Miðtún 56

Verknúmer : BN051750

894. fundur 2016
Miðtún 56, Breyting - BN048618
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048618 þannig að hætt er við að fjarlægja múrhúðina af veggjum og í staðinn er sótt um að einangra og klæða utan á núverandi múrhúð með hefðbundinni loftaðri bárujárnsklæðningu á húsið á lóð nr. 56 við Miðtún.
Bréf frá hönnuði dags. 26. sept. 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar um ástand og festingargetu veggjar dags. 23. sept. 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.