Krókháls 13

Verknúmer : BN048768

811. fundur 2015
Krókháls 13, Endurupptaka ákvörðunar
Endurupptaka ákvörðunar dags. 14. janúar 2015 um sameiningu lóðar við Krókháls 13, Reykjavík.
Vísað er til tilkynningar um afgreiðslu máls, dags. 14. janúar 2015, varðandi sameiningu lóðar fyrir Krókháls 13, Reykjavík.
Óskað er eftir að umrædd lóðasameining verði endurupptekin og felld úr gildi þar sem lóðarhafi af lóð Krókháls 13, með staðgr. 4.140.801, hefur ekki fengið úthlutað óútvísuðu landi Reykjavíkur, samtals 7.025m2 eða keypt þann lóðarhluta. Núverandi lóðarhafi, Landey ehf., að lóðinni Krókháls 13, landnr. 221449, er einungis lóðarhafi af 3.000m2, en Reykjavíkurborg er lóðarhafi af 7.025m2 og hefur ekki látið þá lóð af hendi með lóðaúthlutun eða með samningum við lóðarhafa. Samþykkt þinglýsts eiganda, Reykjavíkurborgar, skortir fyrir lóðasameiningunni og því ber að endurupptaka hana og fella úr gildi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Óskað er því eftir að umrædd lóðasameining verði endurupptekin og felld úr gildi þegar í stað og það tilkynnt lóðarhafa, Landey ehf.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.