, Ólafsgeisli 2-6, Ólafsgeisli 2-6, Ólafsgeisli 57 , Skildinganes 10 , Spöngin 25 , Tryggvagata 16 , Vættaborgir 84-96, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , Byggingarnefnd, Flugvöllur 10674 , Gufunesvegur, Laugavegur 53B, Njálsgata 57, Reynisvatnsland Hlíð, Sogavegur 216 , Vesturlandsv. Reynisv 11340 , Ásvallagata 67 , Bergstaðastræti 32B, Einarsnes 62A, Miðtún 90 , Sogavegur 164 ,

BYGGINGARNEFND

3502. fundur 2000

Árið 2000, fimmtudaginn 8. júní kl. 11:00, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3502. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð, Borgartúni 3. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Óskar Bergsson, Árni Þór Sigurðsson, Kristín Blöndal, Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L Gissurarson. Auk þeirra sátu fundinn Bjarni Þór Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 21158 (00.01.000.0)
680795-2079 Íslenska útvarpsfélagið hf
Lynghálsi 5 110 Reykjavík
1.
Álfsnes, Tækjaskýli
Sótt er um leyfi til þess að byggja tækjaskýli Íslenska útvarpsfélagsins á leigulóð Tals hf á Álfsnesi.
Stærð: Tækjaskýli 15,1 ferm. og xx rúmm.
Samþykki Tals hf dags. 23. maí 2000 og bréf umsækjanda dags. 24. maí 2000 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.100 +xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 21110 (01.67.301.8)
231276-3519 Jón Helgi Pálsson
Nesbali 78 170 Seltjarnarnes
2.
Einarsnes 64A, Einbýli og bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús úr timbri og einfaldan steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 64A við Einarsnes.
Stærð: Íbúð 1. hæð 79,7 ferm., 2. hæð 62,6 ferm., samtals 142,3 ferm., 418,1 rúmm.
Umboð umsækjanda dags. 26. apríl 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100 + 17.142
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 21216 (01.08.760.3)
680289-1079 Bú ehf
Baldursgötu 11 101 Reykjavík
3.
Fiskislóð 45 , Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft stálgrindarhús klætt samlokueiningum á lóðinni nr. 45 við Fiskislóð.
Stærð: Atvinnuhúsnæði 1. hæð 1273,3 ferm., 2. hæð 393,7 ferm., samtals 1667,0 ferm., 10760,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 441.160
Frestað.
Gögn voru ekki tæk á fyrirspurnarstigi og enn síður nú sem byggingarleyfisumsókn.


Umsókn nr. 21099 (02.46.740.1)
520790-1959 Byggingarfélagið Akkorð sf
Garðsstöðum 62 112 Reykjavík
4.
Fossaleynir 16, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús að mestu einnar hæðar á lóð nr. 16 við Fossaleyni.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 1926,7 ferm., 2. hæð 182,1 ferm., samtals 2108,8 ferm., 10.011,6 rúmm.
Brunatæknileg hönnun dags.16. maí 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100 + 410.476
Synjað.
Með vísan til sömu athugasemda og áður hafa komið fram sbr. umsóknareyðublað.


Umsókn nr. 21200 (02.42.710.5)
010659-4939 Magnús Hartmann Gíslason
Vaglar 560 Varmahlíð
5.
Garðsstaðir 52 , Einb. m. aukaíbúð
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með aukaíbúð og tvöfaldri innbygggðri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt með steindum múr og sedrusvið. Jafnframt er sótt um að strýta útsýnisturns megi fara 1,3 m upp fyrir hámarkshæð á lóð nr. 52 við Garðsstaði.
Stærð: Íbúð 1. hæð 207,8 ferm., 2. hæð 155,8 ferm., bílgeymsla 46,8 ferm., samtals 410,4 ferm., 1337,4 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 30. maí 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100 + 54.833
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 21104 (02.57.630.4)
681287-1249 Kaldasel ehf
Undralandi 4 108 Reykjavík
6.
Gylfaflöt 22 , Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja hjólbarðaverkstæði úr límtré og Yleiningum að mestu á einni hæð á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.
Stærð: 1. hæð 500 ferm., 2. hæð 85,2 ferm., samtals 585,2 ferm., 2825 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 115.825
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skila skal inn vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.


