Í Úlfarsárlandi 123800

Verknúmer : BN045023

296. fundur 2012
Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Einnig er lögð fram umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012. Erindinu var vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978

Samþykkt að óska meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Áfram verði unnið samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2012 sem samþykkt var í skipulagsráði 22.08.2012, um skipulag og umgengni á Úlfarsfelli, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og óska bókað. " Úlfarsfellið er mikilvægt útivistarsvæði. Sterk viðbrögð og mótmæli fjölmargra við fyrirhugaðri uppsetningu tækjaskýlis og mastra á toppi Úlfarsfells á fyrri stigum þessa máls ættu að vera skýr skilaboð til borgaryfirvalda um að vinna deiliskipulag af svæðinu. Ekki er hægt að fallast á að nýtt verði undanþáguákvæði laga og farin sú leið að fá heimild Skipulagsstofnunar til þess að setja upp mannvirki á Úlfarsfelli. Sé talin ástæða til þess að reisa mannvirki á þessu svæði er eðlilegt að það verði gert með heimildum í deiliskipulagi. Deiliskipulagsferlið er lögbundið samráðsferli þar sem gæta verður sjónarmiða allra sem hagsmuna eiga að gæta. Ljóst má vera að deiliskipulag af svæðinu mun staðfesta Úlfarsfellið sem útivistarsvæði og mannvirkjum mun verða haldið í algjöru lágmarki. Þau mannvirki sem talin eru æskileg á útivistarsvæðum eða nauðsynleg af öðrum ástæðum verða að falla að heildarhugsun í deiliskipulagi.


Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yoeman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óska bókað. " Fjarskiptamöstur eru mikilvægur grundvöllur samskipta í samfélögum nútímans. Póst og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Úlfarsfellið er besti kosturinn fyrir slík möstur. Uppsetning þeirra er mikilvægt hagsmunamál allra borgarbúa. Skipulagsráð samþykkir að óska meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Áfram verði unnið samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2012, samþykkt í skipulagsráði 22.08.2012, um skipulag og umgengni á Úlfarsfelli. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.



419. fundur 2012
Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Á fundi skipulagsstjóra 9. nóvember 2012 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Einnig er lögð fram umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012. Erindinu var vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978

Vísað til skipulagsráðs.

418. fundur 2012
Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Á fundi skipulagsstjóra 12. október 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Erindinu var vísað til umsagnar Póst- og fjarskiptastofnunar, Geislavarna ríkisins, Mosfellsbæjar, Flugmálastjórnar Íslands og Isavia ohf. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978

Vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu

415. fundur 2012
Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Á fundi skipulagsstjóra 5. október 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Gjald kr. 8.500 + 3.978

Erindinu vísað til umsagnar Póst- og fjarskiptastofnunar, Geislavarna ríkisins, Mosfellsbæjar, Flugmálastjórnar Íslands og Isavia ohf.

414. fundur 2012
Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells.
Gjald kr. 8.500 + 3.978
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og hjá lögfræði og stjórnsýslu.

702. fundur 2012
Í Úlfarsárlandi 123800, Fjarskiptaskýli og tréstaurar
Sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells.
Gjald kr. 8.500 + 3.978
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.