Bergþórugata 12

Verknúmer : BN055227

990. fundur 2018
Bergþórugata 12, Lóðaruppdráttur
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Bergþórugötu 10 og 12 í eina lóð og minnka sameinaða lóð með því að sameina hluta af lóðunnum tímabundið óútvísaða landinu, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 19.09.2018.
Lóðin Bergþórugata 10 (staðgr. 1.192.014, L102520) er talin 322,5 m².
Lóðin reynist 317 m².
Teknir 24 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Bætt 287 m² við lóðina frá Bergþórugötu 12.
Lóðin Bergþórugata 10 (staðgr. 1.192.014, L102520) verður 580 m².
Lóðin Bergþórugata 12 (staðgr. 1.192.015, L102521) er talin 311,8 m².
Lóðin reynist 310 m².
Teknir 287 m² af lóðinni og bætt við Bergþórugötu 10.
Teknir 23 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (L218177).
Lóðin verður 0 m² og verður felld niður.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16.05.2018, samþykkt í borgarráði þann 24.05.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06.07.2018.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.