Umsókn nr. 21002 (02.57.610.2)
520297-2199 Varnir ehf
Grensásvegi 16b 108 Reykjavík
7.
Gylfaflöt 32, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum úr límtré klæddu samlokueiningumi á lóðinni nr. 32 við Gylfaflöt.
Stærð: 1. hæð 596,2 ferm., 2. hæð 287,6 ferm.
Samtals 883,8 ferm., 4800,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 196.833
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 21209 (02.35.230.2)
240640-7599 Örn I S Isebarn
Breiðavík 85 112 Reykjavík
8.
Hamravík 82 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 82 við Hamravík.
Stærð: Íbúð 1. hæð 61,5 ferm., 2. hæð 159,5 ferm., bílgeymsla 49,3 ferm., samtals 270,3 ferm., 968,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 39.692
Synjað.
Samræmist ekki skipulagsskilmálum.


Umsókn nr. 21184 (32.47.230.7)
640998-2459 Hleðsluhús ehf
Hofsvík 116 Reykjavík
9.
Jörfagrund 42-44, Fjölbýlishús m. 4 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóðinni nr. 42-44 við Jörfagrund á Kjalarnesi.
Stærð: 1. hæð, íbúðir 183,4 ferm., sameignarrými 4 ferm., 2. hæð, íbúðir 184,4 ferm.
Samtals 370,8 ferm., 1126,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 46.182
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 21133 (04.99.700.6)
290453-4889 Stefanía María Aradóttir
Klyfjasel 17 109 Reykjavík
140181-2189 Inga Bára Guðbjartsdóttir
Klyfjasel 17 109 Reykjavík
170788-3389 Bergdís Arna Guðbjartsdóttir
Klyfjasel 17 109 Reykjavík
10.
Klyfjasel 17, Kj.undir áður samþ.ób. bílsk.
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílskúr frá 30. júní 1988 og leyfi til þess að byggja kjallara undir við norðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 17 við Klyfjasel.
Stærð: Geymslukjallari 78.2 ferm., bílgeymsla 39 ferm., samtals 117,2 ferm., 339 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 13.899
Synjað.
Samræmist ekki skipulagsskilmálum.


Umsókn nr. 20736 (01.25.200.1 02)
540671-0959 Ístak hf
Skúlatúni 4 105 Reykjavík
590269-1749 Skeljungur hf
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
11.
Laugavegur 180 , Nýbygging og niðurrif
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex hæða steinsteypt þjónustu og skrifstofuhús einangrað að utan og klætt með náttúrusteini ásamt neðanjarðarbílgeymslu fyrir 33 bíla.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að rífa þvottastöð Skeljungs hf. á lóðinni nr. 180 við Laugaveg.
Stærðir til niðurrifs: 230 ferm. og 849 rúmm.
Stærð nýbyggingar: Skrifstofuhús 1. hæð 645,2, 2. hæð 682,1 ferm., 3. hæð 716,9 ferm., 4. hæð 716,9 ferm., 5. hæð 716,9 ferm., 6. hæð 716,9 ferm., 7. hæð 39,2 ferm., samtals 4194,9 ferm., 15516 rúmm. Opin bílageymsla 887,1 ferm., 2949,9 rúmm. Lagnakjallari 164,7 ferm., 345,9 rúmm. Samtals 18812 rúmm.
Bréf hönnuðar varðandi niðurrif dags. 22. mars 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100 + 771.284
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 21156 (04.02.320.3)
691293-3949 Byggðaverk ehf
Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnarfjörður
12.
Naustabryggja 35-53, Raðhús nr. 49-51
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö þriggja hæða raðhús úr steinsteypu, einangruð og klædd að utan á reitum nr. 49 og nr. 51 á lóðinni nr. 35-53 við Naustabryggju.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 21155 (04.02.420.2)
691293-3949 Byggðaverk ehf
Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnarfjörður
13.
Naustabryggja 36-52, Raðhús nr. 40-42
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö þriggja hæða raðhús úr steinsteypu, einangruð og klædd að utan á reitum nr. 40 og nr. 42 á lóðinni nr. 36-50 við Naustabryggju.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 21228 (04.12.360.1)
670300-3150 Heimsbyggð ehf
Dalalandi 3 108 Reykjavík
14.
Ólafsgeisli 2-6, Nýbygging nr. 6
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt tvíbýlishús með innbyggðum bílgeymslum sem matshluta 03 á lóð nr. 2-6 við Ólafsgeisla.
Stærð: Matshluti 03 íbúð 1. hæð 140 ferm., 2. hæð 140 ferm., bílgeymslur 55 fer., samtals 335 ferm., 1088,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 44.641
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 21225 (04.12.360.1)
550966-0189 Byggingaframkvæmdir ehf
Vallarási 4 110 Reykjavík
15.
Ólafsgeisli 2-6, Nýbygging nr. 2 og 4
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö þrílyft steinsteypt tvíbýlishús með inbyggðum bílgeymslum sem matshluta 01 og 02 á lóð nr. 2-6 við Ólafsgeisla.
Stærð: Matshluti 01 íbúð 1. hæð 70 ferm., 2. hæð 135 ferm., 3. hæð 140 ferm., bílgeymslur 55 ferm., samtals 400 ferm., 1254 rúmm.
Matshluti 02 íbúð 1. hæð 75,8 ferm., 2. hæð 132 ferm., 3. hæð 140 ferm., bílgeymslur 52,2 ferm., samtals 400 ferm., 1254 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 102.828
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 21230 (04.12.350.4)
310765-5119 Benedikt R Friðbjörnsson
Dalsbyggð 12 210 Garðabær
16.
Ólafsgeisli 57 , Einbýlishús m. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu einangrað að utan og klætt múrkerfi og dökkgráum flísum á lóð nr. 57 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 78,6 ferm., 2. hæð 94,2 ferm., bílgeymsla 30,9 ferm., samtals 203,7 ferm., 647,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 26.556
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.


