Aðalstræti 2, Austurstræti 18, Austurstræti 8-10, Brautarholt 22, Brautarholt 22, Brautarholt Kjalarnes, Esjugrund 62, Esjugrund 68, Esjugrund 70, Hestháls 14, Kirkjusandur 2, Langagerði 116, Lækjargata 2A, Miðstræti 7, Suðurlandsbr. 28, Teigagerði 3, Tryggvagata 22, Tunguháls 1-3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bröndukvísl 22, Bæjarflöt 2 og 4, Hestháls 14, Keldnaholt , Bárugata 30, Bólstaðarhlíð, Skúlatún 4,

BYGGINGARNEFND

3493. fundur 2000

Árið 2000, fimmtudaginn 9. mars kl. 11:00, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3493. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð, Borgartúni 3. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Óskar Bergsson, Kristín Blöndal, Tómas Waage, Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L Gissurarson. Auk þeirra sátu fundinn Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Þórarinn Þórarinsson og Bjarni Kjartansson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20625 (01.11.361.01)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
1.
Aðalstræti 2, Endurbygging
Sótt er um leyfi til þess að breyta útliti austurhliðar og hluta suður- og norðurhliðar í líkingu við útlit hússins árið 1906 á lóðinni nr. 2 við Aðalstræti.
Stærð: Stækkun í austur 9,4 ferm., 21,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 886
Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 3. mars 2000 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Gera skal brunatæknilega hönnun á meðhöndlun og frágangi timburklæðningar utanhúss.


