Mýrargata 29

Verknúmer : BN051395

882. fundur 2016
Mýrargata 29, Leiðrétt bókun
Þann 28. júní 2016 var samþykkt erindi BN050567 þar sem samþykkt var "að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu".
Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 20. júní 2016 þar sem kveðið er á um það að ekki verði fallist á framkvæmdir á byggingarreitnum nema að undangenginni lágmarks fornleifarannsóknum á svæðinu, með vísan i 1. málsgrein 16. grein laga um menningarminjar.
Jafnframt er lóðarnúmer leiðrétt í nr. 29 við Mýrargötu.
Einnig er lagfærð fyrri bókun þar sem segir að um tvær íbúðir er að ræða, en rétt er að ein íbúð er í húsinu.


Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.