Umsókn nr. 19193 (01.67.120.9 01)
260469-5769 Ragnheiður Gísladóttir
Birkihlíð 13 105 Reykjavík
091070-4569 Bergur Gestur Gíslason
Birkihlíð 13 105 Reykjavík
17.
Skildinganes 10 , Bílskýli í kjallara og fl.
Sótt er um leyfi til að gera opið bílskýli í vesturhluta kjallara hússins nr. 10 við Skildinganes ásamt tilheyrandi skábraut. Jafnframt verði bílastæðum á lóð fækkað í eitt. Erindinu var synjað á fundi byggingarnefndar 8 júlí 1999, en er lagt fram að nýju í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál dags.
26. apríl 2000.
Umsögn Borgarskipulags dags. 30. júní 1999 og bréf umsækjenda dags. 28. júní 1999 fylgja erindinu.
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 10. maí 2000 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 29. maí 2000 ásamt umsögn Borgarskipulags dags 29. maí 2000.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 21124
441291-1089 Þyrping hf
Kringlunni 8-12 103 Reykjavík
18.
Spöngin 25 , Verslunarhús nr.25-31
Sótt er um leyfi til þess að stækka verslunarhús Hagkaups í austur ásamt þremur litlum nýjum þjónustueiningum á lóðinni nr. 9-31 við Spöngina.
Stærð: Matshluti 04 var 1544,2 ferm., verður 2649,9 ferm., þ.e. 1105,7 ferm., stækkun, var 9111,7 rúmm., verður 15090,5 rúmm., eða 5978,9 rúmm., stækkun.
Greinagerð verkfræðistofu vegna fyrirhugaðra eldvarna dags. 16. maí 2000 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.100 + 245.131
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Sigurður Pálmi Ásbergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 21255 (01.13.210.4)
570498-2669 AFA JCDecaux Ísland ehf
Tryggvagötu 16 101 Reykjavík
19.
Tryggvagata 16 , Auglýsingaskilti
Sótt er um leyfi til þess að setja upp tólf uppplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Bréf borgarstjóra dags. 3. mars 2000, bréf Menningarmálanefndar dags. 9. og 25. febrúar 2000, bréf Vegagerðarinnar dags. janúar 2000, bréf fulltrúa Menningarmálanefndar dags. 25. maí 2000 og yfirlit yfir afstöðu fulltrúa Borgarskipulags dags. 16. maí 2000 fylgja erindinu.
Gjald kr. 12 x 4.100 = 49.200
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum 9. kafla samþykktar um skilti í lögsögu Reykjavíkur.
Með þremur atkvæðum. Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L. Gissurarson voru á móti og óskuðu bókað:
1. Skiltin brjóta í bága við skiltareglugerð.
2. Staðsetning skiltana getur valdið slysahættu bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur.
3. Skiltin eru víða staðsett á fallegum, viðkvæmum og áberandi stöðum og valda þar sjónmengun.
