Snorrabraut 56

Verknúmer : BN048430

799. fundur 2014
Snorrabraut 56, mæliblað 56-56B
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Snorrabraut 56-56B, eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 14. 10. 2014.
Lóðin Snorrabraut 56-56B (staðgr. 1.193.204, landnr. 102534),
er 3709 m², teknir eru 354 m² af lóðinni og bætt við Barónsstíg 45A (staðgr. 1.193.004, landnr. 102530), teknir eru 14 m² af lóðinni og bætt við Snorrabraut 58 (staðgr. 1.193.204, landnr. 102535), bætt er 220 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin Snorrabraut 56-56B (staðgr. 1.193.204, landnr. 102534) verður 3561 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 09. 04. 2003, samþykkt í borgarráði þann 11. 04. 2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. 06. 2003.



Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.