Grandavegur 42

Verknúmer : BN048082

789. fundur 2014
Grandavegur 42, Takmarkað byggingarleyfi - BN046483
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að steypa upp veggi á neðri hæð bílgeymslu ásamt súlum, milligólfi bílgeymslna, sökklum undir plötu og gólfplötu efri hæðar bílgeymslu þar sem ekki eru holplötur, sbr. stofnerindi nr. BN046483 og með breytingum í erindi BN048016 sem samþykkt var 29.07.2014

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.