Bleikjukvísl 6

Verknúmer : BN045783

725. fundur 2013
Bleikjukvísl 6, (fsp) - Trépallur og skjólveggir
Spurt er hvort leyfi fengist til að nýta hluta af graslendi í eigu Reykjavíkurborgar til að koma fyrir palli og skjólvegg norðanmegin við húsið á lóð nr. 6 við Bleikjukvísl.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03. apríl 2013 fylgja erindinu.

Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013.


437. fundur 2013
Bleikjukvísl 6, (fsp) - Trépallur og skjólveggir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að nýta hluta af graslendi í eigu Reykjavíkurborgar til að koma fyrir palli og skjólvegg norðanmegin við húsið á lóð nr. 6 við Bleikjukvísl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013 samþykkt.

724. fundur 2013
Bleikjukvísl 6, (fsp) - Trépallur og skjólveggir
Spurt er hvort leyfi fengist til að nýta hluta af graslendi í eigu Reykjavíkurborgar til að koma fyrir palli og skjólvegg norðanmegin við húsið á lóð nr. 6 við Bleikjukvísl.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.