Suðurlandsbraut 12

Verknúmer : BN045290

711. fundur 2012
Suðurlandsbraut 12, Breyta í hótel
Sótt er um leyfi til þess að breyta núverandi skrifstofum á 2. til 7. hæð í hótel í flokki V sem verður með 95 herbergi og veitingastað fyrir 108 gesti, útlit breytist þar sem hurðir verða settar á suðurhlið og gluggar á vesturhlið bakhúss verða síkkaðir í húsinu á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Bréf hönnuðar um undanþágu frá byggingareglugerð nr. 112/2012 dags. 27. nóv. 2012 og bréf þar sem óskað er eftir leyfi til að hefja framkvæmdir á niðurrifi innanhús. 27. nóv. 2012 fylgir erindinu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags.6. des. 2012 og bréf frá hönnuði um nánari undanþágu frá byggingareglugerð nr. 112/2012 Fylgja erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 7. des. 2012 og skýrsla brunahönnuðar dags. 10. des. 2012. fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


710. fundur 2012
Suðurlandsbraut 12, Breyta í hótel
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi skrifstofum á 2. til 7. hæð í hótel í flokki ? sem verður með 95 herbergi og veitingarstað fyrir 108 gesti, útlit breytist þar sem hurðir verða settar á suður hlið og gluggar á vesturhlið bakhúss síkkaðir í húsinu á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Bréf hönnuðar um undanþágu frá byggingareglugerðinni nr. 112/2012 dags. 27. nóv. 2012 og bréf þar sem óskað er leyfi til að hefja framkvæmdir á niðurrifi innanhús. 27. nóv. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.