Norðurgarður 1
Verknúmer : BN049964
843. fundur 2015
Norðurgarður 1, Breytingar BN048201
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048201 þannig að hætt er við að hafa lyftu á milli 0104 og 0202 og greinargerð um brunavarnir uppfærðar í húsi á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Bréf hönnuðar þar sem farið er fram á að falla frá lyftu á milli hæða dags. 15. september 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.