4. Skiltin eru staðsett á borgarlandi og þetta hlýtur því að vera fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki.
5. Þessi sérmeðferð og forréttindi sem þetta erlenda fyrirtæki fær er grófleg mismunun gangvart öðrum íslenskum fyrirtækjum.
6. Auk þessa skal bent á bréf dags. 12. október 1999 frá formanni Blindrafélagsins.
Meirihluti óskaði bókað:
Kynningar- og upplýsingaskilti sem um er að ræða eru hluti af víðtækari samningi milli Reykjavíkurborgar og AFA JCDecaux Ísland ehf., um götugögn.
Það er ekki rétt sem fram kemur í bókun D-listans að skiltin brjóti í bága við reglur um skilti í lögsögu Reykjavíkur þar sem þau falla undir heimildarákvæði 9. kafla.
Afgreiðsla byggingarnefndar lýtur fyrst og fremst að staðsetningu skiltanna og hefur nefndin lagt á það áherslu að faglega sé staðið að þessum staðsetningum. Sú ákvörðun minnihlutans að taka ekki þátt í þeirri vinnu er ekki í samræmi við þá afstöðu þeirra þegar staðsetning skiltanna kom fyrir í fyrsta skipti, en á þeim fundi tóku þeir á faglegan hátt þátt í umfjöllun um staðarval skiltanna.
Minnihluti óskaði bókað:
Við mótmælum harðlega þeirri fullyrðingu meirihluta byggingarnefndar að minnihlutinn hafi gert eitthvað samkomulag um afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 21085 (02.34.260.1)
210651-3229 Örn Úlfar Andrésson
Hraunbær 22 110 Reykjavík
20.
Vættaborgir 84-96, Raðhús m. 7 íb.,innb.bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tvílyft raðhús með sjö íbúðum og innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 84-96 við Vættaborgir.
Stærð: Hús nr. 84 íbúð 1. hæð 104,3 ferm., 2. hæð 119,1 ferm., bílgeymsla 22,8 ferm., samtals 246,2 ferm., 839,8 rúmm. Hús nr. 86 íbúð 1. hæð 95,6 ferm., 2. hæð 110,4 ferm., bílgeymsla 22,8 ferm., samtals 228,8 ferm., 782,8 rúmm. Hús nr. 88 sama stærð og nr. 86. Hús nr. 90 íbúð 1. hæð 95,2 ferm., 2. hæð 110 ferm., bílgeymsla 22,8 ferm., samtals 228 ferm., 780,2 rúmm., Hús nr. 92 íbúð 1. hæð 94,8 ferm., 2. hæð 109,7 ferm., bílgeymsla 22,8 ferm., samtals 227,3 ferm., 778,1 rúmm. Hús nr. 94 sama stærð og nr. 92. Hús nr. 96 íbúð 1. hæð 104,5 ferm., 2. hæð 121,8 ferm., bílgeymsla 25,3 ferm., samtals 251,6 ferm., 850,2 rúmm., samtals á lóð 1638 ferm., 5592 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 229.272
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 21251
21.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 118 frá 6. júní 2000, án liða nr. 3 og 43.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 25 og 29 úr fundargerð nr. 117.