Umsókn nr. 20642 (01.11.405.02)
411271-0569 B.Pálsson sf
Hallarmúla 4 108 Reykjavík
2.
Austurstræti 18, Kaffihús - viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að hækka útbyggða glerframhlið að Austurstræti um eina hæð, byggja glerskála fyrir kaffisölu við suðurhlið 2. hæðar, loka þakgluggum á bakbyggingu og breyta þakinu í svalir ásamt samþykki fyrir áður gerðum breytingum á stigum í kjallara og á 1. hæð og opum í plötu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 18 við Aussturstræti.
Jafnframt er erindi 18517 dregið til baka.
Stærð: Glerskáli og stækkun 2. hæðar 68,4 ferm., 237 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 9.717
Bréf hönnuðar dags. 1. mars 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 20644 (01.11.404.04)
420169-0279 ÍAV hf
Hátúni 6a 105 Reykjavík
3.
Austurstræti 8-10, Veitingahús í kj. og á 1. hæð
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingahús, kaffihús og skemmtistað á 1. hæð og í kjallara hússins á lóðinni nr. 8-10 við Austurstræti.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 20225 (01.12.501.01)
191153-4729 Gísli Guðmundsson
Bergsmári 13 200 Kópavogur
4.
Brautarholt 22, hækka þak, lyftuturn o.fl.
Sótt er um leyfi ti þess að innrétta hótel á hluta 1. hæðar, 2. og 3. hæð, hækka 3. hæð Brautarholtsmegin, rífa anddyri á norðurhlið og tengigang við suðurhlið, breyta vesturhlið vegna tilfærslu lyftu, byggja yfir svalir á 2. og 3. hæð og fjölga um 2 bílastæði á baklóð hússins á lóð nr. 22 við Brautarholt.
Jafnframt verði erindi 20328 dregið til baka.
Stærðir: Stækkun kjallara 8,6 ferm., viðbygging 1. hæð 4,2 ferm., 2. hæð 16 ferm., 3. hæð 40,7 ferm., 4. hæð 0,8 ferm., samtals 70,3 ferm., 250,1 rúmm.
Niðurrif anddyri 4,7 ferm., tengigangur 29,3 ferm., samtals 34 ferm.
Gjald kr. 2.500 + 6.253
Bréf varðandi umsókn dags. 16. febrúar 2000, samþykki eigenda Brautarholts 24 dags. 17. febrúar 2000, Brautarholts 22 dags. 16. og 17. febrúar 2000 og Skipholts 21 dags. 18. febrúar og 1. mars 2000 ásamt brunahönnun dags. janúar 2000 og endurskoðuð í febrúar 2000 fylgja erindinu.
Jafnframt er mál nr. 20328 dregið til baka.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 20123 (01.12.501.01)
510985-0369 Vesturgata 4 ehf
Austurstræti 17 101 Reykjavík
5.
Brautarholt 22, Breyta inngangi
Sótt er um leyfi til þess að loka af inngang undir skyggni að Nóatúni á lóðinni nr. 22 við Brautarholt.
Stærð: Viðbygging 29,3 ferm., 79,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 1.998
Samþykki meðeigenda (á teikningu), samþykki eigenda að Skipholti 21 dags. 2. mars 2000 og umsögn Borgarskipulags dags. 6. desember 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 20221
270565-5579 Björn Jónsson
Brautarholt 2 116 Reykjavík
6.
Brautarholt Kjalarnes, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á afmarkaðri lóð á landi Brautarholts á Kjalarnesi.
Stærð: Íbúð 1. hæð 205,5 ferm., 2. hæð 150,6 ferm., bílgeymsla 76,7 ferm., samtals 432,8 ferm., 1505,4 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 37.635
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 10 janúar 2000 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 20637 (03.21.400.050)
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
7.
Esjugrund 62, Bílskúr úr húsi út á lóð
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptann stakstæðann bílskúr við vesturlóðamörk og stækka við það íbúð endaraðhúss nr. 62 sem nemur áður samþykktri innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 58-62 við Esjugrund.
Stærð: Hús nr. 62 íbúð verður 112,8 ferm., nýr bílskúr 28 ferm., 77,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.190
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20638
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
8.
Esjugrund 68, Bílskúr úr húsi út á lóð.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptann bílskúr á vesturlóðamörkum og stækka við það íbúð endaraðhúss nr. 68 sem nemur áður samþykktri innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 64-68 við Esjugrund.
Stærð: Hús nr. 68 íbúð verður 112,8 ferm., nýr bílskúr 28,8 ferm., 77,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.190
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20639
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
9.
Esjugrund 70, Bílskúr úr húsi út á lóð.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptann bílskúr á austurlóðamörkum og stækka við það íbúð endaraðhúss nr. 70 sem nemur áður samþykktri innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70-74 við Esjugrund.
Stærð: Hús nr. 70 íbúð verður 112,8 ferm., nýr bílskúr 28,8 ferm., 77,8 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.190
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20630 (01.43.218.01)
420269-1299 Landsvirkjun
Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík
10.
Hestháls 14, Vöruskemma
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarskemmu fyrir Landsvirkjun á austurhluta lóðar og niðurgrafið rafstöðvarhús úr steinsteypu við vesturhlið skemmu á lóð nr. 14 við Hestháls.
Stærð: Vöruskemma 2421 ferm., 16323 rúmm., rafstöðvarhús 59 ferm., 147,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 675.291
Umsögn Borgarskipulags dags. 8. mars 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20389 (01.13.451.01)
421289-5069 Íslandsbanki hf höfuðst. 500
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
11.
Kirkjusandur 2, Viðbygging meðfram Kirkjusandi
Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða skrifstofubyggingu auk kjallara meðfram Kirkjusandi og áfasta aðalbyggingu Íslandsbanka á lóðinni nr. 2 við Kirkjusand. Húsið verði byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með bláum álpötum. Efsta hæð verði inndregin að hluta. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa turnbyggingu við norðausturhorn aðalbyggingar.
Stærð: Kjallari 599,9 ferm., 1. hæð 545,6 ferm., 2. hæð 524,5 ferm., 3. hæð 524,5 ferm., 4. hæð 524,5 ferm., 5. hæð 377,8 ferm., samtals 3097,1 ferm., 11843 rúmm.
Niðurrif: Samtals 249 ferm. og 6216 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 485.563
Bréf Landssímans hf., varðandi jarðsímastreng dags. 3. mars 2000 fylgir erndinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Athygli umsækjanda er vakin á því að gera þarf sérstakar rástafanir á byggingartíma í samráði við eldvarnaeftirlit vegna flóttaleiða.


Umsókn nr. 20332 (01.18.331.07)
080565-5429 Ólafur Ingi Þórðarson
Langagerði 116 108 Reykjavík
12.
Langagerði 116, viðbygging og bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyfta viðbyggingu og bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 116 við Langagerði.
Stærð: Viðbygging 69 ferm., 272,9 rúmm., bílskúr 33,2 ferm., 89,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 14.863
Borgarskipulag kynnti erindið frá 26. janúar 2000 til 23. febrúar 2000.
Samþykki eigenda í Langagerði 114 dags. 3. janúar 2000 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 6. mars 2000 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20627 (01.11.405.05)
550496-2329 Smáralind ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
13.
Lækjargata 2A, Reyndarteikningar
Sótt er um samþykki fyrir tilfærslu á lyftum, breytingum á útbyggingu við vesturhlið, breyttri norðurhlið, breytingum við inngang frá Lækjargötu, smávægilegum breytingum á innra skipulagi allra hæða og leiðréttingu á stærðum hússins á lóðinni nr. 2A við Lækjargötu.
Stærð: Kjallari nú 496,5 ferm., 1. hæð nú 406,7 ferm., 2. hæð nú 382,2 ferm., 3. hæð nú 209 ferm., 4. hæð nú 210,8 ferm., samtals nú 1705,2 ferm. 7619 rúmm., var 1762,9 ferm. 7193 rúmm.
Gjald kr. 4.100
Frestað.
Byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga vegna breytinga á norðurgafli.


