Laugavegur 34B

Verknúmer : BN055388

998. fundur 2018
Laugavegur 34B, Innrétta hótel.
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta saumastofu á jarðhæð og hótelherbergi á efri hæðum sem verða hluti Sandhótels á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Sjá áður samþykkt erindi BN051408, BN052233, BN054222.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um opnun bygginga milli lóða á Laugavegi 34A og Laugavegi 34B fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


997. fundur 2018
Laugavegur 34B, Innrétta hótel.
Sótt er um leyfi til að innrétta saumastofu á jarðhæð og hótelherbergi á efri hæðum sem verða hluti Sandhótels á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000

Frestað.
Vísað til athugasemda.