Umsókn nr. 21164
22.
64">Byggingarnefnd, Byggingarnefnd
Lagt fram að nýju bréf stjórnkerfisnefndar dags. 17. f.m. ásamt drögum að samþykkt fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. maí 2000 vegna leiðréttingar og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 5. júní 2000.
Lögð fram umsögn fulltrúa Reykjavíkurlistans í byggingarnefnd um tillögur stjórnkerfisnefndar vegna sameiningar byggingar- og skipulgasnefndar.

Umsögn fulltrúa Reykjavíkurlistans samþykkt með þremur atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og lögðu fram umsögn sína dags. 8. júní 2000.


Umsókn nr. 21250 (01.64.--9.9 01)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Flugvöllur 10674 , Niðurrif
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings sækir um f.h., Reykjavíkurborgar leyfi til niðurrifs á u.þ.b. 162 ferm., holsteins- og timburhúsi við Nauthólsvík, fastanúmer 202-9676. Um er að ræða einnar hæðar ósamþykkt hús sem talið er byggt að hluta 1944 og að hluta c.a. á árinu 1990. Borgarsjóður hefur keypt húsið til niðurrifs og á húsið að víkja samkvæmt breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 21242 (02.2-.--9.8)
570480-0149 Borgarverkfræðingsembættið
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
24.
Gufunesvegur, Niðurrif
Skrifstofustjóri bogarverkfræðings f.h., borgarsjóðs sækir um leyfi til þess að rífa eftirtalin hesthús sem öll eru staðsett skammt sunnan gömlu starfsmannabústaðanna við Áburðarverksmiðju í Gufunesi. Húsin eru þessi:
a) Hesthús, einnar hæðar timburhús, u.þ.b. 99 ferm. að stærð, talið byggt á árinu 1957, fastanúmer 205-7511. Húsið hefur ekki verið samþykkt í byggingarnefnd.
b) Sambyggt hesthús og hlaða úr timbri, samtals u.þ.b. 182 ferm, að stærð, talið byggt 1963, fastanúmer 203-8411. Húsið hefur ekki verið samþykkt í byggingarnefnd.
c) Hesthús, einnar hæðar timburhús, u.þ.b. 20 ferm., að stærð, talið byggt um 1960, fastanúmer 203-8480. Húsið hefur ekki verið samþykkt í byggingarnefnd.
Borgarsjóður hefur keypt ofangreind hús til niðurrifs, en þau eru við mörk veghelgunarsvæðis væntanlegrar Sundabrautar og almenns útivistarsvæðis.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 21248 (01.17.302.1)
25.
Laugavegur 53B, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júní 2000 þar sem afturkallaðar eru kærur er lúta að deiliskipulagi reits og byggingarleyfis á lóðinni nr. 53B við Laugaveg.


Umsókn nr. 20592 (01.19.012.2)
26.
Njálsgata 57, niðurrif
Lagt fram bréf fasteignasölunnar Borga dags. 15. febrúar 2000 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja húseignina Njálsgötu 57 sem byggt er 1905 og stækkað var 1935. Landnúmer 102397 fastanúmer 200-8029.
Umsögn Borgarskipulags dags. 3. júní 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar umsagnir Árbæjarsafns og Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Ennfremur skal umsækjandi gera grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu á lóðinni sbr. umsögn Borgarskipulags.


Umsókn nr. 21240 (05.11.--9.5)
570480-0149 Borgarverkfræðingsembættið
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
27.
Reynisvatnsland Hlíð, Niðurrif
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings f.h., borgarsjóðs sækir um leyfi til þess að rífa íbúðarhús og geymsluskúr Hlíð í Reynisvatnslandi, Vesturlandsveg.
Stærð íbúðarhúss 36 ferm., talið byggt 1940 geymsluskúr 42 ferm., hvortveggja úr timbri.
Fastanr. 205-7511, landnr. 113404, mh. 01.01.01
Hvorugt húsanna hefur verið samþykkt í byggingarnefnd.
Borgarsjóður keypti húsin til niðurrifs af skipulagsástæðum.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 21241 (01.83.700.9)
28.
Sogavegur 216 , Lagður fram úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 29. maí 2000 vegna kæru eiganda Sogavegar 216 á ákvörðun byggingarnefndar frá 24. júní 1999. Mál nr. 39/1999.
Úrskurðarorð:
Staðfest eru eftirtalin ákvæði í hinni kærðu ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 24. júní 1999 um fasteignina nr. 216 við Sogaveg:
1. að gera kæranda að leggja af ólögmæta notkun á bílskúr og geymslurými undir honum.
2. að breyta þakbrún bílskúrs til samræmis við samþykktan uppdrátt frá 13. júní 1985, eða sækja um leyfi til breytingar á þakbrún.
3. að fjarlægja allt afgangsbyggingarefni og drasl af lóðinni og ganga frá lóðinni og að ganga frá lóð að sunnan.
Felld eru úr gildi ákvæði hinnar kærðu ákvörðunar um að leggja fyrir kærenda að gera fláa á gólfplötu í bílskúr og um að leggja af innkeyrslu á lóð frá Sogavegi. Þá eru felld úr gildi ákvæði hinnar kærðu ákvörðunar um dagsektir og tímamörk. Skal byggingarnefnd ákvarða kæranda að nýju hæfilegan frest til að fullnægja skyldum sínum í samræmi við framangreinda niðurstöðu, að viðlögðum hæfilegum dagsektum eða öðrum lögmætum úrræðum.

