Barónsstígur 20A

Verknúmer : BN048546

803. fundur 2014
Barónsstígur 20A, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina tvær lóðir, það er lóðirnar Grettisgata 62 (staðgr. 1.190.116, landnr. 102391) og Barónsstígur 20A (staðgr. 1.190.117, landnr. 102392), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 17. 11. 2014.
Lóðin Grettisgata 62 (staðgr. 1.190.116, landnr. 102391) er talin 111 m², lóðin reynist 100 m², bætt er 68 m² við lóðina frá Barónsstíg 20A, lóðin Grettisgata 62 (staðgr. 1.190.116, landnr. 102391) verður 168 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Lóðin Barónsstígur 20A (staðgr. 1.190.117, landnr. 102392) er 68 m², teknir 68 m² af lóðinni og bætt við Grettisgötu 62, lóðin Barónsstígur 20A (staðgr. 1.190.117, landnr. 102392) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 01. 10. 2014, samþykkt í borgarráði þann 09. 10. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12. 11. 2014.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.