Bíldshöfði 7

Verknúmer : BN046122

733. fundur 2013
Bíldshöfði 7, leiðrétting
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. desember 2007 var samþykkt byggingarleyfisumsókn frá B.M.-Vallá hf og Fasteignafélagsins Ártúns ehf, um leyfi til þess að byggja mötuneyti, starfsmannaaðstöðu og smurstöð, sem viðbyggingu við matshluta 11 á lóðinni nr. 7 við Bíldshöfða. Vegna málsins var álagt gatnagerðargjald reiknað svo:
564,8 ferm @ 11028 kr./ferm. = 6.259.113 kr. Við álagninguna yfirsást að lóðarhafa var heimilt m.v.t. úthlutunarskilmála að byggja allt að 45.661 rúmm. á lóðinni áður en frekari gatnagerðargjald yrði álagt. Samtals hefur verið byggt að lóðinni 30. 246 rúmm og má því byggja 45.661-30.246 ferm. = 15. 415 rúmm áður en til greiðslu gatnagerðargjalda kemur. Rétt álagning gjalda vegna byggingarleyfis BN037393 er:
Byggingarleyfisgjald 167.688 kr.
Úttektargjöld 138.000 kr.
Yfirferð raflagnauppdrátta 17.100 kr.
Lágmarksgjald 6.800 kr.
Málinu fylgir samantekt dags. 7. maí 2013 og önnur samantekt skrifstofustj. Framkvæmdasvið ódagsett.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.