Klapparstígur 28

Verknúmer : BN055708

1007. fundur 2019
Klapparstígur 28, Breytingar - 0202 og 0302
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048636 þar sem innra skipulagi í íbúðum 0202 og 0302 er breytt og fella út hurð í geymslugangi í kjallara v/lokaúttektar í húsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg.
Gjald kr. 11.200

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


1006. fundur 2019
Klapparstígur 28, Breytingar - 0202 og 0302
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í íbúðum 0202 og 0302 og fella út hurð í geymslugangi í kjallara v/lokaúttektar í húsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg.
Gjald kr. 11.200

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.