Ægisíða 119

Verknúmer : BN045893

730. fundur 2013
Ægisíða 119, (fsp) - Sólhýsi og sólpallur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólhýsi við suðurhlið þríbýlishúss á lóð nr. 119 við Ægisíðu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013 eru ekki gerðar athugasemdir við að byggt verði sólhýsi enda liggi fyrir samþykki meðeigenda og sótt verður um byggingarleyfi. Ekki þarf byggingarleyfi fyrir sólpalli lægri en 35 sm frá lóð en sækja þarf um byggingarleyfi fyrir hurð.

442. fundur 2013
Ægisíða 119, (fsp) - Sólhýsi og sólpallur
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja sólhýsi við suðurhlið þríbýlishúss á lóð nr. 119 við Ægisíðu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013.

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013. Byggingarleyfisumsókn vegna sólhýsis verður grenndarkynnt berist hún.

441. fundur 2013
Ægisíða 119, (fsp) - Sólhýsi og sólpallur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja sólhýsi við suðurhlið þríbýlishúss á lóð nr. 119 við Ægisíðu.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

728. fundur 2013
Ægisíða 119, (fsp) - Sólhýsi og sólpallur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólhýsi við suðurhlið þríbýlishúss á lóð nr. 119 við Ægisíðu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.