Bergstaðastræti 77

Verknúmer : BN049471

828. fundur 2015
Bergstaðastræti 77, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans, í fyrsta lagi til að breyta mörkum tveggja lóða, þ. e. lóðanna Fjölnisvegur 20 og Bergstaðastræti 83, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum tveim lóðum auk lóðanna Fjölnisvegur 12, Fjölnisvegur 14, Fjölnisvegur 16, Fjölnisvegur 18, Bergstaðastræti 75, Bergstaðastræti 77, Bergstaðastræti 79 og Bergstaðastræti 81, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 05. 05. 2015.
Lóðin Fjölnisvegur 20 (staðgr. 1.196.405, landnr. 102683) er talin 559,3m², lóðin reynist 558 m², teknir eru 3 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 555 m².
Lóðin Bergstaðastræti 83 (staðgr. 1.196.406, landnr. 102684) er talin 798,8 m², lóðin reynist 797 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 795 m².
Lóðin Fjölnisvegur 12 (staðgr. 1.196.401, landnr. 102679) er talin 630,5 m², lóðin reynist 629 m².
Lóðin Fjölnisvegur 14 (staðgr. 1.196.402, landnr. 102680) er talin 595,9 m², lóðin reynist 592 m².
Lóðin Fjölnisvegur 16 (staðgr. 1.196.403, landnr. 102681) er talin 675,4 m², lóðin reynist 664 m².
Lóðin Fjölnisvegur 18 (staðgr. 1.196.404, landnr. 102682) er talin 686,8 m², lóðin reynist 679 m².
Lóðin Bergstaðastræti 75 (staðgr. 1.196.410, landnr. 102688) er talin 686,8 m², lóðin reynist 679 m².
Lóðin Bergstaðastræti 77 (staðgr. 1.196.409, landnr. 102687) er talin 826,0 m², lóðin reynist 825 m².
Lóðin Bergstaðastræti 79 (staðgr. 1.196.408, landnr. 102686) er talin 798,0 m², lóðin reynist 797 m².
Lóðin Bergstaðastræti 81 (staðgr. 1.196.407, landnr. 102685) er talin 798,0 m², lóðin reynist 791 m².
Samanber uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar.
Samanber forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.



Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.