Umsókn nr. 20418 (01.11.832.02)
101267-3859 Lilja Sigurlína Pálmadóttir
Miðstræti 7 101 Reykjavík
14.
Miðstræti 7, Endurbætur á húsi og lóð
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi á öllum hæðum, breyta landhæð að Miðstræti, fjarlægja og breyta útitröppum, setja nýjar dyr á vesturhlið kjallara og 1. hæðar, nýjan glugga á norðurhlið kjallara og vesturhlið 2. hæðar, byggja vegg að Miðstræti með skýli fyrir hjól- og vagna og sorpgeymslu á lóðinni nr. 7 við Miðstræti.
Gjald kr. 4.100
Umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 29. febrúar 2000 og bréf burðarvirkishönnuðar dags. 18. febrúar 2000 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sigurður Pálmi Ásbergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20223 (01.12.642.02)
500269-6779 Landssími Íslands hf
Thorvaldsensstræti 4 150 Reykjavík
15.
Suðurlandsbr. 28, stækkun og bílgeymluhús
Sótt er um leyfi til að breyta innra og ytra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 28 við Suðurlandsbraut. Í matshluta 02 verði byggt til vesturs við anddyri á fyrstu hæð, byggð ein hæð (5. hæð) ofan á framhús og ein hæð (2. hæð) ofan á tengihús. Í matshluta 03 verði byggt við anddyri á jarðhæð (2. hæð) til suðurs og byggt yfir innigarð og komið fyrir stiga og tengingum milli húshluta. Jafnframt verði innra fyrirkomulagi á öðrum hæðum þessara matshluta breytt. Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja opið bílstæðahús á tveimur hæðum með 71 bílastæði og sorpgeymslu, allt úr steinsteypu á lóðinni. Þá verði erindi nr. 20283 dregið til baka sem sjálfstætt erindi.
Stækkun: Matshl. 02, 669,5 ferm. og 2538,8 rúmm. Matshl. 03, 534,3 ferm. og 1746,4 rúmm. Bílastæðahús; 850 ferm. og 2465 rúmm. Samtals 2053,8 ferm. og 6339 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 158.475
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 1. desember 1999, bréf hönnuðar dags. 15. desember 1999, greinargerð vegna brunahönnunar ódags.
Borgarskipulag kynnti erindið frá 13. janúar 2000 til 12. febrúar 2000.
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 21. febrúar 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20483
041061-3409 Lárus Sumarliði Marinusson
Teigagerði 3 108 Reykjavík
16.
Teigagerði 3, áður gerð íbúð í kjallara ofl.
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara, einnig er sótt um leyfi til þess að stækka kjallara og fyrstu hæð og byggja nýja rishæð í húsinu nr. 3 við Teigagerði.
Stærð: Stækkun kjallari: 17,5 ferm., 39,5 rúmm. 1.hæð: 8,1 ferm. 22,9 rúmm. rishæð: 69,5 ferm., 130,2 rúmm., samtals 95,2 ferm., 191,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 7.856
Virðingargjörð dags. 30. júní 1957 fylgir erindinu.
Umsögn Borgarskipulags dags. 7. mars 2000 fylgir erindinu.
Synjað.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags.


Umsókn nr. 20160 (01.11.400.04)
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101 Reykjavík
17.
Tryggvagata 22, Viðbygging til vesturs
Sótt er um leyfi til að byggja til vesturs við húsið nr. 22 við Tryggvagötu. Húsið verði byggt úr steinsteypu á tveimur hæðum. Í húsinu verði veitingarekstur fyrir allt að 640 manns. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa matshluta 02 á lóðinni sem byggður var 1925.
Stærðir: 307 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 2.500 + xx
Erindinu fylgir samþykki nokkura lóðarhafa aðliggjandi lóða móttekið á Borgarskipulagi 21. febrúar 2000, bréf Borgarskipulags móttekið 17. febrúar 2000 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 21. febrúar 2000.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20632
490269-3479 Ó.Johnson og Kaaber hf
Sætúni 8 105 Reykjavík
18.
Tunguháls 1-3, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarskemmu sem birgðaskemmu með þriggja hæða skrifstofu og starfsmannaaðstöðu við austurenda lagerhúsnæðis á lóð nr. 1-3 við Tunguháls.
Stærð: 1. hæð 2.621 ferm., 2. hæð 279,7 ferm., 3. hæð 279,7 ferm., samtals 3180,4 ferm., 25650,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.051.675
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 20678
19.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 111 frá 7. mars 2000.