Sérálit Ingimundar Einarssonar formanns: Ég er ósammála þeirri niðurstöðu meirihluta úrskurðarnefndar að fella beri úr gildi kröfu byggingarnefndar Reykjavíkur um að kærandi skuli leggja af notkun innkeyrslu á lóð sína frá Sogavegi. Tel ég að heimild kæranda til þeirrar notkunar hafi fallið úr gildi um leið og byggingarleyfi fyrir fyrirhuguðu bílskýli hans féll úr gildi, enda var heimild til þeirrar notkunar á lóðinni forsenda þess að bílskýið yrði hagnýtt af kæranda. Því er það álit mitt að staðfesta beri kröfu byggingarnefndar Reykjavíkur um að kærandi skuli leggja af notkun innkeyrslu frá Sogavegi. Að öðru leyti en hér greinir er ég sammála niðurstöðu meirihlutans.
Málinu vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 21244 (05.11.--9.1)
570480-0149 Borgarverkfræðingsembættið
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
29.
Vesturlandsv. Reynisv 11340 , Niðurrif
Skrisfstofustjóri borgarverkfræðings f.h., borgarsjóðs sækir um leyfi til þess að rífa u.þ.b. 91 ferm., ósamþykkta bílgeymslu á landspildu úr landi Reynisvatns staðgreinir 511--91, fastanúmer 205-7510. Bílgeymslan er á einni hæð byggð úr steinsteypu og timbri um 1940.
Borgarsjóður hefur keypt húsið til niðurrifs af skipulagsástæðum.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 21198 (01.13.920.8)
180857-3549 Stefán Hermannsson
Ásvallagata 67 101 Reykjavík
30.
Ásvallagata 67 , (Fsp.) Bílskúr
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóðinni nr. 67 við Ásvallagötu.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð. Bílskúr of stór.


Umsókn nr. 21181 (01.18.432.1)
230564-5909 Sólveig Þórarinsdóttir
Bergstaðastræti 32b 101 Reykjavík
31.
Bergstaðastræti 32B, (Fsp.) endurbyggja hús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við og byggja ofaná húsið nr. 32B við Bergstaðastræti að mestu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Umsögn Árbæjarsafns dags. 7. desember 1999 og umsögn Borgarskipulags dags. 7. janúar 2000 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Árni Þór Sigurðsson var á móti og vísaði í umsagnir Árbæjarsafns og Borgarskipulags.


Umsókn nr. 21221 (01.67.301.6)
521176-0409 Þroskahjálp,landssamtök
Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík
32.
Einarsnes 62A, fjölbýli m. 4 íb. (fsp)
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 62A við Einarsnes.
Neikvætt.
Miðað við framlögð gögn.


Umsókn nr. 21177 (01.23.511.4)
310149-3069 Vilhelm Frímann Frímannsson
Seljabraut 38 109 Reykjavík
33.
Miðtún 90 , (Fsp.) Bílskúr
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr í suðvesturhorni lóðarinnar nr. 90 við Miðtún.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 21243 (01.83.100.1)
270746-4899 Finnbogi Bjarnason
Austurgata 12 220 Hafnarfjörður
34.
Sogavegur 164 , Bílskúr
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á norðvesturhluta lóðar nr. 164 við Sogaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Hafa skal samráð við Borgarskipulag varðandi staðsetningu bílskúrs.