Laugavegur 56

Verknúmer : BN045721

732. fundur 2013
Laugavegur 56, (fsp) - Uppbygging og endurgerð húss
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þriggja hæða hús á kjallara með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum sbr. þó leiðbeiningar og fyrirvara í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013. Sækja þarf um byggingarleyfi.


444. fundur 2013
Laugavegur 56, (fsp) - Uppbygging og endurgerð húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða hús með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013..

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags


442. fundur 2013
Laugavegur 56, (fsp) - Uppbygging og endurgerð húss
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða hús með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

729. fundur 2013
Laugavegur 56, (fsp) - Uppbygging og endurgerð húss
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða hús með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


723. fundur 2013
Laugavegur 56, (fsp) - Uppbygging og endurgerð húss
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða hús með kjallara, með verslunum á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.