Umsókn nr. 20669 (01.42.355.14)
20.
Bröndukvísl 22, Lögð fram bréf vegna óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf lögmanna Suðurlandsbraut 6 dags. 17. janúar 2000 og afrit af bréfi eiganda Bröndukvíslar 22 vegna óleyfisframkvæmda í Bröndukvísl 22.
Jafnframt lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa frá 9. febrúar 2000.
Tillaga í bréfi byggingarfulltrúa samþykkt með einu atkvæði.
Kristín Blöndal, Tómas Waage, Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L. Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20675 (01.25.752.01)
501089-1179 Verkver ehf
Smiðjuvegi 4b 200 Kópavogur
650671-0589 Hörður Sveinsson og Co ehf
Bæjarflöt 4 112 Reykjavík
21.
Bæjarflöt 2 og 4, Breytt umferðarkvöð á mæliblaði
Ofnaritaðir lóðarhafar lóðanna nr. 2 og 4 við Bæjarflöt óska eftir breytingu á gagnkvæmri umferðarkvöð á lóðunum nr. 2 og 4 við Bæjarflöt samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði mælingadeildar dags. 8. mars 2000.
Í stað gagnkvæmrar umferðarkvaðar þvert yfir lóðirnar, 76 m komi gagnkvæm umferðarkvöð á innkeyrslu inn á lóðirnar, sem nái 17,50 m inn á lóðirnar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 20676 (01.43.218.01)
22.
Hestháls 14, Lóðamarkabreyting
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings óskar efitr samþykki byggingarnefndar til að breyta mörkum lóðarinnar nr. 14 við Hestháls (áður Krókháls 7) og minnka hana eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti mælingadeildar borgarverkfræðings dags. 7. mars 2000.
Tillaga að breytingu lóðamarka:
Lóðin er 30984 ferm., sbr. lóðarsamning A-19901/87, dags. 20. ágúst 1987.
Tekið af lóðinni við Hestháls 357 ferm.
Tekið af lóðinni að austanverðu 3382 ferm.
Bætt við lóðina, NA-horn lóðarinnar 2859 ferm.
Bætt við lóðina áður Hitaveituvegur 8, 389 ferm.
Lóðin verður 30493 ferm.
Í meginatriðum í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar 16. janúar 1995 og samþykkt borgarráðs 14. febrúar 1995.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 20670 (01.23.---.98)
500269-5379 Orkustofnun
Grensásvegi 9 108 Reykjavík
23.
Keldnaholt , Niðurrif
Helgi Gunnarsson f.h., Orkustofnunar sækir um leyfi til þess að rífa tvö hús sem Orkustofnun er skráður eigandi að á lóð rannsóknarstofnana í Keldnaholti.
Annað húsið er stálgrindarskemma mh 03, fastanr. 203-9180, stærð 255 ferm., 1374 rúmm., og hitt húsið er byggt úr steinsteypu 1960, mh 02, fastanúmer 203-9180, stærð 167 ferm., 590 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 20529 (01.11.352.19)
300675-3799 Ásgeir Westergren
Bárugata 30 101 Reykjavík
071274-5439 María Elísabet Laroco
Bárugata 30 101 Reykjavík
24.
Bárugata 30, stækkun
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á húsið á lóðinni nr. 30 við Bárugötu.
Bréf hönnuðar (ódags.) fylgir erindinu.
Umsögn Borgarskipulags dags. 7. mars 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Á milli funda.


Umsókn nr. 20641
690169-2159 Kennaraháskóli Íslands
Stakkahlíð 105 Reykjavík
25.
Bólstaðarhlíð, Ný framkvæmd
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fyrirlestrarsali og þriggja hæða kennsluaðstöðu við austurhlið Kennaraháskóla Íslands við Bólstaðarhlíð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 20404 (01.12.200.04)
601289-1489 Karl K. Karlsson ehf
Skútuvogi 5 104 Reykjavík
26.
Skúlatún 4, Byggja ofaná bakhús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofaná bakhús á lóðinni nr. 4 við Skúlatún. Viðbótarhúsnæði yrði um 310 ferm., og jafnframt yrði settir nýrir inngangar á vestur- og norðurhlið og bílastæðum á lóð fjölgað um átta, þar af sex í bílskýli. Ennfremur verði ósamþykkt yfirbygging yfir port á baklóð fjarlægt, sbr. bréf hönnuðar dags. 25. janúar 2000.
Umsögn Borgarskipulags dags. 25. febrúar 2000 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags.