Grettisgata 50B

Verknúmer : BN055563

1001. fundur 2018
Grettisgata 50B, Lóðaruppdráttur
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Grettisgata 50 og Grettisgata 50B í eina lóð Grettisgata 50, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 10.12.2018.
Lóðin Grettisgata 50 (staðgreininr. 1.190.106, landeignarnr. L102381) er talin 151,7.
Lóðin reynist vera 151 m².
Bætt 305 við lóðina frá Grettisgata 50B (staðgreininr. 1.190.107, landeignarnr. L102382.
Lóðin Grettisgata 50 (staðgreininr. 1.190.106, landeignarnr. L102381) verður 456 m².
Lóðin Grettisgata 50B (staðgreininr. 1.190.107, landeignarnr. L102382) er talin 296,7 m2.
Lóðin reynist vera 305 m².
Teknir 305 af lóðinni og bætt við lóðina Grettisgata 50 (staðgreininr. 1.190.106, landeignarnr. L102381).
Lóðin Grettisgata 50B (staðgreininr. 1.190.107, landeignarnr. L102382) verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt embættisafgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 16.11.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.12.2018.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.